Hagar hrynja í Kauphöllinni Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. júní 2017 12:45 VÍSIR/ANTON BRINK Gengi hlutabréfa í Högum hefur hríðfallið í Kauphöllinni í dag. Bréfin hafa lækkað um 5,2% það sem af er degi í 492 milljóna króna viðskiptum. Gengi bréfanna er nú 49 en um vika er síðan það var 55,2. Það er rauður dagur í Kauphöllinni í dag og hefur úrvalsvísitalan lækkað um 1,58% í morgun. Skeljungur, Marel og Icelandair hafa öll lækkað um rúmlega 2% í dag og þorri félaga hefur lækkað í kringum 1%. Bréf í Össuri eru þau einu sem hafa hækkað í dag, alls um 4,44% í 10 milljón króna viðskiptum. Sjá einnig: Keppinautar Costco lækka í KauphöllinniÞróun á gengi bréfa í Högum síðastliðinn mánuð.KeldanHagar eru það félag sem hafa lækkað langsamlega mest í dag eða um 5,2% sem fyrr segir. Skýring lækkunarinnar kann að vera forsíðufrétt Fréttablaðsins í morgun, sem byggir á tölum frá Meniga, þess efnis að velta Costco fyrstu vikuna eftir opnun hafi verið meiri en í öllum 32 verslunum Bónuss samanlagt. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins var veltan í Costco 32 prósent af heildarveltunni á dagvörumarkaði á fyrstu dögum eftir opnun en markaðshlutdeild Bónuss var 28 prósent. Sjá einnig: Velta Costco meiri en Bónuss Þá var fullyrt Viðskiptablaðinu í gær að Hagar hefðu sent íslenskum framleiðendum skilaboð um að ef þeir hygðust selja vörur sínar í Costco yrðu þær teknar úr hillum Bónuss og Hagkaupa. Finnur Árnason, forstjóri Haga, sagði í samtali við Vísi í gær þessar fullyrðingar vera rógburð sem og Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss. Costco Tengdar fréttir Keppinautar Costco lækka í Kauphöllinni Hagar, N1 og Skeljungur hafa öll lækkað um rúmlega 2 prósent í Kauphöllinni það sem af er degi. 29. maí 2017 10:56 Sakaðir um kúgun: „Þetta eru hrein ósannindi og grófur rógur“ Hagar eru sagðir hafa tjáð íslenskum framleiðendum að vörur þeirra yrðu ekki seldir í Bónus og Hagkaup ef þær væru seldar í Costco. Forstjóri Haga og Bónus vísa því á bug. 1. júní 2017 10:21 Velta Costco meiri en Bónuss Fyrstu dagana eftir opnun Costco var velta verslunarinnar meiri en í öllum verslunum Bónuss, um allt land. Um er að ræða mun stærri hlutdeild á markaði en keppinautar Bónuss og Krónunnar hafa hingað til haft. 2. júní 2017 08:45 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Gengi hlutabréfa í Högum hefur hríðfallið í Kauphöllinni í dag. Bréfin hafa lækkað um 5,2% það sem af er degi í 492 milljóna króna viðskiptum. Gengi bréfanna er nú 49 en um vika er síðan það var 55,2. Það er rauður dagur í Kauphöllinni í dag og hefur úrvalsvísitalan lækkað um 1,58% í morgun. Skeljungur, Marel og Icelandair hafa öll lækkað um rúmlega 2% í dag og þorri félaga hefur lækkað í kringum 1%. Bréf í Össuri eru þau einu sem hafa hækkað í dag, alls um 4,44% í 10 milljón króna viðskiptum. Sjá einnig: Keppinautar Costco lækka í KauphöllinniÞróun á gengi bréfa í Högum síðastliðinn mánuð.KeldanHagar eru það félag sem hafa lækkað langsamlega mest í dag eða um 5,2% sem fyrr segir. Skýring lækkunarinnar kann að vera forsíðufrétt Fréttablaðsins í morgun, sem byggir á tölum frá Meniga, þess efnis að velta Costco fyrstu vikuna eftir opnun hafi verið meiri en í öllum 32 verslunum Bónuss samanlagt. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins var veltan í Costco 32 prósent af heildarveltunni á dagvörumarkaði á fyrstu dögum eftir opnun en markaðshlutdeild Bónuss var 28 prósent. Sjá einnig: Velta Costco meiri en Bónuss Þá var fullyrt Viðskiptablaðinu í gær að Hagar hefðu sent íslenskum framleiðendum skilaboð um að ef þeir hygðust selja vörur sínar í Costco yrðu þær teknar úr hillum Bónuss og Hagkaupa. Finnur Árnason, forstjóri Haga, sagði í samtali við Vísi í gær þessar fullyrðingar vera rógburð sem og Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss.
Costco Tengdar fréttir Keppinautar Costco lækka í Kauphöllinni Hagar, N1 og Skeljungur hafa öll lækkað um rúmlega 2 prósent í Kauphöllinni það sem af er degi. 29. maí 2017 10:56 Sakaðir um kúgun: „Þetta eru hrein ósannindi og grófur rógur“ Hagar eru sagðir hafa tjáð íslenskum framleiðendum að vörur þeirra yrðu ekki seldir í Bónus og Hagkaup ef þær væru seldar í Costco. Forstjóri Haga og Bónus vísa því á bug. 1. júní 2017 10:21 Velta Costco meiri en Bónuss Fyrstu dagana eftir opnun Costco var velta verslunarinnar meiri en í öllum verslunum Bónuss, um allt land. Um er að ræða mun stærri hlutdeild á markaði en keppinautar Bónuss og Krónunnar hafa hingað til haft. 2. júní 2017 08:45 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Keppinautar Costco lækka í Kauphöllinni Hagar, N1 og Skeljungur hafa öll lækkað um rúmlega 2 prósent í Kauphöllinni það sem af er degi. 29. maí 2017 10:56
Sakaðir um kúgun: „Þetta eru hrein ósannindi og grófur rógur“ Hagar eru sagðir hafa tjáð íslenskum framleiðendum að vörur þeirra yrðu ekki seldir í Bónus og Hagkaup ef þær væru seldar í Costco. Forstjóri Haga og Bónus vísa því á bug. 1. júní 2017 10:21
Velta Costco meiri en Bónuss Fyrstu dagana eftir opnun Costco var velta verslunarinnar meiri en í öllum verslunum Bónuss, um allt land. Um er að ræða mun stærri hlutdeild á markaði en keppinautar Bónuss og Krónunnar hafa hingað til haft. 2. júní 2017 08:45