Innlent

Harpa græn í mótmælaskyni

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Harpa verður böðuð grænum lit í dag.
Harpa verður böðuð grænum lit í dag. vísir/eyþór
Tónlistarhúsið Harpa verður lýst upp í grænum lit til þess að mótmæla áformum Donalds Trump um að draga Bandaríkin úr Parísarsáttmálanum. Byggingar víða um heim hafa verið lýstar upp í grænu í mótmælaskyni.

Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hafa sent frá sér sameiginlega tilkynningu þar sem þau segjast harma ákvörðun Bandaríkjaforseta.

Þá sammældust þau um að Harpa yrði græn, annars vegar til þess að mótmæla áform Trump og hins vegar til þess að undirstrika að hér á landi verði ekki slegið slöku við að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×