Grunaður um tilraun til manndráps eftir deilur um bíl Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. maí 2017 14:34 Maðurinn neitar sök og segir hinn manninn hafa beitt hnífnum. Vísir/GVA Hæstiréttur hefur staðfest fjögurra vikna gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni sem ákærður hefur verið fyrir tilraun til manndráps. Manninum er gefið að sök að hafa stungið annan mann í höfuðið með hníf 5. mars síðastliðinn. Áverkarnir voru það alvarlegir að þeir hefðu getað leitt manninn til dauða, að sögn læknis.Réðst á manninn vegna deilna um bíl Forsaga málsins er sú að ákærði hafði fengið lánaðan bíl hjá vinkonu sinni, en neitaði að skila bílnum aftur. Þau mældu sér mót um miðnætti þann 5. mars en konan þorði ekki að hitta manninn ein og fékk því vin sinn til að fara með sér. Þegar ákærði var krafinn um lyklana að bílnum kom til átaka á milli mannanna tveggja, með fyrrnefndum afleiðingum. Í gæsluvarðhaldsúrskurði Hæstaréttar segir að blóð hafi tekið að spýtast úr höfði mannsins sem hafi þá komið sér í burtu og fengið vinkonu sína til þess að fara með sig á slysadeild. Maðurinn sem fyrir árásinni varð hlaut skurð á höfði og slagæðarblæðingu úr höfuðleðri. Þá náði áverkinn í gegnum fulla þykkt höfuðkúpunnar auk þess sem það flísaðist upp úr höfuðkúpunni, að því er segir í úrskurðinum. Í læknisvottorði segir að ef vopnið hefði gengið inn í heilavefinn hefði ekki verið að sökum að spyrja og áverkinn getað leitt til mikils og varanlegs tjóns – jafnvel dauða.Kastaði hnífnum í burtu Ákærði neitar sök í málinu. Hann viðurkennir að til átaka hafi komið á milli þeirra tveggja, en að hinn maðurinn hefði verið með hnífinn. Hann hefði náð hnífnum af manninum en kastað honum í burtu. Sagðist hann ekki geta útskýrt hvernig hinn maðurinn hlaut áverkana. Héraðssaksóknari telur sig hafa rökstuddan grun um að maðurinn sé sekur og telur að almannahagsmunir krefjist þess að hann fari ekki frjáls ferða sinna á meðan mál hans er til meðferðar fyrir dómstólum. Maðurinn var í framhaldinu úrskurðaður í gæsluvarðhald til 23. júní næstkomandi, en hann hefur sætt haldi frá handtöku þann 5. mars. Tengdar fréttir Sýknaður eftir sex mánuði á bak við lás og slá Karlmaður á þrítugsaldri var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag af ákæru fyrir tilraun til manndráps vegna hnífstunguárásar í Seljahverfi. 22. maí 2017 18:06 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest fjögurra vikna gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni sem ákærður hefur verið fyrir tilraun til manndráps. Manninum er gefið að sök að hafa stungið annan mann í höfuðið með hníf 5. mars síðastliðinn. Áverkarnir voru það alvarlegir að þeir hefðu getað leitt manninn til dauða, að sögn læknis.Réðst á manninn vegna deilna um bíl Forsaga málsins er sú að ákærði hafði fengið lánaðan bíl hjá vinkonu sinni, en neitaði að skila bílnum aftur. Þau mældu sér mót um miðnætti þann 5. mars en konan þorði ekki að hitta manninn ein og fékk því vin sinn til að fara með sér. Þegar ákærði var krafinn um lyklana að bílnum kom til átaka á milli mannanna tveggja, með fyrrnefndum afleiðingum. Í gæsluvarðhaldsúrskurði Hæstaréttar segir að blóð hafi tekið að spýtast úr höfði mannsins sem hafi þá komið sér í burtu og fengið vinkonu sína til þess að fara með sig á slysadeild. Maðurinn sem fyrir árásinni varð hlaut skurð á höfði og slagæðarblæðingu úr höfuðleðri. Þá náði áverkinn í gegnum fulla þykkt höfuðkúpunnar auk þess sem það flísaðist upp úr höfuðkúpunni, að því er segir í úrskurðinum. Í læknisvottorði segir að ef vopnið hefði gengið inn í heilavefinn hefði ekki verið að sökum að spyrja og áverkinn getað leitt til mikils og varanlegs tjóns – jafnvel dauða.Kastaði hnífnum í burtu Ákærði neitar sök í málinu. Hann viðurkennir að til átaka hafi komið á milli þeirra tveggja, en að hinn maðurinn hefði verið með hnífinn. Hann hefði náð hnífnum af manninum en kastað honum í burtu. Sagðist hann ekki geta útskýrt hvernig hinn maðurinn hlaut áverkana. Héraðssaksóknari telur sig hafa rökstuddan grun um að maðurinn sé sekur og telur að almannahagsmunir krefjist þess að hann fari ekki frjáls ferða sinna á meðan mál hans er til meðferðar fyrir dómstólum. Maðurinn var í framhaldinu úrskurðaður í gæsluvarðhald til 23. júní næstkomandi, en hann hefur sætt haldi frá handtöku þann 5. mars.
Tengdar fréttir Sýknaður eftir sex mánuði á bak við lás og slá Karlmaður á þrítugsaldri var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag af ákæru fyrir tilraun til manndráps vegna hnífstunguárásar í Seljahverfi. 22. maí 2017 18:06 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Sjá meira
Sýknaður eftir sex mánuði á bak við lás og slá Karlmaður á þrítugsaldri var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag af ákæru fyrir tilraun til manndráps vegna hnífstunguárásar í Seljahverfi. 22. maí 2017 18:06