Fótbolti

Djurgarden vann Íslendingaslaginn gegn Eskilstuna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hallbera fékk að líta gula spjaldið undir lok leiksins.
Hallbera fékk að líta gula spjaldið undir lok leiksins. vísir/anton
Topplið sænsku úrvalsdeildarinnar, Eskilstuna, tapaði óvænt, 1-0, fyrir Djurgarden í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Tempest Marie Norlin skoraði eina mark leiksins á 67. mínútu.

Guðbjörg Gunnarsdóttir stóð í marki Djurgarden og Hallbera Guðný Gísladóttir var á sínum stað í vörn liðsins. Glódís Perla Viggósdóttir stóð fyrir miðri vörn Eskilstuna í leiknum.

Djurgarden var rétt fyrir ofan fallsæti fyrir leikinn þannig að stigin voru afar vel þegin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×