Íslenski boltinn

Unnið þrjá leiki í bikarnum en engan í 3. deildinni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Facebook-síða Ægis
Frammistaða 3. deildarliðs Ægis í Borgunarbikarnum hefur vakið verðskuldaða athygli, ekki síst eftir að liðið sló 1. deildarlið Þórs úr leik í 32-liða úrslitunum.

Ægir hafði þá betur í vítaspyrnukeppni þar sem markvörðurinn Magnús Kristófer Anderson var hetja liðsins, ekki síst eftir að hafa haldið hreinu í 120 mínútur á undan. Hann varði eina spyrnu Þórsara í vítakeppninni en Ægismenn nýttu allar sínar.

Sjá einnig: Víðishjartað er rosalega sterkt

Þar á undan hafði Ægir náð að slá bæði Ými og Álftanes úr leik og fær nú Pepsi-deildarlið Víkings Reykjavíkur í heimsókn á Þorlákshafnarvöllinn í kvöld.

Gengi Ægismanna í 3. deildinni hefur hins vegar verið verra það sem af er tímabili. Ægir er enn að bíða eftir fyrsta sigrinum og er með eitt stig eftir þrjár umferðir - eftir 2-2 jafntefli gegn Reyni Sandgerði.

Leikur Ægis og Víkings verður klukkan 19.15 í kvöld og verður fylgst með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi. Allir leikir umferðarinnar verða svo gerðir upp í Borgunarbikarmörkunum á Stöð 2 Sport annað kvöld.

16-liða úrslit Borgunarbikarsins:

Þriðjudagur 30. maí

ÍA - Grótta 2-1

Miðvikudagur 31. maí

17.30 ÍBV - Fjölnir

18.00 Víðir - Fylkir

19.15 Ægir - Víkingur R

19.15 ÍR - KR Stöð 2 Sport 2

19.15 FH - Selfoss

20.00 Valur - Stjarnan Stöð 2 Sport

Fimmtudagur 1. júní

19.15 Leiknir R - Grindavík Stöð 2 Sport

21.00 Borgunarbikarmörkin Stöð 2 Sport




Fleiri fréttir

Sjá meira


×