Segir Donald Trump trúa á loftslagsbreytingar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. júní 2017 20:45 Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. vísir/afp Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur trú á því að loftslagið sé að breytast, að hluta til vegna mengunar, að sögn Nikki Haley, fastafulltrúa Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í viðtali við Haley á sjónvarpstöðinni CNN sem sýnt verður á morgun. Þar reynir hún að skýra sjónarmið forseta Bandaríkjanna varðandi loftslagsbreytingar. Hann ákvað sem kunnugt er að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu um loftslagsmál í vikunni. „Trump forseti trúir því að loftslagið sé að breytast og hann telur að mengun sé hluti af þeirri jöfnu. Það er staðreynd, þar stöndum við,“ sagði Haley. Mikill meirihluti vísindamanna á svið loftslagsmála telur að mengun af mannavöldum sé aðaldrifkraturinn á bak við hlýnun jarðar. „Hann veit að það [loftslagið] er að breytast og hann veit að Bandaríkin þurfa að axla ábyrgð. Það er það sem við munum gera. Það að við gengum út úr klúbbnum þýðir ekki að okkur sé sama um umhverfið,“ sagði Haley. Áður en Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna hafði hann oft sagt að hlýnun jarðar væri gabb. Árið 2012 sagði hann einnig að hlýnun jarðar væri hugmynd sem Kínverjar hefðu skapað til þess að skaða samkeppnisstöðu Bandaríkjanna. Haley var einnig spurð um ástæður þess að Bandaríkin ákvaðu að draga sig úr Parísarsamkomulaginu en samkvæmt samkomulaginu skuldbinda Bandaríkin sig meðal annars til þess að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda um 26 til 28 prósent af því sem útblásturinn var árið 2005 fyrir árið 2025.„Heimurinn vildi segja okkur hvernig við ættum að gera þetta og við erum að segja að við munum gera þetta, bara á okkar forsendum,“ sagði Haley. Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Frakkar leiðrétta myndband Hvíta hússins um Parísarsamkomulagið Yfirvöld í Frakklandi hafa leiðrétt myndband sem gefið var út af Hvíta húsinu þar sem farið var yfir af hverju Parísarsamkomulagið um loftslagsmál væri slæmt fyrir Bandaríkin. 3. júní 2017 17:22 Svona bregðast bandarísku stórfyrirtækin við ákvörðun Trump Fjölmörg bandarísk stórfyrirtæki hafa lýst yfir andstöðu við ákvörðun Donald Trump að draga Bandaríkin út úr Parísarsamningnum um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. 2. júní 2017 12:12 Þrýsta þurfi á Bandaríkjastjórn Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður VG, segir ákvörðun Bandaríkjaforseta dapurlega. 2. júní 2017 18:43 Umhverfisráðherra um ákvörðun Trump: „Við höldum ótrauð áfram“ Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, segir ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, um að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu mikil vonbrigði. Hún segir þó nú enn brýnna en áður að aðrar þjóðir taki höndum saman og haldi ótrauðar áfram í baráttunni gegn gróðurhúsaáhrifum. 1. júní 2017 21:27 Segir að bandarískar borgir muni hreinsa upp eftir Trump í loftslagsmálum Bandaríkin muni mæta þeim markmiðum sem Parísar samkomulagið um loftslagsmál mælir um fyrir, þrátt fyrir að forseti Bandaríkjanna hafi dregið ríkið út úr samkomulaginu að mati fyrrverandi borgarstjóra New York. 3. júní 2017 17:58 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur trú á því að loftslagið sé að breytast, að hluta til vegna mengunar, að sögn Nikki Haley, fastafulltrúa Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í viðtali við Haley á sjónvarpstöðinni CNN sem sýnt verður á morgun. Þar reynir hún að skýra sjónarmið forseta Bandaríkjanna varðandi loftslagsbreytingar. Hann ákvað sem kunnugt er að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu um loftslagsmál í vikunni. „Trump forseti trúir því að loftslagið sé að breytast og hann telur að mengun sé hluti af þeirri jöfnu. Það er staðreynd, þar stöndum við,“ sagði Haley. Mikill meirihluti vísindamanna á svið loftslagsmála telur að mengun af mannavöldum sé aðaldrifkraturinn á bak við hlýnun jarðar. „Hann veit að það [loftslagið] er að breytast og hann veit að Bandaríkin þurfa að axla ábyrgð. Það er það sem við munum gera. Það að við gengum út úr klúbbnum þýðir ekki að okkur sé sama um umhverfið,“ sagði Haley. Áður en Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna hafði hann oft sagt að hlýnun jarðar væri gabb. Árið 2012 sagði hann einnig að hlýnun jarðar væri hugmynd sem Kínverjar hefðu skapað til þess að skaða samkeppnisstöðu Bandaríkjanna. Haley var einnig spurð um ástæður þess að Bandaríkin ákvaðu að draga sig úr Parísarsamkomulaginu en samkvæmt samkomulaginu skuldbinda Bandaríkin sig meðal annars til þess að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda um 26 til 28 prósent af því sem útblásturinn var árið 2005 fyrir árið 2025.„Heimurinn vildi segja okkur hvernig við ættum að gera þetta og við erum að segja að við munum gera þetta, bara á okkar forsendum,“ sagði Haley.
Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Frakkar leiðrétta myndband Hvíta hússins um Parísarsamkomulagið Yfirvöld í Frakklandi hafa leiðrétt myndband sem gefið var út af Hvíta húsinu þar sem farið var yfir af hverju Parísarsamkomulagið um loftslagsmál væri slæmt fyrir Bandaríkin. 3. júní 2017 17:22 Svona bregðast bandarísku stórfyrirtækin við ákvörðun Trump Fjölmörg bandarísk stórfyrirtæki hafa lýst yfir andstöðu við ákvörðun Donald Trump að draga Bandaríkin út úr Parísarsamningnum um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. 2. júní 2017 12:12 Þrýsta þurfi á Bandaríkjastjórn Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður VG, segir ákvörðun Bandaríkjaforseta dapurlega. 2. júní 2017 18:43 Umhverfisráðherra um ákvörðun Trump: „Við höldum ótrauð áfram“ Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, segir ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, um að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu mikil vonbrigði. Hún segir þó nú enn brýnna en áður að aðrar þjóðir taki höndum saman og haldi ótrauðar áfram í baráttunni gegn gróðurhúsaáhrifum. 1. júní 2017 21:27 Segir að bandarískar borgir muni hreinsa upp eftir Trump í loftslagsmálum Bandaríkin muni mæta þeim markmiðum sem Parísar samkomulagið um loftslagsmál mælir um fyrir, þrátt fyrir að forseti Bandaríkjanna hafi dregið ríkið út úr samkomulaginu að mati fyrrverandi borgarstjóra New York. 3. júní 2017 17:58 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Sjá meira
Frakkar leiðrétta myndband Hvíta hússins um Parísarsamkomulagið Yfirvöld í Frakklandi hafa leiðrétt myndband sem gefið var út af Hvíta húsinu þar sem farið var yfir af hverju Parísarsamkomulagið um loftslagsmál væri slæmt fyrir Bandaríkin. 3. júní 2017 17:22
Svona bregðast bandarísku stórfyrirtækin við ákvörðun Trump Fjölmörg bandarísk stórfyrirtæki hafa lýst yfir andstöðu við ákvörðun Donald Trump að draga Bandaríkin út úr Parísarsamningnum um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. 2. júní 2017 12:12
Þrýsta þurfi á Bandaríkjastjórn Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður VG, segir ákvörðun Bandaríkjaforseta dapurlega. 2. júní 2017 18:43
Umhverfisráðherra um ákvörðun Trump: „Við höldum ótrauð áfram“ Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, segir ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, um að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu mikil vonbrigði. Hún segir þó nú enn brýnna en áður að aðrar þjóðir taki höndum saman og haldi ótrauðar áfram í baráttunni gegn gróðurhúsaáhrifum. 1. júní 2017 21:27
Segir að bandarískar borgir muni hreinsa upp eftir Trump í loftslagsmálum Bandaríkin muni mæta þeim markmiðum sem Parísar samkomulagið um loftslagsmál mælir um fyrir, þrátt fyrir að forseti Bandaríkjanna hafi dregið ríkið út úr samkomulaginu að mati fyrrverandi borgarstjóra New York. 3. júní 2017 17:58