Sport

Fékk fyrsta launaseðilinn sem NFL-leikmaður og fagnaði svona | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Takk McKinley.
Takk McKinley. Vísir/Samsett/Getty
Einn af áhugaverðari nýliðum ameríska fótboltans á næstu leiktíð verður örugglega varnarmaðurinn Takkarist McKinley sem vanalega gengur undir nafninu Takk.

Takkarist McKinley náði strax athygli bandarískra fjölmiðla þegar hann mætti upp á svið með mynd af látinni ömmu sinni þegar Atlanta Falcons valdi hann númer 26 í nýliðavalinu á dögunum.

Takk McKinley hélt síðan hjartræma ræðu um það hvernig hann væri nú að uppfylla loforð sitt við gömlu konuna á dánarbeði hennar. McKinley átti erfitt með sig og það var ljóst að hann var lifa drauminn og ná að bjarga fjölskyldu sinni úr mikill fátækt.

McKinley var líka orðinn ríkur maður. Atlanta Falcons samdi við strákinn og hann fær 10,2 milljónir dollara fyrir fjögur ár eða einn milljarð íslenskra króna.

Takk McKinley fékk strax meira en helminginn, alls 548 milljónir íslenskra króna, um leið og hann skrifaði undir. Viðbrögð hans þegar peningurinn kom inn á reikninginn slógu í gegn á samfélagsmiðlum.

Þar sagðist hann vera þakklátur fyrir að fara úr því að vera bláfátækur í að verða milljónamæringur á einni nóttu. Þá bauð hann líka upp á óborganlegan dans sem má sjá hér.







Takk McKinley mun hafa það starf að reyna að fella leikstjórnendur mótherja Atlanta Falcons á komandi tíma og miðað við þennan dans þá er örugglega mörgum stuðningsmönnum Fálkanna  örugglega farið að hlakka til að sjá hann fagna leikstjórnendafellunum sínum.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×