Innlent

Fangelsisdómur fyrir að stela samloku úr 10-11

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Maðurinn borðaði samlokuna í 10-11 Austurstræti, en hér er um að ræða ljósmynd úr Lágmúla.
Maðurinn borðaði samlokuna í 10-11 Austurstræti, en hér er um að ræða ljósmynd úr Lágmúla. vísir/vilhelm
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær 53 ára karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa stolið samloku úr verslun 10-11 við Austurstræti í janúar síðastliðnum. Samlokan kostaði 599 krónur og borðaði maðurinn hana á staðnum, án þess að greiða fyrir hana.

Maðurinn mætti ekki við þingfestingu málsins og boðaði ekki forföll en honum hafði verið birt ákæra og fyrirkall. Þar af leiðandi taldist háttsemi hans sönnuð.

Samkvæmt dómnum á maðurinn nokkurn sakaferil að baki en hann hefur í þrígang verið dæmdur fyrir auðgunarbrot – síðast árið 2014.

Dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára. Enginn sakarkostnaður hlaust af málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×