Þetta eru vinsælustu vörurnar í Costco í Kauptúni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. júní 2017 13:45 Costco hefur notið mikilla vinsælda síðan það opnaði og virðast landsmenn meðal annars sólgnir í ávextina sem þar eru seldir og rakvélablöðin. vísir/eyþór Óhætt er að fullyrða að Íslendingar hafi tekið bandaríska verslunarrisanum Costco opnum örmum. Verslunin opnaði í Kauptúni í Garðabæ fyrir rúmum tveimur vikum og hefur ítrekað myndast röð við verslunina af áhugasömum viðskiptavinum. Þá er Facebook-hópurinn Keypt í Costco Ísl. – Myndir og verð að öllum líkindum stærsti Facebook-hópur sem Íslendingar hafa safnast saman í en meðlimirnir eru nú rúmlega 78 þúsund talsins. Til að mega versla í Costco þarf að gerast meðlimur hjá keðjunni og eru rúmlega 60 þúsund Íslendingar nú þegar greiðandi meðlimir hjá versluninni hér á landi. En hvað eru þessir tugir þúsunda landsmanna að kaupa í Costco? Vísi lék forvitni á að vita hvaða vörur væru vinsælastar og sendi því fyrirspurn til Steven Pappas, aðstoðarforstjóra Costco í Evrópu. Vinsælustu vörurnar í Costco á Íslandi eru eftirfarandi samkvæmt svari Pappas: • Ferskir ávextir og ferskt grænmeti • Pizza • Sushi • Kjöt, fiskur og kjúklingur • Lífrænar matvörur • Rakvélablöð • Klósettpappír • Íþróttavörur • Grill • Fatnaður • Brauð, kökur og annað bakkelsi • Þvottaefni • Gleraugu • Dekk • Bensín og díselolía Að sögn Pappas var salan í Costco í Garðabæ „mjög mikil“ fyrstu vikurnar og á pari við söluna á miklu stærri markaðssvæðum eins og í Japan, Kóreu og Bretlandi. Hann vill þó ekki gefa upp fjárhæðir í þessu samhengi. Þá er opnunin hér á landi sú stærsta hjá Costco í nýju landi hvað varðar aðildafjölda en fyrra metið átti Melbourne í Ástralíu. Ársaðild að Costco kostar 4.800 krónur fyrir einstakling og 3.800 krónur fyrir fyrirtæki. Langstærsti hluti þeirra sem eru með aðild eru einstaklingar og má því gróflega áætla að Íslendingar hafi greitt Costco nærri því 300 milljónir í aðildargjöld. Costco Tengdar fréttir Velta Costco meiri en Bónuss Fyrstu dagana eftir opnun Costco var velta verslunarinnar meiri en í öllum verslunum Bónuss, um allt land. Um er að ræða mun stærri hlutdeild á markaði en keppinautar Bónuss og Krónunnar hafa hingað til haft. 2. júní 2017 08:45 Stórlækka verð eftir að þau fóru að kaupa inn í Costco Matvöruverslun á Akranesi er farin að geta boðið viðskiptavinum sínum mun betri verð eftir að farið var að versla vörur af Costco. 5. júní 2017 10:59 Einn af hverjum fjórum meðlimur í Costco Aðstoðarforstjóri Costco í Evrópu segir opnunina á Íslandi þá stærstu í sögu verslunarinnar. 7. júní 2017 10:44 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Óhætt er að fullyrða að Íslendingar hafi tekið bandaríska verslunarrisanum Costco opnum örmum. Verslunin opnaði í Kauptúni í Garðabæ fyrir rúmum tveimur vikum og hefur ítrekað myndast röð við verslunina af áhugasömum viðskiptavinum. Þá er Facebook-hópurinn Keypt í Costco Ísl. – Myndir og verð að öllum líkindum stærsti Facebook-hópur sem Íslendingar hafa safnast saman í en meðlimirnir eru nú rúmlega 78 þúsund talsins. Til að mega versla í Costco þarf að gerast meðlimur hjá keðjunni og eru rúmlega 60 þúsund Íslendingar nú þegar greiðandi meðlimir hjá versluninni hér á landi. En hvað eru þessir tugir þúsunda landsmanna að kaupa í Costco? Vísi lék forvitni á að vita hvaða vörur væru vinsælastar og sendi því fyrirspurn til Steven Pappas, aðstoðarforstjóra Costco í Evrópu. Vinsælustu vörurnar í Costco á Íslandi eru eftirfarandi samkvæmt svari Pappas: • Ferskir ávextir og ferskt grænmeti • Pizza • Sushi • Kjöt, fiskur og kjúklingur • Lífrænar matvörur • Rakvélablöð • Klósettpappír • Íþróttavörur • Grill • Fatnaður • Brauð, kökur og annað bakkelsi • Þvottaefni • Gleraugu • Dekk • Bensín og díselolía Að sögn Pappas var salan í Costco í Garðabæ „mjög mikil“ fyrstu vikurnar og á pari við söluna á miklu stærri markaðssvæðum eins og í Japan, Kóreu og Bretlandi. Hann vill þó ekki gefa upp fjárhæðir í þessu samhengi. Þá er opnunin hér á landi sú stærsta hjá Costco í nýju landi hvað varðar aðildafjölda en fyrra metið átti Melbourne í Ástralíu. Ársaðild að Costco kostar 4.800 krónur fyrir einstakling og 3.800 krónur fyrir fyrirtæki. Langstærsti hluti þeirra sem eru með aðild eru einstaklingar og má því gróflega áætla að Íslendingar hafi greitt Costco nærri því 300 milljónir í aðildargjöld.
Costco Tengdar fréttir Velta Costco meiri en Bónuss Fyrstu dagana eftir opnun Costco var velta verslunarinnar meiri en í öllum verslunum Bónuss, um allt land. Um er að ræða mun stærri hlutdeild á markaði en keppinautar Bónuss og Krónunnar hafa hingað til haft. 2. júní 2017 08:45 Stórlækka verð eftir að þau fóru að kaupa inn í Costco Matvöruverslun á Akranesi er farin að geta boðið viðskiptavinum sínum mun betri verð eftir að farið var að versla vörur af Costco. 5. júní 2017 10:59 Einn af hverjum fjórum meðlimur í Costco Aðstoðarforstjóri Costco í Evrópu segir opnunina á Íslandi þá stærstu í sögu verslunarinnar. 7. júní 2017 10:44 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Velta Costco meiri en Bónuss Fyrstu dagana eftir opnun Costco var velta verslunarinnar meiri en í öllum verslunum Bónuss, um allt land. Um er að ræða mun stærri hlutdeild á markaði en keppinautar Bónuss og Krónunnar hafa hingað til haft. 2. júní 2017 08:45
Stórlækka verð eftir að þau fóru að kaupa inn í Costco Matvöruverslun á Akranesi er farin að geta boðið viðskiptavinum sínum mun betri verð eftir að farið var að versla vörur af Costco. 5. júní 2017 10:59
Einn af hverjum fjórum meðlimur í Costco Aðstoðarforstjóri Costco í Evrópu segir opnunina á Íslandi þá stærstu í sögu verslunarinnar. 7. júní 2017 10:44