Segir Donald Trump trúa á loftslagsbreytingar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. júní 2017 20:45 Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. vísir/afp Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur trú á því að loftslagið sé að breytast, að hluta til vegna mengunar, að sögn Nikki Haley, fastafulltrúa Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í viðtali við Haley á sjónvarpstöðinni CNN sem sýnt verður á morgun. Þar reynir hún að skýra sjónarmið forseta Bandaríkjanna varðandi loftslagsbreytingar. Hann ákvað sem kunnugt er að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu um loftslagsmál í vikunni. „Trump forseti trúir því að loftslagið sé að breytast og hann telur að mengun sé hluti af þeirri jöfnu. Það er staðreynd, þar stöndum við,“ sagði Haley. Mikill meirihluti vísindamanna á svið loftslagsmála telur að mengun af mannavöldum sé aðaldrifkraturinn á bak við hlýnun jarðar. „Hann veit að það [loftslagið] er að breytast og hann veit að Bandaríkin þurfa að axla ábyrgð. Það er það sem við munum gera. Það að við gengum út úr klúbbnum þýðir ekki að okkur sé sama um umhverfið,“ sagði Haley. Áður en Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna hafði hann oft sagt að hlýnun jarðar væri gabb. Árið 2012 sagði hann einnig að hlýnun jarðar væri hugmynd sem Kínverjar hefðu skapað til þess að skaða samkeppnisstöðu Bandaríkjanna. Haley var einnig spurð um ástæður þess að Bandaríkin ákvaðu að draga sig úr Parísarsamkomulaginu en samkvæmt samkomulaginu skuldbinda Bandaríkin sig meðal annars til þess að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda um 26 til 28 prósent af því sem útblásturinn var árið 2005 fyrir árið 2025.„Heimurinn vildi segja okkur hvernig við ættum að gera þetta og við erum að segja að við munum gera þetta, bara á okkar forsendum,“ sagði Haley. Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Frakkar leiðrétta myndband Hvíta hússins um Parísarsamkomulagið Yfirvöld í Frakklandi hafa leiðrétt myndband sem gefið var út af Hvíta húsinu þar sem farið var yfir af hverju Parísarsamkomulagið um loftslagsmál væri slæmt fyrir Bandaríkin. 3. júní 2017 17:22 Svona bregðast bandarísku stórfyrirtækin við ákvörðun Trump Fjölmörg bandarísk stórfyrirtæki hafa lýst yfir andstöðu við ákvörðun Donald Trump að draga Bandaríkin út úr Parísarsamningnum um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. 2. júní 2017 12:12 Þrýsta þurfi á Bandaríkjastjórn Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður VG, segir ákvörðun Bandaríkjaforseta dapurlega. 2. júní 2017 18:43 Umhverfisráðherra um ákvörðun Trump: „Við höldum ótrauð áfram“ Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, segir ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, um að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu mikil vonbrigði. Hún segir þó nú enn brýnna en áður að aðrar þjóðir taki höndum saman og haldi ótrauðar áfram í baráttunni gegn gróðurhúsaáhrifum. 1. júní 2017 21:27 Segir að bandarískar borgir muni hreinsa upp eftir Trump í loftslagsmálum Bandaríkin muni mæta þeim markmiðum sem Parísar samkomulagið um loftslagsmál mælir um fyrir, þrátt fyrir að forseti Bandaríkjanna hafi dregið ríkið út úr samkomulaginu að mati fyrrverandi borgarstjóra New York. 3. júní 2017 17:58 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur trú á því að loftslagið sé að breytast, að hluta til vegna mengunar, að sögn Nikki Haley, fastafulltrúa Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í viðtali við Haley á sjónvarpstöðinni CNN sem sýnt verður á morgun. Þar reynir hún að skýra sjónarmið forseta Bandaríkjanna varðandi loftslagsbreytingar. Hann ákvað sem kunnugt er að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu um loftslagsmál í vikunni. „Trump forseti trúir því að loftslagið sé að breytast og hann telur að mengun sé hluti af þeirri jöfnu. Það er staðreynd, þar stöndum við,“ sagði Haley. Mikill meirihluti vísindamanna á svið loftslagsmála telur að mengun af mannavöldum sé aðaldrifkraturinn á bak við hlýnun jarðar. „Hann veit að það [loftslagið] er að breytast og hann veit að Bandaríkin þurfa að axla ábyrgð. Það er það sem við munum gera. Það að við gengum út úr klúbbnum þýðir ekki að okkur sé sama um umhverfið,“ sagði Haley. Áður en Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna hafði hann oft sagt að hlýnun jarðar væri gabb. Árið 2012 sagði hann einnig að hlýnun jarðar væri hugmynd sem Kínverjar hefðu skapað til þess að skaða samkeppnisstöðu Bandaríkjanna. Haley var einnig spurð um ástæður þess að Bandaríkin ákvaðu að draga sig úr Parísarsamkomulaginu en samkvæmt samkomulaginu skuldbinda Bandaríkin sig meðal annars til þess að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda um 26 til 28 prósent af því sem útblásturinn var árið 2005 fyrir árið 2025.„Heimurinn vildi segja okkur hvernig við ættum að gera þetta og við erum að segja að við munum gera þetta, bara á okkar forsendum,“ sagði Haley.
Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Frakkar leiðrétta myndband Hvíta hússins um Parísarsamkomulagið Yfirvöld í Frakklandi hafa leiðrétt myndband sem gefið var út af Hvíta húsinu þar sem farið var yfir af hverju Parísarsamkomulagið um loftslagsmál væri slæmt fyrir Bandaríkin. 3. júní 2017 17:22 Svona bregðast bandarísku stórfyrirtækin við ákvörðun Trump Fjölmörg bandarísk stórfyrirtæki hafa lýst yfir andstöðu við ákvörðun Donald Trump að draga Bandaríkin út úr Parísarsamningnum um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. 2. júní 2017 12:12 Þrýsta þurfi á Bandaríkjastjórn Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður VG, segir ákvörðun Bandaríkjaforseta dapurlega. 2. júní 2017 18:43 Umhverfisráðherra um ákvörðun Trump: „Við höldum ótrauð áfram“ Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, segir ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, um að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu mikil vonbrigði. Hún segir þó nú enn brýnna en áður að aðrar þjóðir taki höndum saman og haldi ótrauðar áfram í baráttunni gegn gróðurhúsaáhrifum. 1. júní 2017 21:27 Segir að bandarískar borgir muni hreinsa upp eftir Trump í loftslagsmálum Bandaríkin muni mæta þeim markmiðum sem Parísar samkomulagið um loftslagsmál mælir um fyrir, þrátt fyrir að forseti Bandaríkjanna hafi dregið ríkið út úr samkomulaginu að mati fyrrverandi borgarstjóra New York. 3. júní 2017 17:58 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Frakkar leiðrétta myndband Hvíta hússins um Parísarsamkomulagið Yfirvöld í Frakklandi hafa leiðrétt myndband sem gefið var út af Hvíta húsinu þar sem farið var yfir af hverju Parísarsamkomulagið um loftslagsmál væri slæmt fyrir Bandaríkin. 3. júní 2017 17:22
Svona bregðast bandarísku stórfyrirtækin við ákvörðun Trump Fjölmörg bandarísk stórfyrirtæki hafa lýst yfir andstöðu við ákvörðun Donald Trump að draga Bandaríkin út úr Parísarsamningnum um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. 2. júní 2017 12:12
Þrýsta þurfi á Bandaríkjastjórn Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður VG, segir ákvörðun Bandaríkjaforseta dapurlega. 2. júní 2017 18:43
Umhverfisráðherra um ákvörðun Trump: „Við höldum ótrauð áfram“ Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, segir ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, um að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu mikil vonbrigði. Hún segir þó nú enn brýnna en áður að aðrar þjóðir taki höndum saman og haldi ótrauðar áfram í baráttunni gegn gróðurhúsaáhrifum. 1. júní 2017 21:27
Segir að bandarískar borgir muni hreinsa upp eftir Trump í loftslagsmálum Bandaríkin muni mæta þeim markmiðum sem Parísar samkomulagið um loftslagsmál mælir um fyrir, þrátt fyrir að forseti Bandaríkjanna hafi dregið ríkið út úr samkomulaginu að mati fyrrverandi borgarstjóra New York. 3. júní 2017 17:58