Fótbolti

Stelpurnar gátu ekki spilað á heimavelli því karlaliðið fór í kubb

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það virðist vanta aðeins upp á jafnréttið í sænska boltanum.
Það virðist vanta aðeins upp á jafnréttið í sænska boltanum. vísir/getty
Stelpurnar í sænska liðinu Holmalund eru ekki par sáttar eftir að heimaleikur liðsins var færður þar sem karlalið félagsins þurfti að spila kubb á vellinum.

Forseti félagsins, Roger Karlsson, segir að þetta hafi verið lítið mál innan félagsins.

„Ég skil vel að þetta líti illa út en þessi ákvörðun var tekin fyrir hálfu ári síðan. Það voru allir sáttir við hana. Það hefði verið gaman að fá þessa gagnrýni fyrr upp á borðið,“ sagði Karlsson.

Stelpurnar kvörtuðu ekki of mikið en sögðu að það væri ánægjulegt ef forgangsröðunin væri þannig að leikur þeirra gengi fyrir móti karlaliðsins í kubbi.

Á endanum var þessu kubbmóti karlaliðsins frestað en kvennaliðið spilaði samt ekki á sínum heimavelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×