Rétta skrefið að panta tíma á Gullfoss, Geysi og Þingvelli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. maí 2017 11:00 Skúli ásamt Hilmari Erni Hilmarssyni allsherjargoða og Dorrit Dorrit Moussaieff þegar ný flugvél í flota WOW, Freyja Airbus 321, var kynnt til sögunnar. Vísir/Vilhelm Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air, telur að helstu tækifærin í ferðamennsku hér á landi felist í því að dreifa ferðamönnum mun betur um landið. Sömuleiðis þurfi að stýra umferðinni á vinsælustu viðkomustaði ferðamanna. „Bláa lónið er gott dæmi um þannig stað. Þar verður að bóka í gegnum netið, stýra traffíkinni svo það myndist ekki of mikil örtröð,“ segir Skúli. Tekjur Bláa lónsins í fyrra voru rúmlega tíu milljarðar króna og jukust um 43 prósent á milli ára eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í morgun. „Auðvitað eigum við að gera það sama á Gullfossi og Geysi, Þingvöllum og þar sem álagið er mest. Rútufyrirtækin eiga að þurfa að bóka tíma. Með einföldum leiðum er hægt að gera hlutina betri. Ekki bara fyrir ferðamenn heldur líka Íslendinga.“ Nýjar tröppur hafa verið teknar í notkun við Gullfoss.Umhverfisstofnun Seldi körfuboltamyndir Skúli var gestur í Brennslunni á FM 957 í morgun og fór um víðan völl í sögu sinni í viðskiptum. Hann var á meðal þeirra sem ráku skemmtistaðina Tunglið og Borgina á sínum tíma. Sumarið 1988 rak hann Tunglið án þess að vera kominn með aldur til að vera þar inni. Hann varð ekki tvítugur fyrr en um haustið. Í framhaldinu hóf hann innflutning og sölu á körfuboltamyndum þegar NBA æðið var sem mest á Íslandi árið 1993. Velgengnin í sölu þeirra mynda varð til þess að honum var boðið til Bandaríkjanna á úrslitaleik HM í fótbolta sumarið 1994. Þar sá hann fleiri fullorðna menn gráta en nokkru sinni fyrr og síðar. Þá rifjaði Skúli um árin í tölvufyrirtækinu OZ sem hann seldi árið 2008, helgina sem Geir Haarde bað guð um að blessa Ísland. Í framhaldinu flutti hann heim frá Montreal í Kanada og kom á fót flugfélagi. Skúli er mikill hjólreiðakappi hvort sem er á fjöllum eða jafnsléttu. Vísir/Vilhelm Umhverfisvænni flugvélar Nýjasta verkefni WOW Air, reiðhjólaleiga í Reykjavík, var til umræðu og var Skúli meðal annars spurður út í það hvort það fælist ekki hræsni í því að tala fyrir umhverfisvernd og reka á sama tíma flugfélag. Skúli sagði að sér sárnaði sú umræða. Nýjar vélar WOW Air væru hagkvæmari í rekstri og umhverfisvænni en aðrar vélar. Þróunin, líkt og hjá bílum, væri í áttina að enn umhverfisvænni flugvélum. Rafmagnsflugvélar væru framtíðin en tengiltvinnflugvélar (e. hybrid) væru næsta skref. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Ferðamennska á Íslandi WOW Air Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air, telur að helstu tækifærin í ferðamennsku hér á landi felist í því að dreifa ferðamönnum mun betur um landið. Sömuleiðis þurfi að stýra umferðinni á vinsælustu viðkomustaði ferðamanna. „Bláa lónið er gott dæmi um þannig stað. Þar verður að bóka í gegnum netið, stýra traffíkinni svo það myndist ekki of mikil örtröð,“ segir Skúli. Tekjur Bláa lónsins í fyrra voru rúmlega tíu milljarðar króna og jukust um 43 prósent á milli ára eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í morgun. „Auðvitað eigum við að gera það sama á Gullfossi og Geysi, Þingvöllum og þar sem álagið er mest. Rútufyrirtækin eiga að þurfa að bóka tíma. Með einföldum leiðum er hægt að gera hlutina betri. Ekki bara fyrir ferðamenn heldur líka Íslendinga.“ Nýjar tröppur hafa verið teknar í notkun við Gullfoss.Umhverfisstofnun Seldi körfuboltamyndir Skúli var gestur í Brennslunni á FM 957 í morgun og fór um víðan völl í sögu sinni í viðskiptum. Hann var á meðal þeirra sem ráku skemmtistaðina Tunglið og Borgina á sínum tíma. Sumarið 1988 rak hann Tunglið án þess að vera kominn með aldur til að vera þar inni. Hann varð ekki tvítugur fyrr en um haustið. Í framhaldinu hóf hann innflutning og sölu á körfuboltamyndum þegar NBA æðið var sem mest á Íslandi árið 1993. Velgengnin í sölu þeirra mynda varð til þess að honum var boðið til Bandaríkjanna á úrslitaleik HM í fótbolta sumarið 1994. Þar sá hann fleiri fullorðna menn gráta en nokkru sinni fyrr og síðar. Þá rifjaði Skúli um árin í tölvufyrirtækinu OZ sem hann seldi árið 2008, helgina sem Geir Haarde bað guð um að blessa Ísland. Í framhaldinu flutti hann heim frá Montreal í Kanada og kom á fót flugfélagi. Skúli er mikill hjólreiðakappi hvort sem er á fjöllum eða jafnsléttu. Vísir/Vilhelm Umhverfisvænni flugvélar Nýjasta verkefni WOW Air, reiðhjólaleiga í Reykjavík, var til umræðu og var Skúli meðal annars spurður út í það hvort það fælist ekki hræsni í því að tala fyrir umhverfisvernd og reka á sama tíma flugfélag. Skúli sagði að sér sárnaði sú umræða. Nýjar vélar WOW Air væru hagkvæmari í rekstri og umhverfisvænni en aðrar vélar. Þróunin, líkt og hjá bílum, væri í áttina að enn umhverfisvænni flugvélum. Rafmagnsflugvélar væru framtíðin en tengiltvinnflugvélar (e. hybrid) væru næsta skref. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Ferðamennska á Íslandi WOW Air Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira