Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 15. júní 2017 09:30 Stjórn Strætó samþykkti þjónustustefnu í byrjun maí sem nú er í innleiðingu. Allar rekstrareiningar innan fyrirtækisins munu þannig setja sér markmið um hvernig hægt sé að bæta þjónustuna við farþega. Markmiðið er að farþegar upplifi sig velkomna og örugga í vögnum og ferðaþjónustu Strætó. Nýjar og rýmri reglur eru einnig í vinnslu um hvað má taka með sér í vagnana, bæði til að auka notagildi þeirra og ferðaánægju. Þannig sjáum við fyrir okkur að gæludýr, kaffi og í raun flest það sem einstaklingar geta borið með sér, án teljandi óþrifnaðar eða óþæginda fyrir aðra farþega, verði velkomið í vagna Strætó. Til skoðunar hefur einnig verið kvöld- og næturstrætó, eins og flestir vita og er það erindi nú til umsagnar hjá sveitarfélögunum sem standa að Strætó.Strætó fyrir alla Í náinni framtíð vill Strætó einungis notast við vagna með rampi til að tryggja bætt aðgengi og við höfum óskað eftir að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu komi sér saman um hönnunarstaðla á stoppistöðvum. Við viljum merkja þær sem eru aðgengilegar í leiðakerfinu svo fólk geti auðveldlega skipulagt sín ferðalög. Í byrjun árs var framkvæmd þjónustukönnun meðal notenda ferðaþjónustu fatlaðra og verða niðurstöður hennar nýttar við áframhaldandi betrumbætur og þróun þeirrar þjónustu. Við viljum vinna að því í samvinnu við sveitarfélögin að minnka bilið á milli ferðaþjónustu fatlaðra og venjulega Strætó. Það er hægt að gera með mörgum leiðum eins og t.d. auknum upplýsingum, aðgengilegum stoppistöðvum, upplýsingaskiltum í vögnunum og fleiru. Þá býður Reykjavíkurborg nú árskort fyrir ungmenni í ferðaþjónustu fatlaðra sem gilda einnig í almenningsvagna Strætó. Ef reynslan af slíku fyrirkomulagi verður góð standa vonir til að þetta verði innleitt fyrir fleiri hópa.Stafrænn Strætó Strætó leggur mikla áherslu á að nýta nýjustu tækni til að auka upplýsingastreymi til farþega og auðvelda þeim notkun þjónustunnar. Ekki síst á þetta við um rauntímaupplýsingar um ferðir vagnanna og væntanlega brottfarartíma frá stoppistöðvum. Strætó-appið er í stöðugri þróun hvað þetta varðar og sérstakt Strætó-app fyrir ferðaþjónustu fatlaðra er að fæðast. Ný heimasíða Strætó fór einnig í loftið í lok síðasta árs með margs konar nýbreytni. Þá er með ýmsum hætti unnið að því að auka stundvísi vagnanna og tryggja forgang þeirra í umferðinni. Í sumar verða til að mynda teknar í notkun forgangsreinar á Hringbraut við Klambratún og sífellt fleiri umferðarljós veita vögnum Strætó tölvustýrðan forgang á annatímum.Strætó – besta leiðin Íbúar höfuðborgarsvæðisins gera og eiga að gera miklar kröfur á Strætó. Við öll eigum Strætó og það er hagur okkar allra að við nýtum almenningssamgöngur í auknum mæli. Eftir því sem fleiri ferðast saman í stórum bílum fækkar smáum bílum á vegunum og þar með verður minni þörf á samgöngumannvirkjum og bílastæðum, öryggi íbúa eykst auk þess sem loftgæði verða meiri og losun gróðurhúsalofttegunda minnkar. En til að við öll getum notað Strætó þarf þjónustan að vera vinsamleg, örugg, aðgengileg fyrir alla og áreiðanleg. Þangað stefnum við öruggum skrefum. Verkefnin hjá stjórn Strætó hafa verið fjölbreytt yfir síðastliðið ár. Ásamt hefðbundinni stefnumótun hafa stjórnarmeðlimir fylgt eftir rekstrarúttekt hjá fyrirtækinu og farið kerfisbundið í gegnum alla starfsemi Strætó. Tilgangur þessara aðgerða er að fá betri yfirsýn yfir starfsemi fyrirtækisins og gera rekstur Strætó hagkvæmari en um leið umhverfisvænni og þægilegri valkost fyrir alla íbúa höfuðborgarsvæðisins. Með hagræðingaraðgerðum náðum við að lækka rekstrarkostnað um 250 m.kr. og skiluðum einnig 180 m.kr. afgangi á síðasta ári. Kjarnastarfsemi Strætó eru gulu Strætóvagnarnir sem keyra um hér á höfuðborgarsvæðinu en við sinnum einnig ferðaþjónustu fyrir fatlað og eldra fólk og umsjón og upplýsingagjöf með strætóakstri um landið fyrir landshlutasamtök. Mér finnst hagræði að því að hafa þessa þjónustu alla undir sama þaki því þá getum við tengt á milli þjónustuleiða. Stjórn Strætó hefur samþykkt þjónustustefnu sem er í innleiðingu hjá öllum rekstrareiningum Strætó því hvort sem þú ert í Strætó, ferðaþjónustu fatlaðra eða að taka Strætórútu út á landi áttu að geta treyst þjónustunni. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og stjórnarformaður Strætó. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Stjórn Strætó samþykkti þjónustustefnu í byrjun maí sem nú er í innleiðingu. Allar rekstrareiningar innan fyrirtækisins munu þannig setja sér markmið um hvernig hægt sé að bæta þjónustuna við farþega. Markmiðið er að farþegar upplifi sig velkomna og örugga í vögnum og ferðaþjónustu Strætó. Nýjar og rýmri reglur eru einnig í vinnslu um hvað má taka með sér í vagnana, bæði til að auka notagildi þeirra og ferðaánægju. Þannig sjáum við fyrir okkur að gæludýr, kaffi og í raun flest það sem einstaklingar geta borið með sér, án teljandi óþrifnaðar eða óþæginda fyrir aðra farþega, verði velkomið í vagna Strætó. Til skoðunar hefur einnig verið kvöld- og næturstrætó, eins og flestir vita og er það erindi nú til umsagnar hjá sveitarfélögunum sem standa að Strætó.Strætó fyrir alla Í náinni framtíð vill Strætó einungis notast við vagna með rampi til að tryggja bætt aðgengi og við höfum óskað eftir að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu komi sér saman um hönnunarstaðla á stoppistöðvum. Við viljum merkja þær sem eru aðgengilegar í leiðakerfinu svo fólk geti auðveldlega skipulagt sín ferðalög. Í byrjun árs var framkvæmd þjónustukönnun meðal notenda ferðaþjónustu fatlaðra og verða niðurstöður hennar nýttar við áframhaldandi betrumbætur og þróun þeirrar þjónustu. Við viljum vinna að því í samvinnu við sveitarfélögin að minnka bilið á milli ferðaþjónustu fatlaðra og venjulega Strætó. Það er hægt að gera með mörgum leiðum eins og t.d. auknum upplýsingum, aðgengilegum stoppistöðvum, upplýsingaskiltum í vögnunum og fleiru. Þá býður Reykjavíkurborg nú árskort fyrir ungmenni í ferðaþjónustu fatlaðra sem gilda einnig í almenningsvagna Strætó. Ef reynslan af slíku fyrirkomulagi verður góð standa vonir til að þetta verði innleitt fyrir fleiri hópa.Stafrænn Strætó Strætó leggur mikla áherslu á að nýta nýjustu tækni til að auka upplýsingastreymi til farþega og auðvelda þeim notkun þjónustunnar. Ekki síst á þetta við um rauntímaupplýsingar um ferðir vagnanna og væntanlega brottfarartíma frá stoppistöðvum. Strætó-appið er í stöðugri þróun hvað þetta varðar og sérstakt Strætó-app fyrir ferðaþjónustu fatlaðra er að fæðast. Ný heimasíða Strætó fór einnig í loftið í lok síðasta árs með margs konar nýbreytni. Þá er með ýmsum hætti unnið að því að auka stundvísi vagnanna og tryggja forgang þeirra í umferðinni. Í sumar verða til að mynda teknar í notkun forgangsreinar á Hringbraut við Klambratún og sífellt fleiri umferðarljós veita vögnum Strætó tölvustýrðan forgang á annatímum.Strætó – besta leiðin Íbúar höfuðborgarsvæðisins gera og eiga að gera miklar kröfur á Strætó. Við öll eigum Strætó og það er hagur okkar allra að við nýtum almenningssamgöngur í auknum mæli. Eftir því sem fleiri ferðast saman í stórum bílum fækkar smáum bílum á vegunum og þar með verður minni þörf á samgöngumannvirkjum og bílastæðum, öryggi íbúa eykst auk þess sem loftgæði verða meiri og losun gróðurhúsalofttegunda minnkar. En til að við öll getum notað Strætó þarf þjónustan að vera vinsamleg, örugg, aðgengileg fyrir alla og áreiðanleg. Þangað stefnum við öruggum skrefum. Verkefnin hjá stjórn Strætó hafa verið fjölbreytt yfir síðastliðið ár. Ásamt hefðbundinni stefnumótun hafa stjórnarmeðlimir fylgt eftir rekstrarúttekt hjá fyrirtækinu og farið kerfisbundið í gegnum alla starfsemi Strætó. Tilgangur þessara aðgerða er að fá betri yfirsýn yfir starfsemi fyrirtækisins og gera rekstur Strætó hagkvæmari en um leið umhverfisvænni og þægilegri valkost fyrir alla íbúa höfuðborgarsvæðisins. Með hagræðingaraðgerðum náðum við að lækka rekstrarkostnað um 250 m.kr. og skiluðum einnig 180 m.kr. afgangi á síðasta ári. Kjarnastarfsemi Strætó eru gulu Strætóvagnarnir sem keyra um hér á höfuðborgarsvæðinu en við sinnum einnig ferðaþjónustu fyrir fatlað og eldra fólk og umsjón og upplýsingagjöf með strætóakstri um landið fyrir landshlutasamtök. Mér finnst hagræði að því að hafa þessa þjónustu alla undir sama þaki því þá getum við tengt á milli þjónustuleiða. Stjórn Strætó hefur samþykkt þjónustustefnu sem er í innleiðingu hjá öllum rekstrareiningum Strætó því hvort sem þú ert í Strætó, ferðaþjónustu fatlaðra eða að taka Strætórútu út á landi áttu að geta treyst þjónustunni. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og stjórnarformaður Strætó.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun