Fótbolti

Dagný spilar ekki gegn Brasilíu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Dagný verður í Bandaríkjunum er stöllur hennar spila við Brasilíu.
Dagný verður í Bandaríkjunum er stöllur hennar spila við Brasilíu. vísir/anton
Einn besti leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, Dagný Brynjarsdóttir, mun ekki spila með gegn Brasilíu á Laugardalsvelli.

Það var víst samkomulagsatriði við félagslið hennar, Portland Thorns, að hún myndi ekki spila að því er Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari segir við ruv.is. Þetta er eðlilega mikil blóðtaka fyrir íslenska liðið sem þarf á öllu sínu að halda gegn frábæru liði Brasilíu.

Dagný flýgur utan til Bandaríkjanna í dag þar sem hún á að spila með Thorns á laugardag.

Leikurinn stóri gegn Brasilíu á morgun er síðasti leikur kvennalandsliðsins fyrir EM. Leikurinn verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport í boði Dominos og Toyota. Leikurinn hefst klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×