Fótbolti

Sjö mörk í síðustu fimm leikjum hjá Matthíasi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Matthías er óstöðvandi þessa dagana.
Matthías er óstöðvandi þessa dagana. vísir/getty
Matthías Vilhjálmsson skoraði og lagði upp mark í 3-1 sigri Rosenborg á Strömsgodset í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Matthías hefur verið sjóðheitur að undanförnu og skorað sjö mörk í síðustu fimm leikjum í deild og bikar.

Matthías hefur alls skorað þrjú mörk og gefið tvær stoðsendingar í norsku deildinni á tímabilinu. Rosenborg situr á toppi deildarinnar með eins stigs forskot á Sarpsborg.

Björn Bergmann Sigurðarson lék allan leikinn í framlínu Molde sem laut í lægra haldi fyrir Sarpsborg, 1-0, á útivelli. Óttar Magnús Karlsson sat allan tímann á bekknum hjá Molde sem er í 7. sæti deildarinnar.

Adam Örn Arnarson, Daníel Leó Grétarsson og Aron Elís Þrándarson voru allir í byrjunarliði Aalesund sem tapaði 0-1 fyrir Haugesund á heimavelli. Aalesund er í 5. sæti deildarinnar.

Kristinn Jónsson var í byrjunarliði Sogndal sem vann dramatískan 3-2 sigur á Sandefjord. Sigurmark Sogndal kom þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

Ingvar Jónsson stóð í marki Sandefjord sem er í 12. sæti deildarinnar. Sogndal er í því níunda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×