Þurfa að endurskoða hvort þörf sé á umhverfismati vegna framkvæmda Silicor Materials Jakob Bjarnar og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 16. júní 2017 15:02 Frá undirritun samninga á Hótel Glym. F.v. Skúli Þórðarson, sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar, Theresa Jester forstjóri Silicor, Gísli Gíslason hafnarstjóri og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Skipulagsstofnun þarf að fjalla um það að nýju hvort framkvæmdir Silicor Materilas Inc. á Grundartanga í Hvalfjarðarsveit skulu undirgangast mati á umhverfisáhrifum. Þetta segir í nýföllnum dómi sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur. Eða, eins og segir í niðurstöðu dómsins: Ákvörðun Skipulagsstofnunar 25. apríl 2014, þess efnis að fyrirhuguð framkvæmd stefnda, Silicor Materials Inc., á Grundartanga í Hvalfjarðarsveit, skuli ekki háð mati á umhverfisráhrifum, er felld úr gildi. Héraðsdómur var fjölskipaður en dóminn felldu Ásmundur Helgason héraðsdómari ásamt þeim Helgu J. Bjarnadóttur, efna- og umhverfisverkfræðingi og Kristjáni Jónassyni jarðfræðingi. Um fimmtíu íbúar höfðuðu málið á sínum tíma en Silicor Materials vildi reisa sólarkísilverksmiðju á staðnum. Til stendur, eða stóð, af hálfu Silicor að framleiða 16 þúsund tonn af sólarkísil í 92 þúsund fermetra verksmiðju. Þegar skrifað var undir samninga í fyrra kom fram að samkvæmt óháðum aðila yrði verksmiðjan umhverfisvænasta stóriðja á Íslandi. Alls myndu 450 störf skapast og líklega myndi verksmiðjan skila þjóðarbúinu um 50 milljörðum á ári í útflutningstekjur. Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður.„Við fögnum niðurstöðunni,“ segir Páll Rúnar M. Kristjánsson, hæstaréttarlögmaður sem fer með málið fyir hönd íbúanna í Kjósarhreppi. Hann segir dóminn góðan, vel rökstuddan og í samræmi við það sem lagt var upp með. „Þetta er staðfesting á því að það sé náttúran og fólkið sem eigi að njóta vafans. Heilsa og heilbrigði en ekki skammtímahagsmunir.“ Málið allt er reifað í tæplega fjörutíu síðna dómi og fjallað ítarlega um hina umdeildu ákvörðun og ýmsa fleti þar á. Dómurinn telur meðal annars hafa komið nægilega fram að Skipulagsstofnun hafi tekið afstöðu til hættunnar á aukinni mengun og ónæði frá verksmiðjunni sem og sammögnunaráhrifa með annarri starfsemi á Grundartanga. En, þetta hafi aftur á móti ekki legið fyrir áður en ákvörðun var tekin. Því verði að taka tillit til röksemda stefnenda að Skipulagsstofnun hafi ekki rannsakað fyrirhugaða framkvæmd með viðhlítandi hætti og þar með brotið gegn eigin rannsóknarreglu. Skipulagsstofnun þarf því að taka málið fyrir að nýju og meta hvort framkvæmdin þurfi að fara í umhverfismat. Lögmaður Silicor Materials, Arnar Þór Stefánsson hjá lögmannsstofunni Lex, segir í tilkynningu til fjölmiðla síðdegis að Silicor telji sig hafa fylgt lögum og reglum í einu og öllu. Fyrirtækið telur enn að ekki sé þörf á mati á umhverfisáhrifum en tilkynninguna í heild má sjá hér að neðan.Tilkynningin frá lögmanni Silicor Materials Í dag var kveðinn upp dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð og fleiri gegn Silicor Materials, íslenska ríkinu og Skipulagsstofnun. Málið snerist um þá ákvörðun Skipulagsstofnunar að uppbygging sólarkísilvers Silicor Materials á Grundartanga skyldi ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Niðurstaða dómsins var sú að ekki væri fortakslaust að framkvæmdin skyldi háð mati á umhverfisáhrifum. Hins vegar yrði Skipulagsstofnun að rannsaka betur og afla nánari upplýsinga en hún gerði áður en ný ákvörðun um það atriði yrði tekin. Ákvörðun Skipulagsstofnunar var því talinn haldin formgalla að þessu leyti. Því var ákvörðunin felld úr gildi. Silicor telur sig hafa í einu og öllu fylgt lögum, reglum og leiðbeiningum eftirlitsstofnana. Framkvæmdin var tilkynnt til Skipulagsstofnunar ásamt ítarlegum upplýsingum. Skipulagsstofnun kallaði síðan eftir áliti allra fagstofnana og komst að þeirri niðurstöðu að framkvæmdin hefði óveruleg umhverfisáhrif í för með sér og skyldi því ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Dómurinn telur formgalla á þeirri ákvörðun og því verður að endurtaka málsmeðferðina. Silicor telur enn að ekki þurfi að fara fram mat á umhverfisáhrifum vegna framkvæmdarinnar og jafnvel þótt slíkt mat færi fram að þá standist framkvæmdin alla skoðun í þeim efnum. Á þessu stigi liggur ekki fyrir hvaða áhrif dómurinn hefur á undirbúning verkefnisins. Silicor mun taka sér tíma til að kynna sér forsendur dómsins og leggja mat á það hvernig fyrirtækið bregst við. Silicor tilkynnti nýlega þá ákvörðun að hægja á undirbúningi verkefnisins og endurskoða það þannig að ekki er víst að þessi niðurstaða valdi neinum töfum umfram það. Um verkefni Silicor Materials á Íslandi Undanfarin misseri hefur Silicor Materials undirbúið uppbyggingu sólarkísilvers á Grundartanga til að framleiða sólarkísil með framleiðsluferli sem fyrirtækið hefur þróað frá árinu 2006 og hefur einkaleyfi á. Sólarkísill er notaður í sólarhlöð til að virkja sólarorku. Með framleiðsluferli Silicor er hægt að framleiða sólarkísil með ódýrari, umhverfisvænni og orkuminni hætti en með hefðbundnum aðferðum. Silicor Materials tilkynnti nýlega að tekin hafi verið ákvörðun um að hægja á undirbúningi uppbyggingu sólarkísilvers fyrirtækisins á Grundartanga í Hvalfjarðarsveit. Ástæður ákvörðunar Silicor Materials eru einkum tafir á öðrum áfanga fjármögnunar verkefnisins og hækkun á kostnaði á Íslandi vegna umtalsverðar styrkingar á gengi krónunnar. Með því að hægja á undirbúningi verkefnisins er markmiðið Silicor Materials að skapa svigrúm til þess að endurskipuleggja starfsemi fyrirtækisins og áætlanir um uppbyggingu sólarkísilvers.Uppfært klukkan 16:11Í fyrri útgáfu fréttarinnar stóð að framkvæmdin þyrfti að fara í umhverfismat. Þetta hefur verið leiðrétt. Þá hefur tilkynningu frá lögmönnum Silicor Materials verið bætt við fréttina. Kjósarhreppur Tengdar fréttir Engar framkvæmdir hjá Silicor á meðan dómsniðurstöðu er beðið Silicor mun ekki hefja framkvæmdir fyrr en niðurstaða fæst í dómsmáli sem Kjósarhreppur, bændur á svæðinu og náttúruverndarsamtök höfðuðu til að fá verksmiðjuna í umhverfismat. Fyrirtaka í málinu fer fram 6. október. 3. október 2016 07:00 Skortur á fjármögnun tefur byggingu sólarkísilverksmiðju á Grundartanga Silicor Materials hefur ákveðið að hægja á verkefnisþróunarvinnu vegna fyrirhugaðrar sólarkísilverksmiðju á Grundartanga. Vinna við verksmiðjuna gæti hafist á síðari hluta næsta árs. 4. júní 2017 17:27 Samningur Silicor Materials um raforku rann út Silicor Materials þarf að endursemja við Orku náttúrunnar um helming þeirrar raforku sem risaverksmiðjan á Grundartanga þarf. 10. maí 2017 07:00 Ósáttir við tafirnar hjá Silicor Materials Seinkun á fjármögnun kísilversins á Grundartanga kemur einkafjárfestum á óvart. Keyptu 3,5 prósent í verksmiðjunni í ágúst 2015 en fjármögnuninni átti þá að ljúka um mitt síðasta ár. 5. janúar 2017 07:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Skipulagsstofnun þarf að fjalla um það að nýju hvort framkvæmdir Silicor Materilas Inc. á Grundartanga í Hvalfjarðarsveit skulu undirgangast mati á umhverfisáhrifum. Þetta segir í nýföllnum dómi sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur. Eða, eins og segir í niðurstöðu dómsins: Ákvörðun Skipulagsstofnunar 25. apríl 2014, þess efnis að fyrirhuguð framkvæmd stefnda, Silicor Materials Inc., á Grundartanga í Hvalfjarðarsveit, skuli ekki háð mati á umhverfisráhrifum, er felld úr gildi. Héraðsdómur var fjölskipaður en dóminn felldu Ásmundur Helgason héraðsdómari ásamt þeim Helgu J. Bjarnadóttur, efna- og umhverfisverkfræðingi og Kristjáni Jónassyni jarðfræðingi. Um fimmtíu íbúar höfðuðu málið á sínum tíma en Silicor Materials vildi reisa sólarkísilverksmiðju á staðnum. Til stendur, eða stóð, af hálfu Silicor að framleiða 16 þúsund tonn af sólarkísil í 92 þúsund fermetra verksmiðju. Þegar skrifað var undir samninga í fyrra kom fram að samkvæmt óháðum aðila yrði verksmiðjan umhverfisvænasta stóriðja á Íslandi. Alls myndu 450 störf skapast og líklega myndi verksmiðjan skila þjóðarbúinu um 50 milljörðum á ári í útflutningstekjur. Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður.„Við fögnum niðurstöðunni,“ segir Páll Rúnar M. Kristjánsson, hæstaréttarlögmaður sem fer með málið fyir hönd íbúanna í Kjósarhreppi. Hann segir dóminn góðan, vel rökstuddan og í samræmi við það sem lagt var upp með. „Þetta er staðfesting á því að það sé náttúran og fólkið sem eigi að njóta vafans. Heilsa og heilbrigði en ekki skammtímahagsmunir.“ Málið allt er reifað í tæplega fjörutíu síðna dómi og fjallað ítarlega um hina umdeildu ákvörðun og ýmsa fleti þar á. Dómurinn telur meðal annars hafa komið nægilega fram að Skipulagsstofnun hafi tekið afstöðu til hættunnar á aukinni mengun og ónæði frá verksmiðjunni sem og sammögnunaráhrifa með annarri starfsemi á Grundartanga. En, þetta hafi aftur á móti ekki legið fyrir áður en ákvörðun var tekin. Því verði að taka tillit til röksemda stefnenda að Skipulagsstofnun hafi ekki rannsakað fyrirhugaða framkvæmd með viðhlítandi hætti og þar með brotið gegn eigin rannsóknarreglu. Skipulagsstofnun þarf því að taka málið fyrir að nýju og meta hvort framkvæmdin þurfi að fara í umhverfismat. Lögmaður Silicor Materials, Arnar Þór Stefánsson hjá lögmannsstofunni Lex, segir í tilkynningu til fjölmiðla síðdegis að Silicor telji sig hafa fylgt lögum og reglum í einu og öllu. Fyrirtækið telur enn að ekki sé þörf á mati á umhverfisáhrifum en tilkynninguna í heild má sjá hér að neðan.Tilkynningin frá lögmanni Silicor Materials Í dag var kveðinn upp dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð og fleiri gegn Silicor Materials, íslenska ríkinu og Skipulagsstofnun. Málið snerist um þá ákvörðun Skipulagsstofnunar að uppbygging sólarkísilvers Silicor Materials á Grundartanga skyldi ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Niðurstaða dómsins var sú að ekki væri fortakslaust að framkvæmdin skyldi háð mati á umhverfisáhrifum. Hins vegar yrði Skipulagsstofnun að rannsaka betur og afla nánari upplýsinga en hún gerði áður en ný ákvörðun um það atriði yrði tekin. Ákvörðun Skipulagsstofnunar var því talinn haldin formgalla að þessu leyti. Því var ákvörðunin felld úr gildi. Silicor telur sig hafa í einu og öllu fylgt lögum, reglum og leiðbeiningum eftirlitsstofnana. Framkvæmdin var tilkynnt til Skipulagsstofnunar ásamt ítarlegum upplýsingum. Skipulagsstofnun kallaði síðan eftir áliti allra fagstofnana og komst að þeirri niðurstöðu að framkvæmdin hefði óveruleg umhverfisáhrif í för með sér og skyldi því ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Dómurinn telur formgalla á þeirri ákvörðun og því verður að endurtaka málsmeðferðina. Silicor telur enn að ekki þurfi að fara fram mat á umhverfisáhrifum vegna framkvæmdarinnar og jafnvel þótt slíkt mat færi fram að þá standist framkvæmdin alla skoðun í þeim efnum. Á þessu stigi liggur ekki fyrir hvaða áhrif dómurinn hefur á undirbúning verkefnisins. Silicor mun taka sér tíma til að kynna sér forsendur dómsins og leggja mat á það hvernig fyrirtækið bregst við. Silicor tilkynnti nýlega þá ákvörðun að hægja á undirbúningi verkefnisins og endurskoða það þannig að ekki er víst að þessi niðurstaða valdi neinum töfum umfram það. Um verkefni Silicor Materials á Íslandi Undanfarin misseri hefur Silicor Materials undirbúið uppbyggingu sólarkísilvers á Grundartanga til að framleiða sólarkísil með framleiðsluferli sem fyrirtækið hefur þróað frá árinu 2006 og hefur einkaleyfi á. Sólarkísill er notaður í sólarhlöð til að virkja sólarorku. Með framleiðsluferli Silicor er hægt að framleiða sólarkísil með ódýrari, umhverfisvænni og orkuminni hætti en með hefðbundnum aðferðum. Silicor Materials tilkynnti nýlega að tekin hafi verið ákvörðun um að hægja á undirbúningi uppbyggingu sólarkísilvers fyrirtækisins á Grundartanga í Hvalfjarðarsveit. Ástæður ákvörðunar Silicor Materials eru einkum tafir á öðrum áfanga fjármögnunar verkefnisins og hækkun á kostnaði á Íslandi vegna umtalsverðar styrkingar á gengi krónunnar. Með því að hægja á undirbúningi verkefnisins er markmiðið Silicor Materials að skapa svigrúm til þess að endurskipuleggja starfsemi fyrirtækisins og áætlanir um uppbyggingu sólarkísilvers.Uppfært klukkan 16:11Í fyrri útgáfu fréttarinnar stóð að framkvæmdin þyrfti að fara í umhverfismat. Þetta hefur verið leiðrétt. Þá hefur tilkynningu frá lögmönnum Silicor Materials verið bætt við fréttina.
Kjósarhreppur Tengdar fréttir Engar framkvæmdir hjá Silicor á meðan dómsniðurstöðu er beðið Silicor mun ekki hefja framkvæmdir fyrr en niðurstaða fæst í dómsmáli sem Kjósarhreppur, bændur á svæðinu og náttúruverndarsamtök höfðuðu til að fá verksmiðjuna í umhverfismat. Fyrirtaka í málinu fer fram 6. október. 3. október 2016 07:00 Skortur á fjármögnun tefur byggingu sólarkísilverksmiðju á Grundartanga Silicor Materials hefur ákveðið að hægja á verkefnisþróunarvinnu vegna fyrirhugaðrar sólarkísilverksmiðju á Grundartanga. Vinna við verksmiðjuna gæti hafist á síðari hluta næsta árs. 4. júní 2017 17:27 Samningur Silicor Materials um raforku rann út Silicor Materials þarf að endursemja við Orku náttúrunnar um helming þeirrar raforku sem risaverksmiðjan á Grundartanga þarf. 10. maí 2017 07:00 Ósáttir við tafirnar hjá Silicor Materials Seinkun á fjármögnun kísilversins á Grundartanga kemur einkafjárfestum á óvart. Keyptu 3,5 prósent í verksmiðjunni í ágúst 2015 en fjármögnuninni átti þá að ljúka um mitt síðasta ár. 5. janúar 2017 07:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Engar framkvæmdir hjá Silicor á meðan dómsniðurstöðu er beðið Silicor mun ekki hefja framkvæmdir fyrr en niðurstaða fæst í dómsmáli sem Kjósarhreppur, bændur á svæðinu og náttúruverndarsamtök höfðuðu til að fá verksmiðjuna í umhverfismat. Fyrirtaka í málinu fer fram 6. október. 3. október 2016 07:00
Skortur á fjármögnun tefur byggingu sólarkísilverksmiðju á Grundartanga Silicor Materials hefur ákveðið að hægja á verkefnisþróunarvinnu vegna fyrirhugaðrar sólarkísilverksmiðju á Grundartanga. Vinna við verksmiðjuna gæti hafist á síðari hluta næsta árs. 4. júní 2017 17:27
Samningur Silicor Materials um raforku rann út Silicor Materials þarf að endursemja við Orku náttúrunnar um helming þeirrar raforku sem risaverksmiðjan á Grundartanga þarf. 10. maí 2017 07:00
Ósáttir við tafirnar hjá Silicor Materials Seinkun á fjármögnun kísilversins á Grundartanga kemur einkafjárfestum á óvart. Keyptu 3,5 prósent í verksmiðjunni í ágúst 2015 en fjármögnuninni átti þá að ljúka um mitt síðasta ár. 5. janúar 2017 07:00
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent