Skoða losun fráveituvatns í borholur Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 15. júní 2017 18:45 Síðustu ár hefur verið fjallað um róttækar breytingar á umhverfi Mývatns. Mikið hefur verið af blábakteríum við vatnið og gert það græn- og brúnlitað. Botngróður hefur horfið að mestu á undanförnum árum, hinn sjaldgæfi kúluskítur finnst varla lengurí vatninu, Mývatnsbleikjan er í útrýmingarhættu og hornsílum hefur fækkað verulega. Ekki er fullljóst hvað veldur þessari þróun, en henni svipar til breytinga sem verða í stöðuvötnum sem fá of mikið af næringarefnum. Fyrir ári skilaði samstarfshópur um málefni Mývatns skýrslu þar sem kallað var eftir umbótum í fráveitumálum og öðrum aðgerðum til að draga úr innstreymi næringarefna í Mývatn. Í dag sendi sveitarfélagið Skútustaðahreppur og fimmtán rekstraraðilar í sveitarfélaginu inn fimm ára umbótaáætlun um fráveitumál. „Þetta er fyrst og fremst metnaðarfull áætlun - sveitarfélagið og rekstaraðilar vilja vera til fyrirmyndar þegar kemur að fráveitumálum í Mývatnssveit," segir Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps. Í áætluninni er lögð áhersla á að kanna þann möguleika að losa næringarríkt fráveituvatn í borholur sem er þekkt aðferð frá Bandaríkjunum en hefur ekki verið reynt á Íslandi. „Þetta gengur út á að dæla affalli, eða grávatni, niður fyrir vatnsborðið þannig að þetta fer beint niður fyrir vatnið og ofan við hraunið sem er gljúft þannig að það er talið að þetta fari þá bara út í hafið eins og frárennslið í öðrum sveitarfélögum gera á endanum," segir Þorsteinn. Áætlunin gerir ráð fyrir 500-700 milljóna króna kostnaði sem er mikið fyrir lítið sveitarfélag. Þorsteinn lítur á verndun Mývatns sem samstarfsverkefni íslensku þjóðarinnar og treystir á aðkomu ríkisins fyrir næstu skref. „Nú erum við búin að skila okkar umbótaáætlun, búin að vinna okkar heimavinnu en nú stendur upp á ríkið að koma að borðinu eins og þeim ber að gera samkvæmt verndarlögum um mývatn og laxá," segir Þorsteinn. Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Síðustu ár hefur verið fjallað um róttækar breytingar á umhverfi Mývatns. Mikið hefur verið af blábakteríum við vatnið og gert það græn- og brúnlitað. Botngróður hefur horfið að mestu á undanförnum árum, hinn sjaldgæfi kúluskítur finnst varla lengurí vatninu, Mývatnsbleikjan er í útrýmingarhættu og hornsílum hefur fækkað verulega. Ekki er fullljóst hvað veldur þessari þróun, en henni svipar til breytinga sem verða í stöðuvötnum sem fá of mikið af næringarefnum. Fyrir ári skilaði samstarfshópur um málefni Mývatns skýrslu þar sem kallað var eftir umbótum í fráveitumálum og öðrum aðgerðum til að draga úr innstreymi næringarefna í Mývatn. Í dag sendi sveitarfélagið Skútustaðahreppur og fimmtán rekstraraðilar í sveitarfélaginu inn fimm ára umbótaáætlun um fráveitumál. „Þetta er fyrst og fremst metnaðarfull áætlun - sveitarfélagið og rekstaraðilar vilja vera til fyrirmyndar þegar kemur að fráveitumálum í Mývatnssveit," segir Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps. Í áætluninni er lögð áhersla á að kanna þann möguleika að losa næringarríkt fráveituvatn í borholur sem er þekkt aðferð frá Bandaríkjunum en hefur ekki verið reynt á Íslandi. „Þetta gengur út á að dæla affalli, eða grávatni, niður fyrir vatnsborðið þannig að þetta fer beint niður fyrir vatnið og ofan við hraunið sem er gljúft þannig að það er talið að þetta fari þá bara út í hafið eins og frárennslið í öðrum sveitarfélögum gera á endanum," segir Þorsteinn. Áætlunin gerir ráð fyrir 500-700 milljóna króna kostnaði sem er mikið fyrir lítið sveitarfélag. Þorsteinn lítur á verndun Mývatns sem samstarfsverkefni íslensku þjóðarinnar og treystir á aðkomu ríkisins fyrir næstu skref. „Nú erum við búin að skila okkar umbótaáætlun, búin að vinna okkar heimavinnu en nú stendur upp á ríkið að koma að borðinu eins og þeim ber að gera samkvæmt verndarlögum um mývatn og laxá," segir Þorsteinn.
Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira