Það reyndist erfitt að finna efni til að vinna með Guðný Hrönn skrifar 6. júní 2017 11:15 María hvetur fólk til að endurskoða neysluhegðun sína. FRÉTTABLÐIÐ/ANTON BRINK María Árnadóttir útskrifaðist nýverið frá fatahönnunardeild Listaháskóla Íslands. Með útskriftaverki sínu vill hún vekja athygli á dýra- og umhverfisvernd og neysluhegðun. „Mig langaði að fjalla um eitthvað sem skipti mig máli í útskriftarverkefninu og ég hef mikið verið að pæla í umhverfis- og dýravernd. Ég hef alltaf verið mikill dýravinur og finnst ömurlegt hvernig við komum oft fram við dýr,“ segir María. Útskriftarlína Maríu er vegan og í henni eru engar flíkur úr gerviefnum. „Ég lagði áherslu á að finna efni sem gætu komið í staðinn fyrir dýraafurðir í fatnaði, t.d. notaði ég korkleður í staðinn fyrir alvöru leður, bambussilki í staðinn fyrir alvöru silki og handgerðan bómullarfeld í staðinn fyrir dýrafeld.“Fatalína Maríu uppstillt í Listasafni Reykjavíkur.Það reyndist erfiðara en María átti von á að finna efni til að nota í línuna. „Skilyrðin sem ég hafði sett mér voru að efnin mættu ekki vera úr dýraafurðum og ekki úr gerviefni. Gerviefni eru afar mengandi, það tekur til dæmis í kringum 200 ár fyrir polýester að brotna niður í náttúrunni. Ég notaði korkleður sem ég keypti á netinu, það var eina náttúrulega vegan-leðrið sem ég fann. Korkur er skafinn af korktré en korkurinn endurnýjast á níu árum, þannig að framleiðslan er mjög sjálfbær.“„Ég fann svo engan feld sem var ekki úr gerviefni þannig að ég þurfti að handgera hann frá grunni, en með mikilli hjálp frá fjölskyldumeðlimum tókst það. Hann var gerður úr bómullargarni og hörstramma. Svo notaði ég lífrænt bambussilki í eina skyrtuna, sem ég keypti á netinu.“ María kveðst vera meðvituð um neysluhegðun í sínu daglega lífi. „Ég flokka eins og ég get og reyni að kaupa eins lítið af plasti og ég get. Síðan skipta litlu hlutirnir máli eins og t.d. að nota ferðamál í staðinn fyrir að nota einnota bolla og auðvitað að vera með margnota poka þegar maður fer að versla. Ég kaupi líka miklu minna af fatnaði en ég gerði áður og vanda valið vel. Eitt það mikilvægasta sem maður getur svo gert til þess að minnka vistspor sitt er að gerast grænmetisæta, eða að minnsta kosti minnka kjötát. Það þarf t.d. í kringum 20 sinnum minna landsvæði til þess að fæða einhvern á vegan mataræði en einhvern sem borðar kjöt,“ útskýrir María. „Við verðum að gera miklar breytingar á neysluhegðun okkar ef við ætlum að búa áfram á jörðinni,“ segir María sem sér fyrir sér að vinna með umhverfis- og dýravernd að leiðarljósi áfram. Tíska og hönnun Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Kossaflens á klúbbnum Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Fleiri fréttir „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Sjá meira
María Árnadóttir útskrifaðist nýverið frá fatahönnunardeild Listaháskóla Íslands. Með útskriftaverki sínu vill hún vekja athygli á dýra- og umhverfisvernd og neysluhegðun. „Mig langaði að fjalla um eitthvað sem skipti mig máli í útskriftarverkefninu og ég hef mikið verið að pæla í umhverfis- og dýravernd. Ég hef alltaf verið mikill dýravinur og finnst ömurlegt hvernig við komum oft fram við dýr,“ segir María. Útskriftarlína Maríu er vegan og í henni eru engar flíkur úr gerviefnum. „Ég lagði áherslu á að finna efni sem gætu komið í staðinn fyrir dýraafurðir í fatnaði, t.d. notaði ég korkleður í staðinn fyrir alvöru leður, bambussilki í staðinn fyrir alvöru silki og handgerðan bómullarfeld í staðinn fyrir dýrafeld.“Fatalína Maríu uppstillt í Listasafni Reykjavíkur.Það reyndist erfiðara en María átti von á að finna efni til að nota í línuna. „Skilyrðin sem ég hafði sett mér voru að efnin mættu ekki vera úr dýraafurðum og ekki úr gerviefni. Gerviefni eru afar mengandi, það tekur til dæmis í kringum 200 ár fyrir polýester að brotna niður í náttúrunni. Ég notaði korkleður sem ég keypti á netinu, það var eina náttúrulega vegan-leðrið sem ég fann. Korkur er skafinn af korktré en korkurinn endurnýjast á níu árum, þannig að framleiðslan er mjög sjálfbær.“„Ég fann svo engan feld sem var ekki úr gerviefni þannig að ég þurfti að handgera hann frá grunni, en með mikilli hjálp frá fjölskyldumeðlimum tókst það. Hann var gerður úr bómullargarni og hörstramma. Svo notaði ég lífrænt bambussilki í eina skyrtuna, sem ég keypti á netinu.“ María kveðst vera meðvituð um neysluhegðun í sínu daglega lífi. „Ég flokka eins og ég get og reyni að kaupa eins lítið af plasti og ég get. Síðan skipta litlu hlutirnir máli eins og t.d. að nota ferðamál í staðinn fyrir að nota einnota bolla og auðvitað að vera með margnota poka þegar maður fer að versla. Ég kaupi líka miklu minna af fatnaði en ég gerði áður og vanda valið vel. Eitt það mikilvægasta sem maður getur svo gert til þess að minnka vistspor sitt er að gerast grænmetisæta, eða að minnsta kosti minnka kjötát. Það þarf t.d. í kringum 20 sinnum minna landsvæði til þess að fæða einhvern á vegan mataræði en einhvern sem borðar kjöt,“ útskýrir María. „Við verðum að gera miklar breytingar á neysluhegðun okkar ef við ætlum að búa áfram á jörðinni,“ segir María sem sér fyrir sér að vinna með umhverfis- og dýravernd að leiðarljósi áfram.
Tíska og hönnun Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Kossaflens á klúbbnum Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Fleiri fréttir „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Sjá meira