Grunaður um tilraun til manndráps eftir deilur um bíl Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. maí 2017 14:34 Maðurinn neitar sök og segir hinn manninn hafa beitt hnífnum. Vísir/GVA Hæstiréttur hefur staðfest fjögurra vikna gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni sem ákærður hefur verið fyrir tilraun til manndráps. Manninum er gefið að sök að hafa stungið annan mann í höfuðið með hníf 5. mars síðastliðinn. Áverkarnir voru það alvarlegir að þeir hefðu getað leitt manninn til dauða, að sögn læknis.Réðst á manninn vegna deilna um bíl Forsaga málsins er sú að ákærði hafði fengið lánaðan bíl hjá vinkonu sinni, en neitaði að skila bílnum aftur. Þau mældu sér mót um miðnætti þann 5. mars en konan þorði ekki að hitta manninn ein og fékk því vin sinn til að fara með sér. Þegar ákærði var krafinn um lyklana að bílnum kom til átaka á milli mannanna tveggja, með fyrrnefndum afleiðingum. Í gæsluvarðhaldsúrskurði Hæstaréttar segir að blóð hafi tekið að spýtast úr höfði mannsins sem hafi þá komið sér í burtu og fengið vinkonu sína til þess að fara með sig á slysadeild. Maðurinn sem fyrir árásinni varð hlaut skurð á höfði og slagæðarblæðingu úr höfuðleðri. Þá náði áverkinn í gegnum fulla þykkt höfuðkúpunnar auk þess sem það flísaðist upp úr höfuðkúpunni, að því er segir í úrskurðinum. Í læknisvottorði segir að ef vopnið hefði gengið inn í heilavefinn hefði ekki verið að sökum að spyrja og áverkinn getað leitt til mikils og varanlegs tjóns – jafnvel dauða.Kastaði hnífnum í burtu Ákærði neitar sök í málinu. Hann viðurkennir að til átaka hafi komið á milli þeirra tveggja, en að hinn maðurinn hefði verið með hnífinn. Hann hefði náð hnífnum af manninum en kastað honum í burtu. Sagðist hann ekki geta útskýrt hvernig hinn maðurinn hlaut áverkana. Héraðssaksóknari telur sig hafa rökstuddan grun um að maðurinn sé sekur og telur að almannahagsmunir krefjist þess að hann fari ekki frjáls ferða sinna á meðan mál hans er til meðferðar fyrir dómstólum. Maðurinn var í framhaldinu úrskurðaður í gæsluvarðhald til 23. júní næstkomandi, en hann hefur sætt haldi frá handtöku þann 5. mars. Tengdar fréttir Sýknaður eftir sex mánuði á bak við lás og slá Karlmaður á þrítugsaldri var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag af ákæru fyrir tilraun til manndráps vegna hnífstunguárásar í Seljahverfi. 22. maí 2017 18:06 Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest fjögurra vikna gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni sem ákærður hefur verið fyrir tilraun til manndráps. Manninum er gefið að sök að hafa stungið annan mann í höfuðið með hníf 5. mars síðastliðinn. Áverkarnir voru það alvarlegir að þeir hefðu getað leitt manninn til dauða, að sögn læknis.Réðst á manninn vegna deilna um bíl Forsaga málsins er sú að ákærði hafði fengið lánaðan bíl hjá vinkonu sinni, en neitaði að skila bílnum aftur. Þau mældu sér mót um miðnætti þann 5. mars en konan þorði ekki að hitta manninn ein og fékk því vin sinn til að fara með sér. Þegar ákærði var krafinn um lyklana að bílnum kom til átaka á milli mannanna tveggja, með fyrrnefndum afleiðingum. Í gæsluvarðhaldsúrskurði Hæstaréttar segir að blóð hafi tekið að spýtast úr höfði mannsins sem hafi þá komið sér í burtu og fengið vinkonu sína til þess að fara með sig á slysadeild. Maðurinn sem fyrir árásinni varð hlaut skurð á höfði og slagæðarblæðingu úr höfuðleðri. Þá náði áverkinn í gegnum fulla þykkt höfuðkúpunnar auk þess sem það flísaðist upp úr höfuðkúpunni, að því er segir í úrskurðinum. Í læknisvottorði segir að ef vopnið hefði gengið inn í heilavefinn hefði ekki verið að sökum að spyrja og áverkinn getað leitt til mikils og varanlegs tjóns – jafnvel dauða.Kastaði hnífnum í burtu Ákærði neitar sök í málinu. Hann viðurkennir að til átaka hafi komið á milli þeirra tveggja, en að hinn maðurinn hefði verið með hnífinn. Hann hefði náð hnífnum af manninum en kastað honum í burtu. Sagðist hann ekki geta útskýrt hvernig hinn maðurinn hlaut áverkana. Héraðssaksóknari telur sig hafa rökstuddan grun um að maðurinn sé sekur og telur að almannahagsmunir krefjist þess að hann fari ekki frjáls ferða sinna á meðan mál hans er til meðferðar fyrir dómstólum. Maðurinn var í framhaldinu úrskurðaður í gæsluvarðhald til 23. júní næstkomandi, en hann hefur sætt haldi frá handtöku þann 5. mars.
Tengdar fréttir Sýknaður eftir sex mánuði á bak við lás og slá Karlmaður á þrítugsaldri var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag af ákæru fyrir tilraun til manndráps vegna hnífstunguárásar í Seljahverfi. 22. maí 2017 18:06 Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Sýknaður eftir sex mánuði á bak við lás og slá Karlmaður á þrítugsaldri var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag af ákæru fyrir tilraun til manndráps vegna hnífstunguárásar í Seljahverfi. 22. maí 2017 18:06