Trump hæðist að sjónvarpskonu og segir hana hafa verið blæðandi eftir andlitslyftingu Kjartan Kjartansson skrifar 29. júní 2017 15:03 Donald Trump hefur ítrekað látið gífuryrði flakka á Twitter og oft hafa þau komið honum í koll. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ræðst með furðulegum hætti á sjónvarpskonu í nýju tísti. Kallar hann sjónvarpskonuna heimska og klikkaða og segir að henni hafi „blætt illa eftir andlitslyftingu“ um áramótin. Í enn einum tíststorminum lætur Bandaríkjaforseti fúkyrðin flæða yfir Mika Brzezinski, annan stjórnanda morgunþáttarins Morning Joe á sjónvarpsstöðinni MSNBC. Breska ríkisútvarpið BBC segir að hún hafi sakaði Trump um að vera að þróa „einræðisríki“ í vikunni. „Ég heyri að Morning Joe sem lítið er horft á tali illa um mig (ég horfi ekki lengur),“ tísti Trump í morgun. Fylgdi hann því eftir með ofsafenginni árás á Brzezinski og meðstjórnanda hennar Joe Scarborough. Kallaði hann þau „Lág greindarvísitala, klikkaða Mika“ og „Geðveiki Joe“ í öðru tísti. Þau hafi „krafist þess“ að fá að koma til Mar-a-Lago, aðsetur Trump í Flórída, í þrjá daga yfir áramótin. „Henni blæddi illa eftir andlitslyftingu. Ég sagði nei!“ skrifaði forsetinn.Höfðu gagnrýnt tíst forsetans í morgunÁ móti hæddist Brzezinski að stærð handa Trump sem hann er afar viðkvæmur fyrir. Talsmaður MSNBC sagði í tísti að honum hefði ekki órað fyrir því að sá dagur rynni upp að það yrði fyrir neðan virðingu hans að svara forseta Bandaríkjanna. Skjáskot af tísti Trump frá morgni 29. júní 2017 þar sem hann segir sjónvarpskonuna Mike Brzezinski hafa blætt illa eftir andlitslyftingu um áramótin.Washington Post segir að tíst Trump hafi komið beint í kjölfar þess að Brzezinski og Scarborough gagnrýndu hann fyrir þann vana að tísta í gríð og erg í þætti sínum í morgun. Hafði Brzezinski meðal annars sagt Trump ljúga í einu tístanna. Bendir blaðið jafnframt á að þvert á það sem Trump tísti þá hafi áhorf á þáttinn aldrei verið meira en á öðrum ársfjórðungi þessa árs.Ítrekaðar árásir Trump á konurÞetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump hefur gerst sekur um svívirðilega framkomu í garð kvenna. Í kosningabaráttunni spurði Megyn Kelly, þáverandi sjónvarpskona Fox, hann út í ummæli sem hann hefði látið falla um nafngreindar konur þess efnis að þær væru „feit svín“, „hundar“ og „druslur“. Svaraði Trump fyrir sig með því að gefa í skyn að Kelly hefði verið á blæðingum þegar hún stjórnaði kappræðunum þar sem hún bar spurninguna fram. Joe Scarborough (t.v.) og Mika Brzezinski (t.h.) stjórna saman þætti á MSNBC og eru trúlofuð.Vísir/AFP„Maður sá að það kom blóð út úr augunum á henni, blóð kom út úr hvað í ósköpunum sem er á henni,“ sagði Trump sem þá var frambjóðandi í forvali repúblikana. Rétt fyrir kjördag voru svo gamlar hljóðupptökur birtar þar sem Trump stærði sig af því að geta áreitt konur kynferðislega í krafti fræðgar sinnar, meðal annars með þeim orðum að hann gæti „gripið í píkuna á þeim“. Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ræðst með furðulegum hætti á sjónvarpskonu í nýju tísti. Kallar hann sjónvarpskonuna heimska og klikkaða og segir að henni hafi „blætt illa eftir andlitslyftingu“ um áramótin. Í enn einum tíststorminum lætur Bandaríkjaforseti fúkyrðin flæða yfir Mika Brzezinski, annan stjórnanda morgunþáttarins Morning Joe á sjónvarpsstöðinni MSNBC. Breska ríkisútvarpið BBC segir að hún hafi sakaði Trump um að vera að þróa „einræðisríki“ í vikunni. „Ég heyri að Morning Joe sem lítið er horft á tali illa um mig (ég horfi ekki lengur),“ tísti Trump í morgun. Fylgdi hann því eftir með ofsafenginni árás á Brzezinski og meðstjórnanda hennar Joe Scarborough. Kallaði hann þau „Lág greindarvísitala, klikkaða Mika“ og „Geðveiki Joe“ í öðru tísti. Þau hafi „krafist þess“ að fá að koma til Mar-a-Lago, aðsetur Trump í Flórída, í þrjá daga yfir áramótin. „Henni blæddi illa eftir andlitslyftingu. Ég sagði nei!“ skrifaði forsetinn.Höfðu gagnrýnt tíst forsetans í morgunÁ móti hæddist Brzezinski að stærð handa Trump sem hann er afar viðkvæmur fyrir. Talsmaður MSNBC sagði í tísti að honum hefði ekki órað fyrir því að sá dagur rynni upp að það yrði fyrir neðan virðingu hans að svara forseta Bandaríkjanna. Skjáskot af tísti Trump frá morgni 29. júní 2017 þar sem hann segir sjónvarpskonuna Mike Brzezinski hafa blætt illa eftir andlitslyftingu um áramótin.Washington Post segir að tíst Trump hafi komið beint í kjölfar þess að Brzezinski og Scarborough gagnrýndu hann fyrir þann vana að tísta í gríð og erg í þætti sínum í morgun. Hafði Brzezinski meðal annars sagt Trump ljúga í einu tístanna. Bendir blaðið jafnframt á að þvert á það sem Trump tísti þá hafi áhorf á þáttinn aldrei verið meira en á öðrum ársfjórðungi þessa árs.Ítrekaðar árásir Trump á konurÞetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump hefur gerst sekur um svívirðilega framkomu í garð kvenna. Í kosningabaráttunni spurði Megyn Kelly, þáverandi sjónvarpskona Fox, hann út í ummæli sem hann hefði látið falla um nafngreindar konur þess efnis að þær væru „feit svín“, „hundar“ og „druslur“. Svaraði Trump fyrir sig með því að gefa í skyn að Kelly hefði verið á blæðingum þegar hún stjórnaði kappræðunum þar sem hún bar spurninguna fram. Joe Scarborough (t.v.) og Mika Brzezinski (t.h.) stjórna saman þætti á MSNBC og eru trúlofuð.Vísir/AFP„Maður sá að það kom blóð út úr augunum á henni, blóð kom út úr hvað í ósköpunum sem er á henni,“ sagði Trump sem þá var frambjóðandi í forvali repúblikana. Rétt fyrir kjördag voru svo gamlar hljóðupptökur birtar þar sem Trump stærði sig af því að geta áreitt konur kynferðislega í krafti fræðgar sinnar, meðal annars með þeim orðum að hann gæti „gripið í píkuna á þeim“.
Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira