Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 15. júní 2017 09:30 Stjórn Strætó samþykkti þjónustustefnu í byrjun maí sem nú er í innleiðingu. Allar rekstrareiningar innan fyrirtækisins munu þannig setja sér markmið um hvernig hægt sé að bæta þjónustuna við farþega. Markmiðið er að farþegar upplifi sig velkomna og örugga í vögnum og ferðaþjónustu Strætó. Nýjar og rýmri reglur eru einnig í vinnslu um hvað má taka með sér í vagnana, bæði til að auka notagildi þeirra og ferðaánægju. Þannig sjáum við fyrir okkur að gæludýr, kaffi og í raun flest það sem einstaklingar geta borið með sér, án teljandi óþrifnaðar eða óþæginda fyrir aðra farþega, verði velkomið í vagna Strætó. Til skoðunar hefur einnig verið kvöld- og næturstrætó, eins og flestir vita og er það erindi nú til umsagnar hjá sveitarfélögunum sem standa að Strætó.Strætó fyrir alla Í náinni framtíð vill Strætó einungis notast við vagna með rampi til að tryggja bætt aðgengi og við höfum óskað eftir að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu komi sér saman um hönnunarstaðla á stoppistöðvum. Við viljum merkja þær sem eru aðgengilegar í leiðakerfinu svo fólk geti auðveldlega skipulagt sín ferðalög. Í byrjun árs var framkvæmd þjónustukönnun meðal notenda ferðaþjónustu fatlaðra og verða niðurstöður hennar nýttar við áframhaldandi betrumbætur og þróun þeirrar þjónustu. Við viljum vinna að því í samvinnu við sveitarfélögin að minnka bilið á milli ferðaþjónustu fatlaðra og venjulega Strætó. Það er hægt að gera með mörgum leiðum eins og t.d. auknum upplýsingum, aðgengilegum stoppistöðvum, upplýsingaskiltum í vögnunum og fleiru. Þá býður Reykjavíkurborg nú árskort fyrir ungmenni í ferðaþjónustu fatlaðra sem gilda einnig í almenningsvagna Strætó. Ef reynslan af slíku fyrirkomulagi verður góð standa vonir til að þetta verði innleitt fyrir fleiri hópa.Stafrænn Strætó Strætó leggur mikla áherslu á að nýta nýjustu tækni til að auka upplýsingastreymi til farþega og auðvelda þeim notkun þjónustunnar. Ekki síst á þetta við um rauntímaupplýsingar um ferðir vagnanna og væntanlega brottfarartíma frá stoppistöðvum. Strætó-appið er í stöðugri þróun hvað þetta varðar og sérstakt Strætó-app fyrir ferðaþjónustu fatlaðra er að fæðast. Ný heimasíða Strætó fór einnig í loftið í lok síðasta árs með margs konar nýbreytni. Þá er með ýmsum hætti unnið að því að auka stundvísi vagnanna og tryggja forgang þeirra í umferðinni. Í sumar verða til að mynda teknar í notkun forgangsreinar á Hringbraut við Klambratún og sífellt fleiri umferðarljós veita vögnum Strætó tölvustýrðan forgang á annatímum.Strætó – besta leiðin Íbúar höfuðborgarsvæðisins gera og eiga að gera miklar kröfur á Strætó. Við öll eigum Strætó og það er hagur okkar allra að við nýtum almenningssamgöngur í auknum mæli. Eftir því sem fleiri ferðast saman í stórum bílum fækkar smáum bílum á vegunum og þar með verður minni þörf á samgöngumannvirkjum og bílastæðum, öryggi íbúa eykst auk þess sem loftgæði verða meiri og losun gróðurhúsalofttegunda minnkar. En til að við öll getum notað Strætó þarf þjónustan að vera vinsamleg, örugg, aðgengileg fyrir alla og áreiðanleg. Þangað stefnum við öruggum skrefum. Verkefnin hjá stjórn Strætó hafa verið fjölbreytt yfir síðastliðið ár. Ásamt hefðbundinni stefnumótun hafa stjórnarmeðlimir fylgt eftir rekstrarúttekt hjá fyrirtækinu og farið kerfisbundið í gegnum alla starfsemi Strætó. Tilgangur þessara aðgerða er að fá betri yfirsýn yfir starfsemi fyrirtækisins og gera rekstur Strætó hagkvæmari en um leið umhverfisvænni og þægilegri valkost fyrir alla íbúa höfuðborgarsvæðisins. Með hagræðingaraðgerðum náðum við að lækka rekstrarkostnað um 250 m.kr. og skiluðum einnig 180 m.kr. afgangi á síðasta ári. Kjarnastarfsemi Strætó eru gulu Strætóvagnarnir sem keyra um hér á höfuðborgarsvæðinu en við sinnum einnig ferðaþjónustu fyrir fatlað og eldra fólk og umsjón og upplýsingagjöf með strætóakstri um landið fyrir landshlutasamtök. Mér finnst hagræði að því að hafa þessa þjónustu alla undir sama þaki því þá getum við tengt á milli þjónustuleiða. Stjórn Strætó hefur samþykkt þjónustustefnu sem er í innleiðingu hjá öllum rekstrareiningum Strætó því hvort sem þú ert í Strætó, ferðaþjónustu fatlaðra eða að taka Strætórútu út á landi áttu að geta treyst þjónustunni. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og stjórnarformaður Strætó. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Stjórn Strætó samþykkti þjónustustefnu í byrjun maí sem nú er í innleiðingu. Allar rekstrareiningar innan fyrirtækisins munu þannig setja sér markmið um hvernig hægt sé að bæta þjónustuna við farþega. Markmiðið er að farþegar upplifi sig velkomna og örugga í vögnum og ferðaþjónustu Strætó. Nýjar og rýmri reglur eru einnig í vinnslu um hvað má taka með sér í vagnana, bæði til að auka notagildi þeirra og ferðaánægju. Þannig sjáum við fyrir okkur að gæludýr, kaffi og í raun flest það sem einstaklingar geta borið með sér, án teljandi óþrifnaðar eða óþæginda fyrir aðra farþega, verði velkomið í vagna Strætó. Til skoðunar hefur einnig verið kvöld- og næturstrætó, eins og flestir vita og er það erindi nú til umsagnar hjá sveitarfélögunum sem standa að Strætó.Strætó fyrir alla Í náinni framtíð vill Strætó einungis notast við vagna með rampi til að tryggja bætt aðgengi og við höfum óskað eftir að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu komi sér saman um hönnunarstaðla á stoppistöðvum. Við viljum merkja þær sem eru aðgengilegar í leiðakerfinu svo fólk geti auðveldlega skipulagt sín ferðalög. Í byrjun árs var framkvæmd þjónustukönnun meðal notenda ferðaþjónustu fatlaðra og verða niðurstöður hennar nýttar við áframhaldandi betrumbætur og þróun þeirrar þjónustu. Við viljum vinna að því í samvinnu við sveitarfélögin að minnka bilið á milli ferðaþjónustu fatlaðra og venjulega Strætó. Það er hægt að gera með mörgum leiðum eins og t.d. auknum upplýsingum, aðgengilegum stoppistöðvum, upplýsingaskiltum í vögnunum og fleiru. Þá býður Reykjavíkurborg nú árskort fyrir ungmenni í ferðaþjónustu fatlaðra sem gilda einnig í almenningsvagna Strætó. Ef reynslan af slíku fyrirkomulagi verður góð standa vonir til að þetta verði innleitt fyrir fleiri hópa.Stafrænn Strætó Strætó leggur mikla áherslu á að nýta nýjustu tækni til að auka upplýsingastreymi til farþega og auðvelda þeim notkun þjónustunnar. Ekki síst á þetta við um rauntímaupplýsingar um ferðir vagnanna og væntanlega brottfarartíma frá stoppistöðvum. Strætó-appið er í stöðugri þróun hvað þetta varðar og sérstakt Strætó-app fyrir ferðaþjónustu fatlaðra er að fæðast. Ný heimasíða Strætó fór einnig í loftið í lok síðasta árs með margs konar nýbreytni. Þá er með ýmsum hætti unnið að því að auka stundvísi vagnanna og tryggja forgang þeirra í umferðinni. Í sumar verða til að mynda teknar í notkun forgangsreinar á Hringbraut við Klambratún og sífellt fleiri umferðarljós veita vögnum Strætó tölvustýrðan forgang á annatímum.Strætó – besta leiðin Íbúar höfuðborgarsvæðisins gera og eiga að gera miklar kröfur á Strætó. Við öll eigum Strætó og það er hagur okkar allra að við nýtum almenningssamgöngur í auknum mæli. Eftir því sem fleiri ferðast saman í stórum bílum fækkar smáum bílum á vegunum og þar með verður minni þörf á samgöngumannvirkjum og bílastæðum, öryggi íbúa eykst auk þess sem loftgæði verða meiri og losun gróðurhúsalofttegunda minnkar. En til að við öll getum notað Strætó þarf þjónustan að vera vinsamleg, örugg, aðgengileg fyrir alla og áreiðanleg. Þangað stefnum við öruggum skrefum. Verkefnin hjá stjórn Strætó hafa verið fjölbreytt yfir síðastliðið ár. Ásamt hefðbundinni stefnumótun hafa stjórnarmeðlimir fylgt eftir rekstrarúttekt hjá fyrirtækinu og farið kerfisbundið í gegnum alla starfsemi Strætó. Tilgangur þessara aðgerða er að fá betri yfirsýn yfir starfsemi fyrirtækisins og gera rekstur Strætó hagkvæmari en um leið umhverfisvænni og þægilegri valkost fyrir alla íbúa höfuðborgarsvæðisins. Með hagræðingaraðgerðum náðum við að lækka rekstrarkostnað um 250 m.kr. og skiluðum einnig 180 m.kr. afgangi á síðasta ári. Kjarnastarfsemi Strætó eru gulu Strætóvagnarnir sem keyra um hér á höfuðborgarsvæðinu en við sinnum einnig ferðaþjónustu fyrir fatlað og eldra fólk og umsjón og upplýsingagjöf með strætóakstri um landið fyrir landshlutasamtök. Mér finnst hagræði að því að hafa þessa þjónustu alla undir sama þaki því þá getum við tengt á milli þjónustuleiða. Stjórn Strætó hefur samþykkt þjónustustefnu sem er í innleiðingu hjá öllum rekstrareiningum Strætó því hvort sem þú ert í Strætó, ferðaþjónustu fatlaðra eða að taka Strætórútu út á landi áttu að geta treyst þjónustunni. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og stjórnarformaður Strætó.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar