Píratar töldu frumvarp opna fyrir ársreikninga Haraldur Guðmundsson skrifar 2. júní 2017 07:00 Frumvarpið var lagt fram af Birgittu Jónsdóttur, Einari Brynjólfssyni og Smára McCarthy auk sjö annarra þingmanna vísir/Ernir Þingflokkur Pírata taldi að frumvarp hans um aukinn aðgang að fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra (RSK), sem var samþykkt á Alþingi á miðvikudag, myndi opna gjaldfrjálsan aðgang almennings að ársreikningum fyrirtækja. Svo varð ekki enda gilda önnur lög um ársreikninga en þau sem frumvarpið breytti. Embætti RSK benti í umsögn sinni um frumvarpið á að af greinargerð þess mætti ráða að þingflokkurinn hefði gert ráð fyrir að breyting á lögum um fyrirtækjaskrá myndi leiða til gjaldfrelsis hjá ársreikningaskrá. Svo væri ekki þar sem lagaákvæði um þá skrá væri að finna í lögum um ársreikninga. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, var fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en það var lagt fram í byrjun febrúar. Þremur dögum síðar las hann greinargerðina upp í ræðu á Alþingi. Umsögn RSK barst rúmum mánuði síðar og mætti Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis og lýsti yfir stuðningi við frumvarpið. Benedikt sagðist þó vilja ganga lengra með opnun ársreikningaskrár og hluthafaskrár á næstu árum og segir Smári McCarthy það hafa verið markmið Pírata frá upphafi. „Það má kalla þetta „feil“ en við ætluðum að ganga alla leið strax í upphafi en svo ákváðum við að milda þetta því við vorum ekki viss hversu mikið þetta myndi kosta og hversu mikilli mótstöðu þetta myndi mæta. Þegar við lögðum þetta fram vorum við búin að milda texta frumvarpsins en breyttum ekki greinargerðinni. Núna vitum við hvað það mun kosta að opna ársreikningaskrá líka og hlutafélagaskrá og við fengum miklu meiri stuðning við frumvarpið en við áttum von á og við því komin í ágætis aðstöðu til að klára þetta,“ segir Smári McCarthy, þingmaður Pírata og framsögumaður nefndarálits meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, um frumvarpið. Frumvarpið var fyrst lagt fram á Alþingi í október 2015 og í greinargerð þess var einnig bent á að upplýsingar úr ársreikningum væru ekki aðgengilegar almenningi. Samþykkt frumvarpsins þýðir að frá og með næstu áramótum verða allar þær upplýsingar sem skráðar eru í fyrirtækjaskrá, svo sem kennitölur forráðamanna allra skráðra félaga hér á landi, aðgengilegar á vef RSK. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Þingflokkur Pírata taldi að frumvarp hans um aukinn aðgang að fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra (RSK), sem var samþykkt á Alþingi á miðvikudag, myndi opna gjaldfrjálsan aðgang almennings að ársreikningum fyrirtækja. Svo varð ekki enda gilda önnur lög um ársreikninga en þau sem frumvarpið breytti. Embætti RSK benti í umsögn sinni um frumvarpið á að af greinargerð þess mætti ráða að þingflokkurinn hefði gert ráð fyrir að breyting á lögum um fyrirtækjaskrá myndi leiða til gjaldfrelsis hjá ársreikningaskrá. Svo væri ekki þar sem lagaákvæði um þá skrá væri að finna í lögum um ársreikninga. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, var fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en það var lagt fram í byrjun febrúar. Þremur dögum síðar las hann greinargerðina upp í ræðu á Alþingi. Umsögn RSK barst rúmum mánuði síðar og mætti Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis og lýsti yfir stuðningi við frumvarpið. Benedikt sagðist þó vilja ganga lengra með opnun ársreikningaskrár og hluthafaskrár á næstu árum og segir Smári McCarthy það hafa verið markmið Pírata frá upphafi. „Það má kalla þetta „feil“ en við ætluðum að ganga alla leið strax í upphafi en svo ákváðum við að milda þetta því við vorum ekki viss hversu mikið þetta myndi kosta og hversu mikilli mótstöðu þetta myndi mæta. Þegar við lögðum þetta fram vorum við búin að milda texta frumvarpsins en breyttum ekki greinargerðinni. Núna vitum við hvað það mun kosta að opna ársreikningaskrá líka og hlutafélagaskrá og við fengum miklu meiri stuðning við frumvarpið en við áttum von á og við því komin í ágætis aðstöðu til að klára þetta,“ segir Smári McCarthy, þingmaður Pírata og framsögumaður nefndarálits meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, um frumvarpið. Frumvarpið var fyrst lagt fram á Alþingi í október 2015 og í greinargerð þess var einnig bent á að upplýsingar úr ársreikningum væru ekki aðgengilegar almenningi. Samþykkt frumvarpsins þýðir að frá og með næstu áramótum verða allar þær upplýsingar sem skráðar eru í fyrirtækjaskrá, svo sem kennitölur forráðamanna allra skráðra félaga hér á landi, aðgengilegar á vef RSK.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?