„Vonandi ryðjum við brautina fyrir komandi kynslóðir“ Ólöf Skaftadóttir skrifar 13. júní 2017 11:15 Myndir: Rakel Tómasdóttir Stelpurnar okkar í íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu etja kappi við Brasilíu á Laugardalsvelli í kvöld en leikurinn er kveðjuleikur þeirra fyrir EM kvenna í Hollandi, sem hefst síðar í sumar. Að því tilefni ákváðum við að rifja upp viðtal sem tekið var við nokkrar landsliðskonur í fyrra, í kjölfar fótboltafársins sem gekk yfir landið þá. (og gerir enn) Kastljós erlendra fjölmiðla er á Íslandi. Aftur. Í þetta sinn er þó ekki um að kenna óblíðum náttúruöflum sem lama flugsamgöngur um heiminn; það er ekki verið að lækka lánshæfismat landsins niður í ruslflokk í kjölfar fjármálahruns. Nú er erlendum fjölmiðlum tíðrætt um fótboltaþjóðina Ísland. 330.000 manna þjóð í fyrsta sinn á stórmóti í fótbolta. Stórkostlegur árangur. Engum blöðum um það að fletta. En svo öllu sé haldið til haga, þá er þetta raunar fjórða Evrópumeistaramótið sem íslenskt landslið tekur þátt í. Stelpurnar okkar, sem eru í sextánda sæti á styrkleikalista FIFA, hafa nefnilega þrisvar tekið þátt í stórmótum – árin 1995, 2009 og 2013. Þær eiga möguleika á sæti á Evrópumótinu sem haldið verður í Hollandi á næsta ári. Stelpurnar okkar eru grjótharðar, skemmtilegar, ólíkar og umfram allt góðar í fótbolta. Líkt og strákarnir okkar. Þær þekkjast vel úr litlu deildinni á Íslandi og hafa margar spilað með sömu félagsliðum og fylgst að síðan úr unglingalandsliðum. Margar hafa reynt fyrir sér í útlöndum og átt góðu gengi að fagna. Þær eru jafn áhugaverðar, jafn góðar í fótbolta og leggja jafn mikið á sig og strákarnir okkar sem lifa góðu lífi, keyra dýra bíla og geta leyft sér nánast hvað sem er. En stelpurnar lifa ekki á boltanum einum saman. Þær kvarta þó ekki, þvert á móti – þær eru þakklátar fyrir það sem hefur gerst á undanförnum mánuðum. Margt er að breytast þó betur megi ef duga skal.Gefum Hallberu Guðný Gísladóttur, Fanndísi Friðriksdóttur, Málfríði Ernu Sigurðardóttur, Hörpu Þorsteinsdóttur og Elísu Ósk Viðardóttur orðið. „Ég er alin upp á Akranesi sem eins og flestir vita er mikill fótboltabær. Ég byrjaði ung að mæta á völlinn og var svo heppin að fá að fylgjast með liðinu mínu taka á móti hverjum titlinum á fætur öðrum. Mínar hetjur í fótboltanum voru Óli Þórðar, Haddi Ingólfs, Steini Gísla og allir þessir ótrúlega flottu fótboltamenn sem spiluðu fyrir ÍA. Þeir voru stjörnur í mínum augum. Á Akranesi var líka fullt af flottum fótboltakonum, eitthvað sem ég hafði ekki hugmynd um. Í gegnum árin hef ég þurft að sætta mig við það að mín íþrótt skipti ekki jafn miklu máli og íþróttin sem bræður mínir og frændur spiluðu, þrátt fyrir að ég hafi lagt jafn mikið á mig og þeir og hugsanlega meira.“ Á þessum orðum hófst pistill Hallberu Guðnýjar Gísladóttur, landsliðskonu í knattspyrnu frá í maí (2016). Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Greinarskrif Hallberu voru orð í tíma töluð en margt hefur nefnilega áunnist nýlega í þessum efnum. Það finnst allavega liðsfélögum hennar sem hittu blaðamann og ljósmyndara Glamour í Gufunesi. „Hallbera hóf byltinguna, það er bara svoleiðis,“ segir Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Breiðabliks og íslenska landsliðsins. Fanndís er 25 ára gömul, með munninn fyrir neðan nefið. „Ég nenni ekki að við séum að fara að væla eitthvað í þessu viðtali. Mér finnst geðveikt að Pepsi-deild kvenna séu gerð góð skil á Stöð 2 Sport eftir pistilinn hennar Hallberu. Svoleiðis byrjar þetta. Svo fer að fyllast á völlinn hjá okkur og þá erum við komnar í toppmál,“ segir Fanndís hlæjandi. Þó nokkuð hefur gerst á þeim stutta tíma sem er liðinn síðan Hallbera ritaði pistilinn, þar sem hún kvartaði meðal annars yfir litlum áhuga fjölmiðla á kvennaboltanum. „En hef ég einhvern rétt á því að kvarta? Eigum við ekki bara að vera þakklátar fyrir það að fjölmiðlar taki sér þó tíma í að skrifa um helstu úrslit og markaskorara? Er ekki of mikið að ætlast til þess að við fáum almennilega umfjöllun og að einhverjir leikir séu jafnvel sýndir í sjónvarpinu? Ég veit að þetta er dýrt og áhuginn er mun minni heldur en á Pepsi-deild karla. En málið er að einhvers staðar þarf að byrja.“Helena Ólafsdóttir, fyrrverandi landsliðskona í knattspyrnu og margreyndur þjálfari, stýrir nú þætti um Pepsi-deild kvenna á Stöð 2 Sport, en þættirnir hafa hlotið mikið lof og meira áhorf en reyndustu dagskrárgerðarmenn höfðu séð fyrir. „Deildin er bara geðveikt sterk í ár. Ég held hún hafi aldrei verið svona sterk. Það er auðvitað lítið búið af henni, en það skiptir ekki mestu máli. Það eru nokkrar umferðir búnar og sum úrslit hafa komið mjög á óvart. Það eru lið að fara að blanda sér í toppslaginn sem maður kannski bjóst ekki við í upphafi,“ segir Fanndís og Hallbera tekur undir. Harpa Þorsteinsdóttir, leikmaður Stjörnunnar og íslenska kvennalandsliðsins, líka. „Það eru bara miklu fleiri stelpur orðnar ógeðslega góðar í fótbolta.“Þannig að þetta er að breytast?Harpa segir ekkert erfiðara að vera stelpa en strákur í fótbolta. Þær fái að æfa jafn mikið. Fanndís segir að það eina sem geti reynst erfitt sé að fá minni athygli en strákarnir. „Ef fólki finnst það eitthvað erfitt,“ bætir hún við, hlæjandi. Væri hætt fyrir löngu ef ég væri í þessu fyrir peninginnHallberu finnst ekkert endilega sanngjarnt að biðja um jafn mikla peninga og strákarnir, en fyrir því eru fordæmi. Það gerði bandaríska kvennalandsliðið í knattspyrnu á dögunum. Jafnrétti í knattspyrnu um allan heim hefur verið í kastljósi fjölmiðla. Stærsta fréttin var um launamun kynjanna í landsliðum í Bandaríkjunum. Heimsþekktir leikmenn kvenna á borð við Hope Solo, Carli Lloyd og Alex Morgan fóru í fjölmiðla með kröfur sínar um að allir sætu við sama borð. Kvennalandslið Bandaríkjamanna er talið það besta í heiminum og vermir toppsæti styrkleikalista FIFA. Karlalandslið BNA er í 31. sæti á styrkleikalistanum. Launakröfurnar báru árangur. „Á meðan við erum ekki að hala inn jafn miklar tekjur og strákarnir þá skil ég alveg að við fáum ekki jafn mikið greitt. Við getum ekkert krafist einhverra hárra fjárhæða á meðan deildin er rekin í blússandi mínus. Það er alveg ljóst að ef maður væri í þessu fyrir peninginn, væri maður löngu hættur,“ útskýrir Hallbera. Allt að gerast í kvennaboltanumFanndís segir þó allt á uppleið. „Það er allt að gerast í kvennaboltanum. Fótboltinn er miklu betri, umfjöllunin í sumar verður geðveik, þannig skapast áhuginn og þá koma fleiri áhorfendur sem þýðir meiri peningur. Í alvöru, það er allt að gerast.“ Elísa Viðarsdóttir, sem spilar fyrir Val og landsliðið, tekur undir þetta. „Algjörlega. En þetta hefur verið og verður áreiðanlega áfram, endalaus barátta.“ Hallbera: Dagný [Brynjarsdóttir], sem er með okkur í landsliðinu, er til dæmis að spila með félagsliði í Bandaríkjunum. Þar eru svona fimmtán þúsund manns sem mæta á hvern leik. Harpa: En Bandaríkin eru auðvitað á allt öðrum stað. Leikmenn sem eru að standa sig vel þar fara á samninga hjá stórfyrirtækjum. Þar eru svo miklu fleiri möguleikar. Hins vegar er það ekki fjölskylduvænt umhverfi. Þær þurfa að fórna öllum sínum tíma, ekki bara mæta á æfingar saman, heldur er liðið alltaf saman. Svo er kvennalandsliðið þar alveg sér á báti. Þær eru að hala inn miklu meiri tekjur en strákarnir, út af auglýsingasamningum. Þær eru þekktari en strákarnir í fótbolta. Þær þurftu samt að kæra til að fá jafn mikið og þeir í laun.Móðir með þrjú börn og enn í landsliðinuTalandi um fjölskylduvænt umhverfi, það hlýtur að setja strik í reikninginn að þurfa að hætta að spila til að eignast börn?Harpa: Ég veit það ekki. Ég á allavega barn og er enn í fullu fjöri. Málfríður Erna: Ég á þrjú börn. Margrét Lára [Viðarsdóttir] á líka strák og fleiri stelpur í liðinu. Þær koma ekkert allar aftur sem detta út til að eignast börn, en margar gera það. Harpa: Það skiptir kannski máli hvernig maður hugsar þetta. Sumar hætta auðvitað bara til þess að stofna fjölskyldu, því þær eru kannski komnar með leið á fótbolta. Ég eignaðist barn en vissi alltaf að ég ætlaði aftur í fótbolta. Málfríður Erna: Ég spilaði fyrsta landsleikinn minn 2001. Ég er ennþá þar, en með hléum auðvitað. Ég á þrjú börn! Sem er reyndar ruglað, þegar ég pæli í því. Málfríður hlær og hinar taka undir. Hallbera: Já, það koma kannski ekki allar til baka, en samt miklu meira núna en áður. Málfríður: Algjörlega. En það var alveg vinna að komast aftur inn í landsliðið. Ég eignaðist mitt fyrsta barn 2009, en var komin svo tiltölulega fljótt aftur inn í landsliðið. En svo reyndar fótbrotnaði ég 2010, svo það tók aðeins lengri tíma eftir barn númer tvö.Hvenær eru leikmenn að hætta?Fanndís: Það er til fullt af liði sem er geðveikt lengi í þessu. Elísa: Ég held samt að stelpur fái spurninguna: Jæja, og ætlarðu að halda áfram í þessu? miklu fyrr en strákarnir. Harpa: Já, ég hef fengið þessa spurningu: Ertu ennþá í þessum bolta? Svona eins og ég sé bara að leika mér. Elísa: Við erum náttúrulega að gera þetta fyrir ánægjuna samt. Þetta er ekki okkar helsta tekjulind. Ég er í skóla núna, samhliða fótboltanum.“ Lært í landsliðsferðumEn gerið þið þá nokkuð annað en að vinna eða læra og spila fótbolta?Harpa: Já, maður finnur alltaf tíma. Ég er að vinna á leikskóla en er líka í námi. Námið er í algjöru aukahlutverki. Það er helst ef ég hef verið að fara í landsliðsferðir og á daginn er dauður tími, þá hef ég verið að nota tækifærið og læra. Þegar maður fær frí heima þá langar mann að gera eitthvað með fjölskyldunni, en ekki að læsa sig inni. Ég hef reyndar aðeins gert á þessu undantekningu núna, vegna þess að ég er að klára námið mitt. En ég er mjög ánægð á leikskólanum. Ég er með svo skilningsríka og góða atvinnurekendur og það er ekkert gengið að því hvar sem er.Já, hvernig gengur að halda vinnu með þessa dagskrá utan vinnu?Stelpurnar líta hver á aðra og hlæja. Hallbera: Upp og ofan. Ef maður er heppinn eins og ég, með frábæra atvinnuveitendur, þá er maður samt alltaf með samviskubit. Maður er alltaf að hringja og segja: Heyrðu, ég er að fara til Portúgal í tíu daga, í æfingaferð. Þau segja alltaf, já, ekkert mál, en manni líður samt alltaf illa með það. Harpa: Svo er ekkert hægt að segja neitt við þessu, því maður myndi frekar hætta í vinnunni en að sleppa landsliðsferð. Elísa: Nákvæmlega. Harpa: Og þau vita það líka, þess vegna er það líka pínlegt. Maður er að biðja um frí en er samt í rauninni að segja ég mæti ekki. Hallbera: Svo er sumarfríið bara farið hjá manni því maður tekur alla sumarfrísdaga í æfingaferðir. Fanndís: Maður hefur alveg þurft að segja þegar maður er að sækja um vinnu: Já, ég hef geggjaðan áhuga en ég verð alltaf að vera mætt á æfingu klukkan fimm. Svo kemur fyrir fjórum sinnum í mánuði að ég þarf að fara fyrr. Þá segja margir: Já, við verðum í sambandi við þig. Svo hefur enginn samband. Fanndís hlær, og stelpurnar taka undir. Kvenréttindaparadísin ÍslandÍslandi er stundum lýst af útlendingum sem femínískri paradís í Atlantshafinu. Ísland vermir reglulega efstu sæti á listum yfir þau lönd þar sem mest jafnrétti ríkir. Kynjakvótar í stjórnum, viðleitni til þess að jafna laun kynjanna og birtingarmynd kvenna í fjölmiðlum er meðal þess sem hefur áunnist hin allra síðustu ár. Í kvennaboltanum er þó við ramman reip að draga. Fyrsti deildarleikur kvenna var spilaður á Íslandi árið 1970 og fyrsta kvennalandsliðið stofnað 11 árum síðar. Árið 1987 var landsliðið svo lagt niður af þáverandi stjórn KSÍ. Það var reyndar ekki formlega lagt niður, en engir leikir voru á dagskránni, ekkert fjármagn og enginn stuðningur veittur. Það var ekki fyrr en 1992 sem liðið var endurvakið. Fyrir minna en þrjátíu árum var félagsliðum kvenna á Íslandi gert að æfa á óhentugum tímum og var stundum ekki hleypt á gras til æfinga – þegar þær fengu að æfa á grasi var þeim stundum bannað að klæðast takkaskóm, til að þær skemmdu ekki grasið. Umfjöllun um kvennabolta í fjölmiðlum var nánast engin. „Það hefur sem betur fer mikið breyst. Ég meina, við æfum alveg jafn mikið og öll aðstaða er algjörlega til fyrirmyndar,“ segir Málfríður. ,,Ég hafði aldrei pælt í þessu fyrr en ég var nýbyrjuð í meistaraflokki. Þá vorum við að fara á æfingu á aðalvellinum á eftir meistaraflokki karla, þegar þjálfari þeirra kemur og spyr hvað við séum að gera, hvort við höldum virkilega að við fáum að æfa á aðalvellinum eins og þeir. Svo hlógu þeir allir. Þetta var í fyrsta og eina skiptið sem ég hef verið svona niðurlægð, samt. Við vorum líka með þjálfara með bein í nefinu sem lét þetta ekkert viðgangast.“ Harpa: Ég fann lítið fyrir þessu í Stjörnunni þegar ég var að koma upp í meistaraflokk. Þá voru strákarnir nefnilega í 2. deild og við í efstu. Hins vegar er annað uppi á teningnum núna. Eftir að strákarnir fóru að ná þessum árangri, sem er frábært, þá finn ég samt mun. Það þótti einhvern veginn merkilegra þegar strákarnir unnu Íslandsmeistaratitilinn en þegar við unnum. Hallbera: Eftir því sem maður varð eldri þá fann maður hvernig áherslurnar urðu aðrar. Æfingatími, æfingabúnaður og margt fleira var aldrei á sama standard hjá kvenna- og karlaflokkum. Hins vegar hefur þetta batnað mjög með árunum. Elísa: Ég fann aldrei fyrir þessu hjá ÍBV, þar sem ég ólst upp. Ég var alltaf í mjög sterku liði og við vorum einn sterkasti flokkurinn sem ÍBV átti á þeim tíma og það var hugsað vel um okkur. Ég held að það skipti miklu máli hver er að þjálfa hverju sinni og hversu mikið þjálfarinn berst fyrir sig og sína. Og það er nú einn jákvæður punktur; það eru eiginlega allir þjálfarar á Íslandi, bæði karla- og kvennaliða, menntaðir í sínu fagi, sem er mjög mikilvægt. Fanndís: Já, það er nefnilega frábært. Eins og þegar ég var að spila í Noregi, þá voru bara mömmur og pabbar að sjá um æfingarnar. Hallbera: Ég var á Ítalíu og í Svíþjóð og þó að deildirnar þar séu kannski betri, þá er öll aðstaða á Íslandi bara frábær í dag. Alveg til fyrirmyndar. Hallbera segir kvennaboltann enn unga íþrótt. „Ef við værum úti í atvinnumennsku gætum við alveg lifað á þessu. Við værum kannski ekkert að safna einhverjum fjársjóðum. En við gætum alveg lifað góðu lífi. Það var náttúrulega mjög mikill sigur þegar dagpeningarnir voru jafnaðir á sínum tíma. Ég held að það hafi verið Helena Ólafsdóttir og kannski Ásthildur Helga og einhverjar fleiri, sem börðust fyrir því, svona upp úr 2000.“ Harpa: Það voru varla dagpeningar þegar ég kom inn í landsliðið, kannski fimmþúsundkall. Og ég spilaði fyrsta landsleikinn minn árið 2006. Hallbera: Þetta þótti bara eðlilegt. Auglýsingasamningar halda engum uppiHvað með auglýsingasamninga hérna heima?Hallbera: Einhverjar af okkur detta inn á eina og eina auglýsingu. Elísa: Þetta er ekki eitthvað brjálað spons sem heldur neinum uppi samt. Fanndís: Auglýsingasamningarnir okkar eru meira svona, þú mátt eiga þessa takkaskó ef þú setur mynd á Instagram. í Bandaríkjunum er þeim borgað fyrir að vera í þessum takkaskóm. En maður er bara að vinna í því núna, að fá umfjöllun um kvennaknattspyrnu og þá kemur allt í kjölfarið. Maður segir bara já við öllu. ,,RÍFÐU ÞIG ÚR AÐ OFAN ÉG ÆTLA AÐ TAKA MYND, og við erum alveg: Já, ókei.” Þær hlæja. Harpa: Við erum búnar að vera mikið núna úti um allt, því áhuginn er mikill og svona. En við erum ekkert að taka neitt fyrir það. Maður er bara þakklátur fyrir umfjöllunina, eins og staðan er í dag. Hallbera: Eins og ég sérstaklega, ég var að koma með þennan pistil og þá get ég ekkert sagt nei þegar verið er að hringja í mig frá miðlunum. Ég setti mig nú í þessa stöðu sjálf. Hallbera hlær. Elísa: Að mínu mati höfum við tekið heljarstökk fram á við einungis á nokkrum mánuðum hvað varðar umfjöllun og áhuga á kvennaknattspyrnu. Það er líka ekki alltaf hægt að benda á aðra þegar kemur að þessari jafnréttisbaráttu. Við leikmenn þurfum líka að líta inn á við, bæta okkur og skila þannig betri frammistöðu inn á vellinum. Það dregur fólk að. Svo er annað líka. Vandamálið er ekki bara við eða KSÍ. UEFA og FIFA stjórna ferðinni að miklu leyti, og við ráðum lítið við það. En vonandi ryðjum við brautina fyrir komandi kynslóðir. Róm var ekki byggð á einum degi! En ég held að það sé alveg ljóst að pistillinn hennar Hallberu hafi gert svakalega mikið fyrir okkur. Hallbera: Ég held að hann hafi aðallega sýnt hversu margir voru sammála. Ég bjóst við því að það myndu einhverjir vera sammála – en aldrei svona margir. Þetta var greinilega eitthvað sem var búið að krauma undir niðri. Elísa: Það var heldur ekki bara einhver sem sagði þetta, heldur leikmaður í landsliðinu sem veit hvað hún er að tala um. Harpa: Og Hallbera er heldur ekkert þekkt fyrir að vera með eitthvert skítkast í fjölmiðlum. Stelpurnar hlæja. Klæða sig úr til að trekkja áhorfendur aðElísa: En skítkastið er svo mikið stundum. Til dæmis þegar við erum að hvetja fólk til að mæta á leikina mætir einhver kommentari og segir: Þið þurfið þá kannski að klæða ykkur minna. Það er alltaf eitthvað svona. Málfríður: Já, það er glatað. En ég veit alveg til þess að það hafi verið prófað. Ég man þegar við vorum einhvern tímann að fara að keppa á einhverju Evrópumóti og það var öllum alveg sama. Þá stakk þjálfarinn upp á að leikmennirnir myndu sitja fyrir fáklæddir. En það var algjört örþrifaráð. Hallbera: Það er ekki langt síðan A-landslið kvenna sat fyrir á bikiníi og sagði: Allir á völlinn! Fríða: Það var 2001. Fanndís: Ég man alveg eftir að hafa setið fyrir einhvern tíma með liðinu á stuttbuxum og íþróttatopp. Vorum glerharðar. Hallbera: Þetta myndi samt aldrei gerast núna. Elísa: Sem betur fer, maður. Harpa: En við höfum samt oft séð um það bara sjálfar að auglýsa okkur og leikina. Hallbera: Já, við erum sjálfar í því að búa til auglýsingar og Facebook-viðburði. Enginn samgangur milli landsliðaEr samgangur á milli landsliðanna íslensku?Elísa: ,Nei, strákarnir eru eiginlega allir úti að spila. Harpa: Það er ekki einu sinni sama fólk frá KSÍ sem fer út í ferðir. Það er dálítið eins og þetta séu tvö lið innan sama sambandsins sem eru lítið í samskiptum. Ég held að mér sé óhætt að segja að topparnir fari meira í ferðir með strákunum heldur en okkur. Málfríður: Já, ég held að það sé alveg þannig. Fanndís: Já, en það breytist vonandi líka. Eins og staðan er núna þá erum við nefnilega drullugóðar. Það er bara þannig. Harpa: Já, nákvæmlega. Fanndís: Og Freyr [Alexandersson] er algjör peppari og fótboltasjúkur. Hann er frábær þjálfari. Hann elskar fótbolta. Hallbera: Hann gerir hlutina 100 prósent. Elísa: Hann smitar svo mikilli ástríðu og trú til okkar. Fanndís: Hann myndi gera allt til þess að liðið sé sem best undirbúið. Hann fórnar öllu sínu. Málfríður: Hann er frábær. Algjörlega. Þegar strákarnir okkar börðust hetjulega til að komast á EM 2016 var því réttilega fagnað um allt land og slegið upp á öllum forsíðum. Mörg þúsund manns flykktust á Arnarhól þar sem sýnt var frá leikjunum á stórum skjá, flugfélögin bættu við fjöldanum öllum af flugvélum til þess að koma Íslendingum á leikina og íslensku stuðningsmennirnir slógu í gegn í Frakklandi. Vonum að stelpurnar okkar fái líka skjá á Arnarhóli ef þær komast til Hollands á næsta ári. Þær eru nefnilega fáránlega góðar í fótbolta.Viðtalið birtist fyrst í júlítölublaði Glamour 2016. Mest lesið Kynþokkafulli fanginn gekk sinn fyrsta tískupall Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Blur Perfector kominn aftur Glamour Kylie Jenner orðin mamma Glamour Flottasta hárteymi heims á leið til landsins Glamour Fær sína eigin Barbie dúkku Glamour Glamúr og næturlíf í haustherferð H&M Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Forsetafrúin Kim Kardashian West á forsíðu Interview Magazine Glamour Mér finnst vera veiðileyfi á konur Glamour
Stelpurnar okkar í íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu etja kappi við Brasilíu á Laugardalsvelli í kvöld en leikurinn er kveðjuleikur þeirra fyrir EM kvenna í Hollandi, sem hefst síðar í sumar. Að því tilefni ákváðum við að rifja upp viðtal sem tekið var við nokkrar landsliðskonur í fyrra, í kjölfar fótboltafársins sem gekk yfir landið þá. (og gerir enn) Kastljós erlendra fjölmiðla er á Íslandi. Aftur. Í þetta sinn er þó ekki um að kenna óblíðum náttúruöflum sem lama flugsamgöngur um heiminn; það er ekki verið að lækka lánshæfismat landsins niður í ruslflokk í kjölfar fjármálahruns. Nú er erlendum fjölmiðlum tíðrætt um fótboltaþjóðina Ísland. 330.000 manna þjóð í fyrsta sinn á stórmóti í fótbolta. Stórkostlegur árangur. Engum blöðum um það að fletta. En svo öllu sé haldið til haga, þá er þetta raunar fjórða Evrópumeistaramótið sem íslenskt landslið tekur þátt í. Stelpurnar okkar, sem eru í sextánda sæti á styrkleikalista FIFA, hafa nefnilega þrisvar tekið þátt í stórmótum – árin 1995, 2009 og 2013. Þær eiga möguleika á sæti á Evrópumótinu sem haldið verður í Hollandi á næsta ári. Stelpurnar okkar eru grjótharðar, skemmtilegar, ólíkar og umfram allt góðar í fótbolta. Líkt og strákarnir okkar. Þær þekkjast vel úr litlu deildinni á Íslandi og hafa margar spilað með sömu félagsliðum og fylgst að síðan úr unglingalandsliðum. Margar hafa reynt fyrir sér í útlöndum og átt góðu gengi að fagna. Þær eru jafn áhugaverðar, jafn góðar í fótbolta og leggja jafn mikið á sig og strákarnir okkar sem lifa góðu lífi, keyra dýra bíla og geta leyft sér nánast hvað sem er. En stelpurnar lifa ekki á boltanum einum saman. Þær kvarta þó ekki, þvert á móti – þær eru þakklátar fyrir það sem hefur gerst á undanförnum mánuðum. Margt er að breytast þó betur megi ef duga skal.Gefum Hallberu Guðný Gísladóttur, Fanndísi Friðriksdóttur, Málfríði Ernu Sigurðardóttur, Hörpu Þorsteinsdóttur og Elísu Ósk Viðardóttur orðið. „Ég er alin upp á Akranesi sem eins og flestir vita er mikill fótboltabær. Ég byrjaði ung að mæta á völlinn og var svo heppin að fá að fylgjast með liðinu mínu taka á móti hverjum titlinum á fætur öðrum. Mínar hetjur í fótboltanum voru Óli Þórðar, Haddi Ingólfs, Steini Gísla og allir þessir ótrúlega flottu fótboltamenn sem spiluðu fyrir ÍA. Þeir voru stjörnur í mínum augum. Á Akranesi var líka fullt af flottum fótboltakonum, eitthvað sem ég hafði ekki hugmynd um. Í gegnum árin hef ég þurft að sætta mig við það að mín íþrótt skipti ekki jafn miklu máli og íþróttin sem bræður mínir og frændur spiluðu, þrátt fyrir að ég hafi lagt jafn mikið á mig og þeir og hugsanlega meira.“ Á þessum orðum hófst pistill Hallberu Guðnýjar Gísladóttur, landsliðskonu í knattspyrnu frá í maí (2016). Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Greinarskrif Hallberu voru orð í tíma töluð en margt hefur nefnilega áunnist nýlega í þessum efnum. Það finnst allavega liðsfélögum hennar sem hittu blaðamann og ljósmyndara Glamour í Gufunesi. „Hallbera hóf byltinguna, það er bara svoleiðis,“ segir Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Breiðabliks og íslenska landsliðsins. Fanndís er 25 ára gömul, með munninn fyrir neðan nefið. „Ég nenni ekki að við séum að fara að væla eitthvað í þessu viðtali. Mér finnst geðveikt að Pepsi-deild kvenna séu gerð góð skil á Stöð 2 Sport eftir pistilinn hennar Hallberu. Svoleiðis byrjar þetta. Svo fer að fyllast á völlinn hjá okkur og þá erum við komnar í toppmál,“ segir Fanndís hlæjandi. Þó nokkuð hefur gerst á þeim stutta tíma sem er liðinn síðan Hallbera ritaði pistilinn, þar sem hún kvartaði meðal annars yfir litlum áhuga fjölmiðla á kvennaboltanum. „En hef ég einhvern rétt á því að kvarta? Eigum við ekki bara að vera þakklátar fyrir það að fjölmiðlar taki sér þó tíma í að skrifa um helstu úrslit og markaskorara? Er ekki of mikið að ætlast til þess að við fáum almennilega umfjöllun og að einhverjir leikir séu jafnvel sýndir í sjónvarpinu? Ég veit að þetta er dýrt og áhuginn er mun minni heldur en á Pepsi-deild karla. En málið er að einhvers staðar þarf að byrja.“Helena Ólafsdóttir, fyrrverandi landsliðskona í knattspyrnu og margreyndur þjálfari, stýrir nú þætti um Pepsi-deild kvenna á Stöð 2 Sport, en þættirnir hafa hlotið mikið lof og meira áhorf en reyndustu dagskrárgerðarmenn höfðu séð fyrir. „Deildin er bara geðveikt sterk í ár. Ég held hún hafi aldrei verið svona sterk. Það er auðvitað lítið búið af henni, en það skiptir ekki mestu máli. Það eru nokkrar umferðir búnar og sum úrslit hafa komið mjög á óvart. Það eru lið að fara að blanda sér í toppslaginn sem maður kannski bjóst ekki við í upphafi,“ segir Fanndís og Hallbera tekur undir. Harpa Þorsteinsdóttir, leikmaður Stjörnunnar og íslenska kvennalandsliðsins, líka. „Það eru bara miklu fleiri stelpur orðnar ógeðslega góðar í fótbolta.“Þannig að þetta er að breytast?Harpa segir ekkert erfiðara að vera stelpa en strákur í fótbolta. Þær fái að æfa jafn mikið. Fanndís segir að það eina sem geti reynst erfitt sé að fá minni athygli en strákarnir. „Ef fólki finnst það eitthvað erfitt,“ bætir hún við, hlæjandi. Væri hætt fyrir löngu ef ég væri í þessu fyrir peninginnHallberu finnst ekkert endilega sanngjarnt að biðja um jafn mikla peninga og strákarnir, en fyrir því eru fordæmi. Það gerði bandaríska kvennalandsliðið í knattspyrnu á dögunum. Jafnrétti í knattspyrnu um allan heim hefur verið í kastljósi fjölmiðla. Stærsta fréttin var um launamun kynjanna í landsliðum í Bandaríkjunum. Heimsþekktir leikmenn kvenna á borð við Hope Solo, Carli Lloyd og Alex Morgan fóru í fjölmiðla með kröfur sínar um að allir sætu við sama borð. Kvennalandslið Bandaríkjamanna er talið það besta í heiminum og vermir toppsæti styrkleikalista FIFA. Karlalandslið BNA er í 31. sæti á styrkleikalistanum. Launakröfurnar báru árangur. „Á meðan við erum ekki að hala inn jafn miklar tekjur og strákarnir þá skil ég alveg að við fáum ekki jafn mikið greitt. Við getum ekkert krafist einhverra hárra fjárhæða á meðan deildin er rekin í blússandi mínus. Það er alveg ljóst að ef maður væri í þessu fyrir peninginn, væri maður löngu hættur,“ útskýrir Hallbera. Allt að gerast í kvennaboltanumFanndís segir þó allt á uppleið. „Það er allt að gerast í kvennaboltanum. Fótboltinn er miklu betri, umfjöllunin í sumar verður geðveik, þannig skapast áhuginn og þá koma fleiri áhorfendur sem þýðir meiri peningur. Í alvöru, það er allt að gerast.“ Elísa Viðarsdóttir, sem spilar fyrir Val og landsliðið, tekur undir þetta. „Algjörlega. En þetta hefur verið og verður áreiðanlega áfram, endalaus barátta.“ Hallbera: Dagný [Brynjarsdóttir], sem er með okkur í landsliðinu, er til dæmis að spila með félagsliði í Bandaríkjunum. Þar eru svona fimmtán þúsund manns sem mæta á hvern leik. Harpa: En Bandaríkin eru auðvitað á allt öðrum stað. Leikmenn sem eru að standa sig vel þar fara á samninga hjá stórfyrirtækjum. Þar eru svo miklu fleiri möguleikar. Hins vegar er það ekki fjölskylduvænt umhverfi. Þær þurfa að fórna öllum sínum tíma, ekki bara mæta á æfingar saman, heldur er liðið alltaf saman. Svo er kvennalandsliðið þar alveg sér á báti. Þær eru að hala inn miklu meiri tekjur en strákarnir, út af auglýsingasamningum. Þær eru þekktari en strákarnir í fótbolta. Þær þurftu samt að kæra til að fá jafn mikið og þeir í laun.Móðir með þrjú börn og enn í landsliðinuTalandi um fjölskylduvænt umhverfi, það hlýtur að setja strik í reikninginn að þurfa að hætta að spila til að eignast börn?Harpa: Ég veit það ekki. Ég á allavega barn og er enn í fullu fjöri. Málfríður Erna: Ég á þrjú börn. Margrét Lára [Viðarsdóttir] á líka strák og fleiri stelpur í liðinu. Þær koma ekkert allar aftur sem detta út til að eignast börn, en margar gera það. Harpa: Það skiptir kannski máli hvernig maður hugsar þetta. Sumar hætta auðvitað bara til þess að stofna fjölskyldu, því þær eru kannski komnar með leið á fótbolta. Ég eignaðist barn en vissi alltaf að ég ætlaði aftur í fótbolta. Málfríður Erna: Ég spilaði fyrsta landsleikinn minn 2001. Ég er ennþá þar, en með hléum auðvitað. Ég á þrjú börn! Sem er reyndar ruglað, þegar ég pæli í því. Málfríður hlær og hinar taka undir. Hallbera: Já, það koma kannski ekki allar til baka, en samt miklu meira núna en áður. Málfríður: Algjörlega. En það var alveg vinna að komast aftur inn í landsliðið. Ég eignaðist mitt fyrsta barn 2009, en var komin svo tiltölulega fljótt aftur inn í landsliðið. En svo reyndar fótbrotnaði ég 2010, svo það tók aðeins lengri tíma eftir barn númer tvö.Hvenær eru leikmenn að hætta?Fanndís: Það er til fullt af liði sem er geðveikt lengi í þessu. Elísa: Ég held samt að stelpur fái spurninguna: Jæja, og ætlarðu að halda áfram í þessu? miklu fyrr en strákarnir. Harpa: Já, ég hef fengið þessa spurningu: Ertu ennþá í þessum bolta? Svona eins og ég sé bara að leika mér. Elísa: Við erum náttúrulega að gera þetta fyrir ánægjuna samt. Þetta er ekki okkar helsta tekjulind. Ég er í skóla núna, samhliða fótboltanum.“ Lært í landsliðsferðumEn gerið þið þá nokkuð annað en að vinna eða læra og spila fótbolta?Harpa: Já, maður finnur alltaf tíma. Ég er að vinna á leikskóla en er líka í námi. Námið er í algjöru aukahlutverki. Það er helst ef ég hef verið að fara í landsliðsferðir og á daginn er dauður tími, þá hef ég verið að nota tækifærið og læra. Þegar maður fær frí heima þá langar mann að gera eitthvað með fjölskyldunni, en ekki að læsa sig inni. Ég hef reyndar aðeins gert á þessu undantekningu núna, vegna þess að ég er að klára námið mitt. En ég er mjög ánægð á leikskólanum. Ég er með svo skilningsríka og góða atvinnurekendur og það er ekkert gengið að því hvar sem er.Já, hvernig gengur að halda vinnu með þessa dagskrá utan vinnu?Stelpurnar líta hver á aðra og hlæja. Hallbera: Upp og ofan. Ef maður er heppinn eins og ég, með frábæra atvinnuveitendur, þá er maður samt alltaf með samviskubit. Maður er alltaf að hringja og segja: Heyrðu, ég er að fara til Portúgal í tíu daga, í æfingaferð. Þau segja alltaf, já, ekkert mál, en manni líður samt alltaf illa með það. Harpa: Svo er ekkert hægt að segja neitt við þessu, því maður myndi frekar hætta í vinnunni en að sleppa landsliðsferð. Elísa: Nákvæmlega. Harpa: Og þau vita það líka, þess vegna er það líka pínlegt. Maður er að biðja um frí en er samt í rauninni að segja ég mæti ekki. Hallbera: Svo er sumarfríið bara farið hjá manni því maður tekur alla sumarfrísdaga í æfingaferðir. Fanndís: Maður hefur alveg þurft að segja þegar maður er að sækja um vinnu: Já, ég hef geggjaðan áhuga en ég verð alltaf að vera mætt á æfingu klukkan fimm. Svo kemur fyrir fjórum sinnum í mánuði að ég þarf að fara fyrr. Þá segja margir: Já, við verðum í sambandi við þig. Svo hefur enginn samband. Fanndís hlær, og stelpurnar taka undir. Kvenréttindaparadísin ÍslandÍslandi er stundum lýst af útlendingum sem femínískri paradís í Atlantshafinu. Ísland vermir reglulega efstu sæti á listum yfir þau lönd þar sem mest jafnrétti ríkir. Kynjakvótar í stjórnum, viðleitni til þess að jafna laun kynjanna og birtingarmynd kvenna í fjölmiðlum er meðal þess sem hefur áunnist hin allra síðustu ár. Í kvennaboltanum er þó við ramman reip að draga. Fyrsti deildarleikur kvenna var spilaður á Íslandi árið 1970 og fyrsta kvennalandsliðið stofnað 11 árum síðar. Árið 1987 var landsliðið svo lagt niður af þáverandi stjórn KSÍ. Það var reyndar ekki formlega lagt niður, en engir leikir voru á dagskránni, ekkert fjármagn og enginn stuðningur veittur. Það var ekki fyrr en 1992 sem liðið var endurvakið. Fyrir minna en þrjátíu árum var félagsliðum kvenna á Íslandi gert að æfa á óhentugum tímum og var stundum ekki hleypt á gras til æfinga – þegar þær fengu að æfa á grasi var þeim stundum bannað að klæðast takkaskóm, til að þær skemmdu ekki grasið. Umfjöllun um kvennabolta í fjölmiðlum var nánast engin. „Það hefur sem betur fer mikið breyst. Ég meina, við æfum alveg jafn mikið og öll aðstaða er algjörlega til fyrirmyndar,“ segir Málfríður. ,,Ég hafði aldrei pælt í þessu fyrr en ég var nýbyrjuð í meistaraflokki. Þá vorum við að fara á æfingu á aðalvellinum á eftir meistaraflokki karla, þegar þjálfari þeirra kemur og spyr hvað við séum að gera, hvort við höldum virkilega að við fáum að æfa á aðalvellinum eins og þeir. Svo hlógu þeir allir. Þetta var í fyrsta og eina skiptið sem ég hef verið svona niðurlægð, samt. Við vorum líka með þjálfara með bein í nefinu sem lét þetta ekkert viðgangast.“ Harpa: Ég fann lítið fyrir þessu í Stjörnunni þegar ég var að koma upp í meistaraflokk. Þá voru strákarnir nefnilega í 2. deild og við í efstu. Hins vegar er annað uppi á teningnum núna. Eftir að strákarnir fóru að ná þessum árangri, sem er frábært, þá finn ég samt mun. Það þótti einhvern veginn merkilegra þegar strákarnir unnu Íslandsmeistaratitilinn en þegar við unnum. Hallbera: Eftir því sem maður varð eldri þá fann maður hvernig áherslurnar urðu aðrar. Æfingatími, æfingabúnaður og margt fleira var aldrei á sama standard hjá kvenna- og karlaflokkum. Hins vegar hefur þetta batnað mjög með árunum. Elísa: Ég fann aldrei fyrir þessu hjá ÍBV, þar sem ég ólst upp. Ég var alltaf í mjög sterku liði og við vorum einn sterkasti flokkurinn sem ÍBV átti á þeim tíma og það var hugsað vel um okkur. Ég held að það skipti miklu máli hver er að þjálfa hverju sinni og hversu mikið þjálfarinn berst fyrir sig og sína. Og það er nú einn jákvæður punktur; það eru eiginlega allir þjálfarar á Íslandi, bæði karla- og kvennaliða, menntaðir í sínu fagi, sem er mjög mikilvægt. Fanndís: Já, það er nefnilega frábært. Eins og þegar ég var að spila í Noregi, þá voru bara mömmur og pabbar að sjá um æfingarnar. Hallbera: Ég var á Ítalíu og í Svíþjóð og þó að deildirnar þar séu kannski betri, þá er öll aðstaða á Íslandi bara frábær í dag. Alveg til fyrirmyndar. Hallbera segir kvennaboltann enn unga íþrótt. „Ef við værum úti í atvinnumennsku gætum við alveg lifað á þessu. Við værum kannski ekkert að safna einhverjum fjársjóðum. En við gætum alveg lifað góðu lífi. Það var náttúrulega mjög mikill sigur þegar dagpeningarnir voru jafnaðir á sínum tíma. Ég held að það hafi verið Helena Ólafsdóttir og kannski Ásthildur Helga og einhverjar fleiri, sem börðust fyrir því, svona upp úr 2000.“ Harpa: Það voru varla dagpeningar þegar ég kom inn í landsliðið, kannski fimmþúsundkall. Og ég spilaði fyrsta landsleikinn minn árið 2006. Hallbera: Þetta þótti bara eðlilegt. Auglýsingasamningar halda engum uppiHvað með auglýsingasamninga hérna heima?Hallbera: Einhverjar af okkur detta inn á eina og eina auglýsingu. Elísa: Þetta er ekki eitthvað brjálað spons sem heldur neinum uppi samt. Fanndís: Auglýsingasamningarnir okkar eru meira svona, þú mátt eiga þessa takkaskó ef þú setur mynd á Instagram. í Bandaríkjunum er þeim borgað fyrir að vera í þessum takkaskóm. En maður er bara að vinna í því núna, að fá umfjöllun um kvennaknattspyrnu og þá kemur allt í kjölfarið. Maður segir bara já við öllu. ,,RÍFÐU ÞIG ÚR AÐ OFAN ÉG ÆTLA AÐ TAKA MYND, og við erum alveg: Já, ókei.” Þær hlæja. Harpa: Við erum búnar að vera mikið núna úti um allt, því áhuginn er mikill og svona. En við erum ekkert að taka neitt fyrir það. Maður er bara þakklátur fyrir umfjöllunina, eins og staðan er í dag. Hallbera: Eins og ég sérstaklega, ég var að koma með þennan pistil og þá get ég ekkert sagt nei þegar verið er að hringja í mig frá miðlunum. Ég setti mig nú í þessa stöðu sjálf. Hallbera hlær. Elísa: Að mínu mati höfum við tekið heljarstökk fram á við einungis á nokkrum mánuðum hvað varðar umfjöllun og áhuga á kvennaknattspyrnu. Það er líka ekki alltaf hægt að benda á aðra þegar kemur að þessari jafnréttisbaráttu. Við leikmenn þurfum líka að líta inn á við, bæta okkur og skila þannig betri frammistöðu inn á vellinum. Það dregur fólk að. Svo er annað líka. Vandamálið er ekki bara við eða KSÍ. UEFA og FIFA stjórna ferðinni að miklu leyti, og við ráðum lítið við það. En vonandi ryðjum við brautina fyrir komandi kynslóðir. Róm var ekki byggð á einum degi! En ég held að það sé alveg ljóst að pistillinn hennar Hallberu hafi gert svakalega mikið fyrir okkur. Hallbera: Ég held að hann hafi aðallega sýnt hversu margir voru sammála. Ég bjóst við því að það myndu einhverjir vera sammála – en aldrei svona margir. Þetta var greinilega eitthvað sem var búið að krauma undir niðri. Elísa: Það var heldur ekki bara einhver sem sagði þetta, heldur leikmaður í landsliðinu sem veit hvað hún er að tala um. Harpa: Og Hallbera er heldur ekkert þekkt fyrir að vera með eitthvert skítkast í fjölmiðlum. Stelpurnar hlæja. Klæða sig úr til að trekkja áhorfendur aðElísa: En skítkastið er svo mikið stundum. Til dæmis þegar við erum að hvetja fólk til að mæta á leikina mætir einhver kommentari og segir: Þið þurfið þá kannski að klæða ykkur minna. Það er alltaf eitthvað svona. Málfríður: Já, það er glatað. En ég veit alveg til þess að það hafi verið prófað. Ég man þegar við vorum einhvern tímann að fara að keppa á einhverju Evrópumóti og það var öllum alveg sama. Þá stakk þjálfarinn upp á að leikmennirnir myndu sitja fyrir fáklæddir. En það var algjört örþrifaráð. Hallbera: Það er ekki langt síðan A-landslið kvenna sat fyrir á bikiníi og sagði: Allir á völlinn! Fríða: Það var 2001. Fanndís: Ég man alveg eftir að hafa setið fyrir einhvern tíma með liðinu á stuttbuxum og íþróttatopp. Vorum glerharðar. Hallbera: Þetta myndi samt aldrei gerast núna. Elísa: Sem betur fer, maður. Harpa: En við höfum samt oft séð um það bara sjálfar að auglýsa okkur og leikina. Hallbera: Já, við erum sjálfar í því að búa til auglýsingar og Facebook-viðburði. Enginn samgangur milli landsliðaEr samgangur á milli landsliðanna íslensku?Elísa: ,Nei, strákarnir eru eiginlega allir úti að spila. Harpa: Það er ekki einu sinni sama fólk frá KSÍ sem fer út í ferðir. Það er dálítið eins og þetta séu tvö lið innan sama sambandsins sem eru lítið í samskiptum. Ég held að mér sé óhætt að segja að topparnir fari meira í ferðir með strákunum heldur en okkur. Málfríður: Já, ég held að það sé alveg þannig. Fanndís: Já, en það breytist vonandi líka. Eins og staðan er núna þá erum við nefnilega drullugóðar. Það er bara þannig. Harpa: Já, nákvæmlega. Fanndís: Og Freyr [Alexandersson] er algjör peppari og fótboltasjúkur. Hann er frábær þjálfari. Hann elskar fótbolta. Hallbera: Hann gerir hlutina 100 prósent. Elísa: Hann smitar svo mikilli ástríðu og trú til okkar. Fanndís: Hann myndi gera allt til þess að liðið sé sem best undirbúið. Hann fórnar öllu sínu. Málfríður: Hann er frábær. Algjörlega. Þegar strákarnir okkar börðust hetjulega til að komast á EM 2016 var því réttilega fagnað um allt land og slegið upp á öllum forsíðum. Mörg þúsund manns flykktust á Arnarhól þar sem sýnt var frá leikjunum á stórum skjá, flugfélögin bættu við fjöldanum öllum af flugvélum til þess að koma Íslendingum á leikina og íslensku stuðningsmennirnir slógu í gegn í Frakklandi. Vonum að stelpurnar okkar fái líka skjá á Arnarhóli ef þær komast til Hollands á næsta ári. Þær eru nefnilega fáránlega góðar í fótbolta.Viðtalið birtist fyrst í júlítölublaði Glamour 2016.
Mest lesið Kynþokkafulli fanginn gekk sinn fyrsta tískupall Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Blur Perfector kominn aftur Glamour Kylie Jenner orðin mamma Glamour Flottasta hárteymi heims á leið til landsins Glamour Fær sína eigin Barbie dúkku Glamour Glamúr og næturlíf í haustherferð H&M Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Forsetafrúin Kim Kardashian West á forsíðu Interview Magazine Glamour Mér finnst vera veiðileyfi á konur Glamour