Stórlækka verð eftir að þau fóru að kaupa inn í Costco Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. júní 2017 10:59 Einar Ólafsson, kaupmaður, er ánægður með komu Costco til Íslands. Vísir/Eyþór/Facebook Verslunin Einar Ólafsson á Akranesi hefur bætt heildverslun Costco í hóp þeirra sem verslunin á í viðskipti við og hafa nú þegar all margar vörutegundir stórlækkað í verði. Þetta kemur fram á Facebook síðu verslunarinnar. Þar segir jafnframt að vörutegundum sem lækka muni í verði muni koma til með að fjölga jafnt og þétt á komandi vikum. Í samtali við Vísi segir Guðni Einarsson, sonur eiganda verslunarinnar, að innkoma Costco á markaðinn hafi breytt miklu fyrir verslunina á þeim stutta tíma sem hún hefur verið opnuð. Hann tekur sem dæmi að Monster orkudrykkur frá Vífilfell hafi áður kostað í innkaupum 269 krónur með skatti. Verslunin selji hann nú út úr búð á 129 krónur. „Það er gríðarlegur verðmunur. Þetta eru ekki bara einhverjar krónur. Þetta er í fyrsta sinn sem okkur finnst við raunverulega geta keppt við aðrar verslanir.“ Þá er sjálfur eigandi verslunarinnar, Einar Ólafsson, gríðarlega ánægður og segir við Vísi að verðið sé miklu betra heldur en það sem áður hafi þekkst. „Við fögnum komu Costco. Þetta hefur breytt miklu fyrir okkur enda reynum við alltaf að fá sem besta verð þegar maður rekur verslun sama hvar það er að finna. Eðli málsins samkvæmt.“ Óhætt er að segja að Costco hafi komið líkt og stormsveipur inn í íslenskt samfélag en mikill áhugi hefur verið á opnun verslunarrisans á Íslandi og hafa þúsundir gesta heimsótt Costco í Kauptúni á fyrstu vikum opnunarinnar. Costco Tengdar fréttir Sakaðir um kúgun: „Þetta eru hrein ósannindi og grófur rógur“ Hagar eru sagðir hafa tjáð íslenskum framleiðendum að vörur þeirra yrðu ekki seldir í Bónus og Hagkaup ef þær væru seldar í Costco. Forstjóri Haga og Bónus vísa því á bug. 1. júní 2017 10:21 Krúttlegar Costco-pöddur hjartanlega velkomnar Ofurjákvæðni einkennir viðhorf Íslendinga til Costco. 31. maí 2017 12:49 Velta Costco meiri en Bónuss Fyrstu dagana eftir opnun Costco var velta verslunarinnar meiri en í öllum verslunum Bónuss, um allt land. Um er að ræða mun stærri hlutdeild á markaði en keppinautar Bónuss og Krónunnar hafa hingað til haft. 2. júní 2017 08:45 Mest lesið Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Verslunin Einar Ólafsson á Akranesi hefur bætt heildverslun Costco í hóp þeirra sem verslunin á í viðskipti við og hafa nú þegar all margar vörutegundir stórlækkað í verði. Þetta kemur fram á Facebook síðu verslunarinnar. Þar segir jafnframt að vörutegundum sem lækka muni í verði muni koma til með að fjölga jafnt og þétt á komandi vikum. Í samtali við Vísi segir Guðni Einarsson, sonur eiganda verslunarinnar, að innkoma Costco á markaðinn hafi breytt miklu fyrir verslunina á þeim stutta tíma sem hún hefur verið opnuð. Hann tekur sem dæmi að Monster orkudrykkur frá Vífilfell hafi áður kostað í innkaupum 269 krónur með skatti. Verslunin selji hann nú út úr búð á 129 krónur. „Það er gríðarlegur verðmunur. Þetta eru ekki bara einhverjar krónur. Þetta er í fyrsta sinn sem okkur finnst við raunverulega geta keppt við aðrar verslanir.“ Þá er sjálfur eigandi verslunarinnar, Einar Ólafsson, gríðarlega ánægður og segir við Vísi að verðið sé miklu betra heldur en það sem áður hafi þekkst. „Við fögnum komu Costco. Þetta hefur breytt miklu fyrir okkur enda reynum við alltaf að fá sem besta verð þegar maður rekur verslun sama hvar það er að finna. Eðli málsins samkvæmt.“ Óhætt er að segja að Costco hafi komið líkt og stormsveipur inn í íslenskt samfélag en mikill áhugi hefur verið á opnun verslunarrisans á Íslandi og hafa þúsundir gesta heimsótt Costco í Kauptúni á fyrstu vikum opnunarinnar.
Costco Tengdar fréttir Sakaðir um kúgun: „Þetta eru hrein ósannindi og grófur rógur“ Hagar eru sagðir hafa tjáð íslenskum framleiðendum að vörur þeirra yrðu ekki seldir í Bónus og Hagkaup ef þær væru seldar í Costco. Forstjóri Haga og Bónus vísa því á bug. 1. júní 2017 10:21 Krúttlegar Costco-pöddur hjartanlega velkomnar Ofurjákvæðni einkennir viðhorf Íslendinga til Costco. 31. maí 2017 12:49 Velta Costco meiri en Bónuss Fyrstu dagana eftir opnun Costco var velta verslunarinnar meiri en í öllum verslunum Bónuss, um allt land. Um er að ræða mun stærri hlutdeild á markaði en keppinautar Bónuss og Krónunnar hafa hingað til haft. 2. júní 2017 08:45 Mest lesið Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Sakaðir um kúgun: „Þetta eru hrein ósannindi og grófur rógur“ Hagar eru sagðir hafa tjáð íslenskum framleiðendum að vörur þeirra yrðu ekki seldir í Bónus og Hagkaup ef þær væru seldar í Costco. Forstjóri Haga og Bónus vísa því á bug. 1. júní 2017 10:21
Krúttlegar Costco-pöddur hjartanlega velkomnar Ofurjákvæðni einkennir viðhorf Íslendinga til Costco. 31. maí 2017 12:49
Velta Costco meiri en Bónuss Fyrstu dagana eftir opnun Costco var velta verslunarinnar meiri en í öllum verslunum Bónuss, um allt land. Um er að ræða mun stærri hlutdeild á markaði en keppinautar Bónuss og Krónunnar hafa hingað til haft. 2. júní 2017 08:45
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent