Viðskipti innlent

N1 kaupir félagið sem rekur Krónuna og Elko

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
vísir/Vilhelm
N1 hf. og SF V slhf. undirrituðu í dag samkomulag sem tekur á helstu skilmálum vegna fyrirhugaðra kaupa N1 hf. á öllu útgefnu hlutafé í Festi hf.

Festi sérhæfir sig í rekstri verslunarfyrirtækja og rekur 28 verslanir undir merkjum Krónunnar, ELKO, Nóatún og Kjarval en félagið á einnig Bakkann, vöruhús.

Samkomulagið felur í sér að heildarvirði Festi er 37,9 milljarðar króna en endanlegt kaupverð hlutafjár mun ráðast af skuldastöðu félagsins við afhendingu.

Kaupverð verður greitt annars vegar með 76.086.957 hlutum í N1 á genginu 115, eða sem nemur 8.750 milljónum króna og hins vegar með yfirtöku skulda og lántöku. Seljendur skuldbinda sig til að hvorki selja né framselja helming af þeim hlutum í N1 sem þeir fá afhenta fyrir 31. desember 2018. Komi til viðbótargreiðslu vegna betri afkomu Festi hf. mun sú greiðsla vera í formi hluta í N1 á genginu 115 en þeir hlutir munu jafnframt falla undir sölubann fram til 31. desember á næsta ári.

Viðskiptin eru meðal annars háð skilyrðum um að samkomulag náist um endanlegan kaupsamning, að stjórn og hluthafafundir beggja aðila samþykki kaupin, framkvæmd áreiðanleikakönnunar og samþykki Samkeppniseftirlitsins. Gangi viðskiptin eftir er gert ráð fyrir að þeim ljúki á 1. ársfjórðungi 2018.


Tengdar fréttir

Skeljungur hyggst kaupa 10-11

Kaupin Skeljungs hf. og Basko ehf., sem fer meðal annars með rekstur verslana 10-11, eru háð ýmsum forsendum og fyrirvörum beggja samningsaðila. Kaupverð væri allt að 2,2 milljarðar króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×