Vilja veita ungu fólki aukalán fyrir fyrstu íbúðarkaupunum Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. júní 2017 07:00 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra undirrita samninginn um lóðirnar. Þorsteinn Víglundsson velferðarráðherra fylgist spenntur með því sem fram fer. vísir/anton brink Áætlað er að hægt verði að byggja tvö þúsund íbúðir á lóðum innan borgarmarkanna sem ríkið á í dag en Reykjavíkurborg mun eignast. Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri undirrituðu í gær viljayfirlýsingu um að vinna sameiginlega að þróun og skipulagningu lóðanna. Á sex lóðum vestan Kringlumýrarbrautar verður hægt að byggja 1.100 íbúðir auk þess sem 900 íbúðir verða byggðar í landi Keldna. Benedikt tilkynnti einnig að viðræður stæðu yfir við Kópavogsbæ um ríkislóðir. Þar er um að ræða lóð á Vatnsendahæð, en ekki liggur fyrir hversu margar íbúðir væri hægt að skipuleggja á þeirri lóð. Þróun og skipulag lóðanna er ein af fjórtán aðgerðum húsnæðissáttmála sem kynntur var í gær til að mæta eftirspurn á fasteignamarkaði. Þorsteinn Víglundsson velferðarráðherra segir að samkomulagið við Reykjavíkurborg sé ein af þremur mikilvægustu tillögunum. Þessar tvö þúsund íbúðir eru þó einungis lítill hluti af því sem þarf að byggja þar sem þörf er á níu þúsund íbúðum á næstu þremur árum til að mæta eftirspurn. Í annan stað sé mjög mikilvægt að einfalda skipulagslöggjöf og ferla. „Það er alveg ljóst í gegnum þessi þéttingarverkefni sem mikil áhersla er lögð á hjá öllum sveitarfélögum að skipulagsferillinn tekur of langan tíma og verður allt of kostnaðarsamur,“ segir Þorsteinn. Þetta geri öll viðbrögð við skyndilegum eftirspurnarbreytingum mun seinlegri. „Það er allt of mikið að þurfa að mæla skipulagsferilinn í árum. Þarna þarf að leita leiða til að hraða honum verulega án þess að þar sé fórnað gæðum eða meginviðmiðum í góðu skipulagi,“ bætir hann við. Þá segir Þorsteinn mjög mikilvægt að horfa til þess hvernig hægt er að styðja ungt fólk til þess að stíga sín fyrstu skref í íbúðakaupum. „Við erum að sjá það mjög skýrt að það er stór hópur sem hefur ágæta greiðslugetu en virðist eiga mjög erfitt með að ráða við útborgun í fyrstu kaupum. Þar höfum við nú þegar úrræði sem er nýting séreignarsparnaðar til fyrstu kaupa en við erum líka að horfa til fjölbreyttari fjármögnunarmöguleika,“ segir Þorsteinn. Þar sé horft til reynslu Norðmanna af svokölluðum startlánum, þar sem ungt fólk fær viðbótarlán frá ríkinu. „Ég vona að við munum nota þetta ár til að móta þessar aðgerðir. Það þarf að vanda til, sér í lagi vegna þess að við viljum ekki endurtaka mistök fyrri ára og örva eftirspurn á svona þenslupunkti,“ segir Þorsteinn. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Sjá meira
Áætlað er að hægt verði að byggja tvö þúsund íbúðir á lóðum innan borgarmarkanna sem ríkið á í dag en Reykjavíkurborg mun eignast. Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri undirrituðu í gær viljayfirlýsingu um að vinna sameiginlega að þróun og skipulagningu lóðanna. Á sex lóðum vestan Kringlumýrarbrautar verður hægt að byggja 1.100 íbúðir auk þess sem 900 íbúðir verða byggðar í landi Keldna. Benedikt tilkynnti einnig að viðræður stæðu yfir við Kópavogsbæ um ríkislóðir. Þar er um að ræða lóð á Vatnsendahæð, en ekki liggur fyrir hversu margar íbúðir væri hægt að skipuleggja á þeirri lóð. Þróun og skipulag lóðanna er ein af fjórtán aðgerðum húsnæðissáttmála sem kynntur var í gær til að mæta eftirspurn á fasteignamarkaði. Þorsteinn Víglundsson velferðarráðherra segir að samkomulagið við Reykjavíkurborg sé ein af þremur mikilvægustu tillögunum. Þessar tvö þúsund íbúðir eru þó einungis lítill hluti af því sem þarf að byggja þar sem þörf er á níu þúsund íbúðum á næstu þremur árum til að mæta eftirspurn. Í annan stað sé mjög mikilvægt að einfalda skipulagslöggjöf og ferla. „Það er alveg ljóst í gegnum þessi þéttingarverkefni sem mikil áhersla er lögð á hjá öllum sveitarfélögum að skipulagsferillinn tekur of langan tíma og verður allt of kostnaðarsamur,“ segir Þorsteinn. Þetta geri öll viðbrögð við skyndilegum eftirspurnarbreytingum mun seinlegri. „Það er allt of mikið að þurfa að mæla skipulagsferilinn í árum. Þarna þarf að leita leiða til að hraða honum verulega án þess að þar sé fórnað gæðum eða meginviðmiðum í góðu skipulagi,“ bætir hann við. Þá segir Þorsteinn mjög mikilvægt að horfa til þess hvernig hægt er að styðja ungt fólk til þess að stíga sín fyrstu skref í íbúðakaupum. „Við erum að sjá það mjög skýrt að það er stór hópur sem hefur ágæta greiðslugetu en virðist eiga mjög erfitt með að ráða við útborgun í fyrstu kaupum. Þar höfum við nú þegar úrræði sem er nýting séreignarsparnaðar til fyrstu kaupa en við erum líka að horfa til fjölbreyttari fjármögnunarmöguleika,“ segir Þorsteinn. Þar sé horft til reynslu Norðmanna af svokölluðum startlánum, þar sem ungt fólk fær viðbótarlán frá ríkinu. „Ég vona að við munum nota þetta ár til að móta þessar aðgerðir. Það þarf að vanda til, sér í lagi vegna þess að við viljum ekki endurtaka mistök fyrri ára og örva eftirspurn á svona þenslupunkti,“ segir Þorsteinn.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent