Henti öllum fötunum úr Clueless 1. júní 2017 19:00 GLAMOUR/GETTY Eins og margir vita, lék Alica Silverstone í hinni geysivinsælu kvikmynd Clueless í byrjun tíunda áratugarins. Silverstone lék hina eftirminnilegu Cher, sem var menntaskólastúlka í Beverly Hills með hin ýmsu vandamál sem fylgja því að vera unglingsstúlka. Myndin sló í gegn út um allan heim og er eftirlæti margra enn þann dag í dag. Tískan í kvikmyndinni spilaði mikilvægt hlutverki og var stór hluti af velgengni myndarinnar. Cher átti einhvern stærsta fataskáp sem sést hafði og gat parað saman fötin sín í tölvunni, það þótti mjög tæknilegt á þeim tíma og margar stúlkur um allan heim þráðu að geta klætt sig á sama hátt og hún. Silverstone sagði frá því nýlega í viðtali við Entertainment Tonight að hún hefði verið svo heppin að fá að eiga fullt af fötum úr myndinni en því miður ekki haft neitt vit á tísku og alls ekki gert sér grein fyrir hvers konar gersemi hún var með í höndunum. Það fór ekki betur en svo að hún taldi sig ekki hafa neitt við allan þennan fatnað að gera og losaði sig við hverja einustu flík. Hún sér auðvitað mikið eftir þessu í dag og vildi að hún hefði hugsað sig aðeins betur um áður en hún gerði þessi tískumistök. Hér getið þið séð viðtalið við hana þar sem hún ræðir um fötin og annað tengt kvikmyndinni Clueless. Mest lesið Hversu mikilvægt er lækið? Glamour Fjólubláar varir og bronslituð augu Glamour Airbnb býður upp á sérstakar tísku ferðir Glamour Eftirminnilegustu Grammy dressin Glamour Hver er þessi Sofia Richie? Glamour Best klæddu stjörnurnar á Critic's Choice verðlaununum Glamour Svart og silfur áberandi á People´s Choice verðlaununum Glamour Pastellitir og dýramynstur fyrir karlana Glamour Bella Hadid er nýtt andlit Dior Glamour 66°Norður á lista með Stellu McCartney og Arket Glamour
Eins og margir vita, lék Alica Silverstone í hinni geysivinsælu kvikmynd Clueless í byrjun tíunda áratugarins. Silverstone lék hina eftirminnilegu Cher, sem var menntaskólastúlka í Beverly Hills með hin ýmsu vandamál sem fylgja því að vera unglingsstúlka. Myndin sló í gegn út um allan heim og er eftirlæti margra enn þann dag í dag. Tískan í kvikmyndinni spilaði mikilvægt hlutverki og var stór hluti af velgengni myndarinnar. Cher átti einhvern stærsta fataskáp sem sést hafði og gat parað saman fötin sín í tölvunni, það þótti mjög tæknilegt á þeim tíma og margar stúlkur um allan heim þráðu að geta klætt sig á sama hátt og hún. Silverstone sagði frá því nýlega í viðtali við Entertainment Tonight að hún hefði verið svo heppin að fá að eiga fullt af fötum úr myndinni en því miður ekki haft neitt vit á tísku og alls ekki gert sér grein fyrir hvers konar gersemi hún var með í höndunum. Það fór ekki betur en svo að hún taldi sig ekki hafa neitt við allan þennan fatnað að gera og losaði sig við hverja einustu flík. Hún sér auðvitað mikið eftir þessu í dag og vildi að hún hefði hugsað sig aðeins betur um áður en hún gerði þessi tískumistök. Hér getið þið séð viðtalið við hana þar sem hún ræðir um fötin og annað tengt kvikmyndinni Clueless.
Mest lesið Hversu mikilvægt er lækið? Glamour Fjólubláar varir og bronslituð augu Glamour Airbnb býður upp á sérstakar tísku ferðir Glamour Eftirminnilegustu Grammy dressin Glamour Hver er þessi Sofia Richie? Glamour Best klæddu stjörnurnar á Critic's Choice verðlaununum Glamour Svart og silfur áberandi á People´s Choice verðlaununum Glamour Pastellitir og dýramynstur fyrir karlana Glamour Bella Hadid er nýtt andlit Dior Glamour 66°Norður á lista með Stellu McCartney og Arket Glamour