Þrýsta þurfi á Bandaríkjastjórn Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. júní 2017 18:43 Ari Trausti Guðmundsson. vísir/anton brink Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður VG, segir ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta dapra og kallar eftir viðbrögðum frá íslenskum stjórnvöldum. Þrýstingur á Bandaríkjastjórn gæti leitt til endurskoðunar. „Við eigum auðvitað að senda skýr skilaboð. Bæði íslenska ríkisstjórnin, íslenskir stjórnmálaflokkar og önnur samtök – samtök áhugafólks. Þau eiga að senda frá sér skýr skilaboð, það þarf að þrýsta á Bandaríkjastjórn að endurskoða þessar ákvarðanir og þó að menn hafi ákveðinn frest til að segja sig frá samkomulaginu þá eru þessar ákvarðanir Trump þess eðlis að þær fara að hafa áhrif strax á morgun,“ segir Ari Trausti í Reykjavík síðdegis. „Þó það sé í sjálfu sér ekki búið að loka samkomulaginu hvað Bandaríkin snertir þá gætu þau í sjálfu sér mildað þetta ef það kemur mikill þrýstingur innan frá í Bandaríkjunum,“ bætir Ari við. Þjóðarleiðtogar hafa í dag ítrekað stuðning sinn við sáttmálann en jafnframt lýst áhyggjum vegna ákvörðunarinnar. Þá eru umhverfisverndarsamtök sömuleiðis uggandi yfir ákvörðuninni. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, hefur tilkynnt um aukið samstarf Kína og ESB í loftslagsmálum og Narenda Modi, forsætisráðherra Indlands, hefur lýst yfir eindregnum stuðningi við sáttmálann. Slíkt hið sama hafa leiðtogar Frakklands, Bretlands, Þýska. lands og Rússlands gert. Þá hafa Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lýst því yfir að þau harmi ákvörðunina. Þau ákváðu í dag að tónlistarhúsið Harpa yrði böðuð grænum lit til að mótmæla gjörningi forsetans, og á sama tíma undirstrika mikilvægi þess að hér á landi verði ekki slegið slöku við að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Byggingar víða um heim hafa verið lýstar upp í grænum lit í mótmælaskyni. Tengdar fréttir Halda ótrauð áfram án Donalds Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að landið segi sig frá Parísarsamkomulaginu. Ber fyrir sig efnahagslegar byrðar. Evrópa og Kína undirbúa sameiginlega yfirlýsingu. 2. júní 2017 07:00 Svona bregðast bandarísku stórfyrirtækin við ákvörðun Trump Fjölmörg bandarísk stórfyrirtæki hafa lýst yfir andstöðu við ákvörðun Donald Trump að draga Bandaríkin út úr Parísarsamningnum um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. 2. júní 2017 12:12 Tusk: ESB og Kínverjar efla samstarf sitt á sviði loftslagsmála frá deginum í dag Donald Tusk segir að Bandaríkjastjórn hafi gert "mikil mistök“ með því að draga sig úr Parísarsamningnum. 2. júní 2017 14:09 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður VG, segir ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta dapra og kallar eftir viðbrögðum frá íslenskum stjórnvöldum. Þrýstingur á Bandaríkjastjórn gæti leitt til endurskoðunar. „Við eigum auðvitað að senda skýr skilaboð. Bæði íslenska ríkisstjórnin, íslenskir stjórnmálaflokkar og önnur samtök – samtök áhugafólks. Þau eiga að senda frá sér skýr skilaboð, það þarf að þrýsta á Bandaríkjastjórn að endurskoða þessar ákvarðanir og þó að menn hafi ákveðinn frest til að segja sig frá samkomulaginu þá eru þessar ákvarðanir Trump þess eðlis að þær fara að hafa áhrif strax á morgun,“ segir Ari Trausti í Reykjavík síðdegis. „Þó það sé í sjálfu sér ekki búið að loka samkomulaginu hvað Bandaríkin snertir þá gætu þau í sjálfu sér mildað þetta ef það kemur mikill þrýstingur innan frá í Bandaríkjunum,“ bætir Ari við. Þjóðarleiðtogar hafa í dag ítrekað stuðning sinn við sáttmálann en jafnframt lýst áhyggjum vegna ákvörðunarinnar. Þá eru umhverfisverndarsamtök sömuleiðis uggandi yfir ákvörðuninni. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, hefur tilkynnt um aukið samstarf Kína og ESB í loftslagsmálum og Narenda Modi, forsætisráðherra Indlands, hefur lýst yfir eindregnum stuðningi við sáttmálann. Slíkt hið sama hafa leiðtogar Frakklands, Bretlands, Þýska. lands og Rússlands gert. Þá hafa Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lýst því yfir að þau harmi ákvörðunina. Þau ákváðu í dag að tónlistarhúsið Harpa yrði böðuð grænum lit til að mótmæla gjörningi forsetans, og á sama tíma undirstrika mikilvægi þess að hér á landi verði ekki slegið slöku við að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Byggingar víða um heim hafa verið lýstar upp í grænum lit í mótmælaskyni.
Tengdar fréttir Halda ótrauð áfram án Donalds Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að landið segi sig frá Parísarsamkomulaginu. Ber fyrir sig efnahagslegar byrðar. Evrópa og Kína undirbúa sameiginlega yfirlýsingu. 2. júní 2017 07:00 Svona bregðast bandarísku stórfyrirtækin við ákvörðun Trump Fjölmörg bandarísk stórfyrirtæki hafa lýst yfir andstöðu við ákvörðun Donald Trump að draga Bandaríkin út úr Parísarsamningnum um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. 2. júní 2017 12:12 Tusk: ESB og Kínverjar efla samstarf sitt á sviði loftslagsmála frá deginum í dag Donald Tusk segir að Bandaríkjastjórn hafi gert "mikil mistök“ með því að draga sig úr Parísarsamningnum. 2. júní 2017 14:09 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
Halda ótrauð áfram án Donalds Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að landið segi sig frá Parísarsamkomulaginu. Ber fyrir sig efnahagslegar byrðar. Evrópa og Kína undirbúa sameiginlega yfirlýsingu. 2. júní 2017 07:00
Svona bregðast bandarísku stórfyrirtækin við ákvörðun Trump Fjölmörg bandarísk stórfyrirtæki hafa lýst yfir andstöðu við ákvörðun Donald Trump að draga Bandaríkin út úr Parísarsamningnum um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. 2. júní 2017 12:12
Tusk: ESB og Kínverjar efla samstarf sitt á sviði loftslagsmála frá deginum í dag Donald Tusk segir að Bandaríkjastjórn hafi gert "mikil mistök“ með því að draga sig úr Parísarsamningnum. 2. júní 2017 14:09