Hjólafólk vill hjóla í atvinnubílstjóra Jakob Bjarnar skrifar 15. júní 2017 13:45 Gísli Ásgeirsson er meðal þess hjólafólks sem hefur minna en engan húmor fyrir hinum hráslagalegu ummælum og segir þetta viðhorf smitandi, fleiri en ella mun þykja fyndið að hrella hjólreiðafólk á einhvern hátt. Verulegt uppnám er nú í Facebook-hópi hjólafólks – Reiðhjólabændur – vegna ummæla sem féllu í öðrum Facebookhópi hvar atvinnubílstjórar koma saman og ræða sín mál. Hjólafólkið bókstaflega hjólar í bílstjórana og sakar þá um morðhótanir í besta falli afar ósmekklegt grín. Lagt er til að bílstjórarnir verði kærðir fyrir ummælin. Hin umdeildu ummæli féllu í Facebook-hópnum Vörubílar og flutningabílar. Og eru svohljóðandi en bílstjórarnir eru að ræða sín á milli um frétt sem tengist WOW Cyclothon, sem verður yfirstandandi í næstu viku, dagana 20. til 23 júní. Um er að ræða stærstu götuhjólakeppni sem haldin er hér á landi og er búist við vel á annað þúsund reiðhjólamönnum á þjóðvegi eitt. Vörubílsstjórum líst ekki á blikuna og telja að ástandið á vegum úti verði erfitt meðan sú keppni stendur yfir:Mörgu hjólafólki er brugðið vegna hinna hráslagalegu ummæla, telur að um morðhótun sé að ræða og slíkt beri að tilkynna til lögreglu, „ekkert annað en internetsmorðhótanir! Það að geta haft það í sér að skrifa svona á netið er nógu slæmt, ég trúi svona aðilum til að keyra of nálægt hjólandi fólki til að kenna þeim lexsíu. Sem gæti orðið of sorgleg lexsía,“ segir María Ögn Guðmundsdóttir. Einhverjir eru til að benda á að þetta eigi væntanlega að vera fyndið hjá bílstjórunum en aðrir segja það bara engu skipta, þau hafi engan húmor fyrir þessu. Þetta sé ekki fyndið og það sem meira er, þarna undir búi viðhorf og það viðhorf sé lífshættulegt. Gísli Ásgeirsson þýðandi og hjólamaður vekur athygli á þessu. Hann segir: „Þetta er birtingarform ákveðins viðhorfs, á að vera sett fram í hálfkæringi og höfundar munu varla viðurkenna annað. Í reynd láta svona menn sér nægja að fara mjög nálægt hjólreiðafólki við framúrakstur og sveigja inn á veginn fyrir framan við fyrsta tækifæri. Þetta viðhorf er smitandi og fleiri en ella mun þykja fyndið að hrella hjólreiðafólk á einhvern hátt. Við getum andæft eða látið eiga sig. Okkar er valið.“Lögreglan lítur á þetta sem ósmekklegt grín Uppfært 14:20 Einhverjir hjólamenn hafa þegar sent þessi ummæli á Facebooksíðu lögreglunnar á höfuðborg og hafa fengið þau svör þar að þetta teljist tæplega hótanir, þó ósmekkleg megi ummælin heita: „Þetta er sannarlega ósmekklegt en tæpast hótanir. Við höfum þetta bak við eyrað. Kveðja, ÞI“ Wow Cyclothon Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Verulegt uppnám er nú í Facebook-hópi hjólafólks – Reiðhjólabændur – vegna ummæla sem féllu í öðrum Facebookhópi hvar atvinnubílstjórar koma saman og ræða sín mál. Hjólafólkið bókstaflega hjólar í bílstjórana og sakar þá um morðhótanir í besta falli afar ósmekklegt grín. Lagt er til að bílstjórarnir verði kærðir fyrir ummælin. Hin umdeildu ummæli féllu í Facebook-hópnum Vörubílar og flutningabílar. Og eru svohljóðandi en bílstjórarnir eru að ræða sín á milli um frétt sem tengist WOW Cyclothon, sem verður yfirstandandi í næstu viku, dagana 20. til 23 júní. Um er að ræða stærstu götuhjólakeppni sem haldin er hér á landi og er búist við vel á annað þúsund reiðhjólamönnum á þjóðvegi eitt. Vörubílsstjórum líst ekki á blikuna og telja að ástandið á vegum úti verði erfitt meðan sú keppni stendur yfir:Mörgu hjólafólki er brugðið vegna hinna hráslagalegu ummæla, telur að um morðhótun sé að ræða og slíkt beri að tilkynna til lögreglu, „ekkert annað en internetsmorðhótanir! Það að geta haft það í sér að skrifa svona á netið er nógu slæmt, ég trúi svona aðilum til að keyra of nálægt hjólandi fólki til að kenna þeim lexsíu. Sem gæti orðið of sorgleg lexsía,“ segir María Ögn Guðmundsdóttir. Einhverjir eru til að benda á að þetta eigi væntanlega að vera fyndið hjá bílstjórunum en aðrir segja það bara engu skipta, þau hafi engan húmor fyrir þessu. Þetta sé ekki fyndið og það sem meira er, þarna undir búi viðhorf og það viðhorf sé lífshættulegt. Gísli Ásgeirsson þýðandi og hjólamaður vekur athygli á þessu. Hann segir: „Þetta er birtingarform ákveðins viðhorfs, á að vera sett fram í hálfkæringi og höfundar munu varla viðurkenna annað. Í reynd láta svona menn sér nægja að fara mjög nálægt hjólreiðafólki við framúrakstur og sveigja inn á veginn fyrir framan við fyrsta tækifæri. Þetta viðhorf er smitandi og fleiri en ella mun þykja fyndið að hrella hjólreiðafólk á einhvern hátt. Við getum andæft eða látið eiga sig. Okkar er valið.“Lögreglan lítur á þetta sem ósmekklegt grín Uppfært 14:20 Einhverjir hjólamenn hafa þegar sent þessi ummæli á Facebooksíðu lögreglunnar á höfuðborg og hafa fengið þau svör þar að þetta teljist tæplega hótanir, þó ósmekkleg megi ummælin heita: „Þetta er sannarlega ósmekklegt en tæpast hótanir. Við höfum þetta bak við eyrað. Kveðja, ÞI“
Wow Cyclothon Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira