Trump hæðist að sjónvarpskonu og segir hana hafa verið blæðandi eftir andlitslyftingu Kjartan Kjartansson skrifar 29. júní 2017 15:03 Donald Trump hefur ítrekað látið gífuryrði flakka á Twitter og oft hafa þau komið honum í koll. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ræðst með furðulegum hætti á sjónvarpskonu í nýju tísti. Kallar hann sjónvarpskonuna heimska og klikkaða og segir að henni hafi „blætt illa eftir andlitslyftingu“ um áramótin. Í enn einum tíststorminum lætur Bandaríkjaforseti fúkyrðin flæða yfir Mika Brzezinski, annan stjórnanda morgunþáttarins Morning Joe á sjónvarpsstöðinni MSNBC. Breska ríkisútvarpið BBC segir að hún hafi sakaði Trump um að vera að þróa „einræðisríki“ í vikunni. „Ég heyri að Morning Joe sem lítið er horft á tali illa um mig (ég horfi ekki lengur),“ tísti Trump í morgun. Fylgdi hann því eftir með ofsafenginni árás á Brzezinski og meðstjórnanda hennar Joe Scarborough. Kallaði hann þau „Lág greindarvísitala, klikkaða Mika“ og „Geðveiki Joe“ í öðru tísti. Þau hafi „krafist þess“ að fá að koma til Mar-a-Lago, aðsetur Trump í Flórída, í þrjá daga yfir áramótin. „Henni blæddi illa eftir andlitslyftingu. Ég sagði nei!“ skrifaði forsetinn.Höfðu gagnrýnt tíst forsetans í morgunÁ móti hæddist Brzezinski að stærð handa Trump sem hann er afar viðkvæmur fyrir. Talsmaður MSNBC sagði í tísti að honum hefði ekki órað fyrir því að sá dagur rynni upp að það yrði fyrir neðan virðingu hans að svara forseta Bandaríkjanna. Skjáskot af tísti Trump frá morgni 29. júní 2017 þar sem hann segir sjónvarpskonuna Mike Brzezinski hafa blætt illa eftir andlitslyftingu um áramótin.Washington Post segir að tíst Trump hafi komið beint í kjölfar þess að Brzezinski og Scarborough gagnrýndu hann fyrir þann vana að tísta í gríð og erg í þætti sínum í morgun. Hafði Brzezinski meðal annars sagt Trump ljúga í einu tístanna. Bendir blaðið jafnframt á að þvert á það sem Trump tísti þá hafi áhorf á þáttinn aldrei verið meira en á öðrum ársfjórðungi þessa árs.Ítrekaðar árásir Trump á konurÞetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump hefur gerst sekur um svívirðilega framkomu í garð kvenna. Í kosningabaráttunni spurði Megyn Kelly, þáverandi sjónvarpskona Fox, hann út í ummæli sem hann hefði látið falla um nafngreindar konur þess efnis að þær væru „feit svín“, „hundar“ og „druslur“. Svaraði Trump fyrir sig með því að gefa í skyn að Kelly hefði verið á blæðingum þegar hún stjórnaði kappræðunum þar sem hún bar spurninguna fram. Joe Scarborough (t.v.) og Mika Brzezinski (t.h.) stjórna saman þætti á MSNBC og eru trúlofuð.Vísir/AFP„Maður sá að það kom blóð út úr augunum á henni, blóð kom út úr hvað í ósköpunum sem er á henni,“ sagði Trump sem þá var frambjóðandi í forvali repúblikana. Rétt fyrir kjördag voru svo gamlar hljóðupptökur birtar þar sem Trump stærði sig af því að geta áreitt konur kynferðislega í krafti fræðgar sinnar, meðal annars með þeim orðum að hann gæti „gripið í píkuna á þeim“. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ræðst með furðulegum hætti á sjónvarpskonu í nýju tísti. Kallar hann sjónvarpskonuna heimska og klikkaða og segir að henni hafi „blætt illa eftir andlitslyftingu“ um áramótin. Í enn einum tíststorminum lætur Bandaríkjaforseti fúkyrðin flæða yfir Mika Brzezinski, annan stjórnanda morgunþáttarins Morning Joe á sjónvarpsstöðinni MSNBC. Breska ríkisútvarpið BBC segir að hún hafi sakaði Trump um að vera að þróa „einræðisríki“ í vikunni. „Ég heyri að Morning Joe sem lítið er horft á tali illa um mig (ég horfi ekki lengur),“ tísti Trump í morgun. Fylgdi hann því eftir með ofsafenginni árás á Brzezinski og meðstjórnanda hennar Joe Scarborough. Kallaði hann þau „Lág greindarvísitala, klikkaða Mika“ og „Geðveiki Joe“ í öðru tísti. Þau hafi „krafist þess“ að fá að koma til Mar-a-Lago, aðsetur Trump í Flórída, í þrjá daga yfir áramótin. „Henni blæddi illa eftir andlitslyftingu. Ég sagði nei!“ skrifaði forsetinn.Höfðu gagnrýnt tíst forsetans í morgunÁ móti hæddist Brzezinski að stærð handa Trump sem hann er afar viðkvæmur fyrir. Talsmaður MSNBC sagði í tísti að honum hefði ekki órað fyrir því að sá dagur rynni upp að það yrði fyrir neðan virðingu hans að svara forseta Bandaríkjanna. Skjáskot af tísti Trump frá morgni 29. júní 2017 þar sem hann segir sjónvarpskonuna Mike Brzezinski hafa blætt illa eftir andlitslyftingu um áramótin.Washington Post segir að tíst Trump hafi komið beint í kjölfar þess að Brzezinski og Scarborough gagnrýndu hann fyrir þann vana að tísta í gríð og erg í þætti sínum í morgun. Hafði Brzezinski meðal annars sagt Trump ljúga í einu tístanna. Bendir blaðið jafnframt á að þvert á það sem Trump tísti þá hafi áhorf á þáttinn aldrei verið meira en á öðrum ársfjórðungi þessa árs.Ítrekaðar árásir Trump á konurÞetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump hefur gerst sekur um svívirðilega framkomu í garð kvenna. Í kosningabaráttunni spurði Megyn Kelly, þáverandi sjónvarpskona Fox, hann út í ummæli sem hann hefði látið falla um nafngreindar konur þess efnis að þær væru „feit svín“, „hundar“ og „druslur“. Svaraði Trump fyrir sig með því að gefa í skyn að Kelly hefði verið á blæðingum þegar hún stjórnaði kappræðunum þar sem hún bar spurninguna fram. Joe Scarborough (t.v.) og Mika Brzezinski (t.h.) stjórna saman þætti á MSNBC og eru trúlofuð.Vísir/AFP„Maður sá að það kom blóð út úr augunum á henni, blóð kom út úr hvað í ósköpunum sem er á henni,“ sagði Trump sem þá var frambjóðandi í forvali repúblikana. Rétt fyrir kjördag voru svo gamlar hljóðupptökur birtar þar sem Trump stærði sig af því að geta áreitt konur kynferðislega í krafti fræðgar sinnar, meðal annars með þeim orðum að hann gæti „gripið í píkuna á þeim“.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira