Telur að krónan muni áfram styrkjast á næstu mánuðum Atli Ísleifsson og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 3. júní 2017 14:44 Krónan hefur styrkst nokkuð rösklega það sem af er ári. vísir/valli Greiningardeild Arion banka telur að krónan muni styrkjast á næstu mánuðum en veiking er þó talin líklegri til lengri tíma litið. Íslenska krónan er í hæstu hæðum og hefur nafngengi hennar líklega aldrei styrkst jafn mikið á tólf mánaða tímabili. Í júní í fyrra var gengi hennar gagnvart Bandaríkjadal til dæmis 125 en í dag er það um 98. Nemur lækkunin um 22 prósentum. Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur hjá greiningardeild Arion banka, segir að krónan sé líklega ekki að fara veikjast á næstunni og telur að hún geti hæglega styrkst enn meira. Til lengdar ráði hagkerfið þó líklega ekki við núverandi raungengi. „Við segjum í okkar nýjustu greiningu að við búumst við lítilli styrkingu sem mun verða á næstu mánuðum. Nú þegar hefur krónan styrkst um tvö prósent síðan við gáfum þessa greiningu út þannig að kannski er hún búin að styrkjast jafn mikið og hún getur nú þegar. Það er ómögulegt að segja og það fer svolítið eftir hvernig væntingarnar eru,“ segir Konráð. Þrátt fyrir að veiking sé ekki í kortunum á næstunni segir Konráð að líkurnar á því að krónan verði veikari eftir fimm ár séu meiri en líkurnar á því að hún verði sterkari. Hann segir að aðlögun gengisins geti, og hafa oft verið, sársaukafull og til þess að svo verði ekki sé aðalatriðið að það styrkist ekki of mikið og ekki of hratt. „Það er ekki að sjá neina veikingu í kortunum í ár, en þetta getur verið fljótt að breytast, til dæmis ef væntingar breytast, og segjum sem svo að lífeyrissjóðirnir fari að færa sig út í auknum mæli og menn sjá verri horfur í hagkerfinu eða það hægi á eða ferðamönnum taki að fækka. Ef menn sjá teikn um eitthvað svoleiðis þá gætum við séð að það birtist í gengi krónunnar nokkuð hratt, og þaðmeð einhverri veikingu. Það eru kannski ekki miklar líkur á að við sjáum veikingu á við árið 2008, en það gæti gefið eitthvað eftir ef horfur versna, en tilfellið er að við sjáum ekki neitt í kortunum um að það sé að fara gerast,“ segir Konráð. Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira
Greiningardeild Arion banka telur að krónan muni styrkjast á næstu mánuðum en veiking er þó talin líklegri til lengri tíma litið. Íslenska krónan er í hæstu hæðum og hefur nafngengi hennar líklega aldrei styrkst jafn mikið á tólf mánaða tímabili. Í júní í fyrra var gengi hennar gagnvart Bandaríkjadal til dæmis 125 en í dag er það um 98. Nemur lækkunin um 22 prósentum. Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur hjá greiningardeild Arion banka, segir að krónan sé líklega ekki að fara veikjast á næstunni og telur að hún geti hæglega styrkst enn meira. Til lengdar ráði hagkerfið þó líklega ekki við núverandi raungengi. „Við segjum í okkar nýjustu greiningu að við búumst við lítilli styrkingu sem mun verða á næstu mánuðum. Nú þegar hefur krónan styrkst um tvö prósent síðan við gáfum þessa greiningu út þannig að kannski er hún búin að styrkjast jafn mikið og hún getur nú þegar. Það er ómögulegt að segja og það fer svolítið eftir hvernig væntingarnar eru,“ segir Konráð. Þrátt fyrir að veiking sé ekki í kortunum á næstunni segir Konráð að líkurnar á því að krónan verði veikari eftir fimm ár séu meiri en líkurnar á því að hún verði sterkari. Hann segir að aðlögun gengisins geti, og hafa oft verið, sársaukafull og til þess að svo verði ekki sé aðalatriðið að það styrkist ekki of mikið og ekki of hratt. „Það er ekki að sjá neina veikingu í kortunum í ár, en þetta getur verið fljótt að breytast, til dæmis ef væntingar breytast, og segjum sem svo að lífeyrissjóðirnir fari að færa sig út í auknum mæli og menn sjá verri horfur í hagkerfinu eða það hægi á eða ferðamönnum taki að fækka. Ef menn sjá teikn um eitthvað svoleiðis þá gætum við séð að það birtist í gengi krónunnar nokkuð hratt, og þaðmeð einhverri veikingu. Það eru kannski ekki miklar líkur á að við sjáum veikingu á við árið 2008, en það gæti gefið eitthvað eftir ef horfur versna, en tilfellið er að við sjáum ekki neitt í kortunum um að það sé að fara gerast,“ segir Konráð.
Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira