Merkel setur loftslagsbreytingar á oddinn fyrir fund G20 29. júní 2017 12:06 Búast má við áframhaldandi togstreitu á milli Angelu Merkel og Donald Trump þegar rætt verður um loftslagsmál á G20-fundinum í næstu viku. VÍSIR/EPA Baráttan gegn loftslagsbreytingum á jörðinni verður eitt helsta viðfangsefni G20-leiðtogafundarins í næstu viku, að sögn Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. „Við verðum að takast á við þessa tilvistarlegu áskorun og við getum ekki beðið þangað til hver einasti maður á jörðinni hefur látið sannfærast af vísindalegum sönnunum,“ sagði Merkel og lagði áhersla á að Evrópulönd yrðu að taka forystuna í loftslagsmálum eftir að Bandaríkin tilkynntu að þeir ætluðu að segja skilið við Parísarsamkomulagið. Kanslarinn ætlar að reyna að beina umræðum á fundi leiðtoga tuttugu öflugustu iðnríkja heims að loftslagsmálum en segist búast við andmælum frá fulltrúum Bandaríkjanna, að því er kemur fram í frétt The Guardian. Þvert á vísindalega þekkingu á orsökum hnattrænnar hlýnunar hafa bandarískir ráðamenn ítrekað vefengt að menn beri ábyrgð á loftslagsbreytingum með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum. Þannig hafa forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna og orkumálaráðherrann sagt að þeir trúi því ekki að koltvísýringur sé helsta orsök hnattrænnar hlýnunar. Trump hefur sjálfur sagt að loftslagsbreytingar séu kínverskt „gabb“.Einangrunar- og verndarstefna ekki leiðinÞað er ekki aðeins í loftslagsmálum þar sem gjá hefur myndast á milli bandarískra stjórnvalda og evrópskra. Undir forystu Donalds Trump forseta hafa Bandaríkin dregið sinn í skel sína á alþjóðavettvangi og talað gegn frjálsum alþjóðlegum viðskiptum. „Hver sá sem telur að hægt sé að leysa vandamál heimsins með einangrunar- og verndarstefnu veður í villu og svima,“ segir Merkel. G-20-fundurinn fer fram í þýsku borginni Hamborg dagana 7. og 8. júlí. Loftslagsmál Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Baráttan gegn loftslagsbreytingum á jörðinni verður eitt helsta viðfangsefni G20-leiðtogafundarins í næstu viku, að sögn Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. „Við verðum að takast á við þessa tilvistarlegu áskorun og við getum ekki beðið þangað til hver einasti maður á jörðinni hefur látið sannfærast af vísindalegum sönnunum,“ sagði Merkel og lagði áhersla á að Evrópulönd yrðu að taka forystuna í loftslagsmálum eftir að Bandaríkin tilkynntu að þeir ætluðu að segja skilið við Parísarsamkomulagið. Kanslarinn ætlar að reyna að beina umræðum á fundi leiðtoga tuttugu öflugustu iðnríkja heims að loftslagsmálum en segist búast við andmælum frá fulltrúum Bandaríkjanna, að því er kemur fram í frétt The Guardian. Þvert á vísindalega þekkingu á orsökum hnattrænnar hlýnunar hafa bandarískir ráðamenn ítrekað vefengt að menn beri ábyrgð á loftslagsbreytingum með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum. Þannig hafa forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna og orkumálaráðherrann sagt að þeir trúi því ekki að koltvísýringur sé helsta orsök hnattrænnar hlýnunar. Trump hefur sjálfur sagt að loftslagsbreytingar séu kínverskt „gabb“.Einangrunar- og verndarstefna ekki leiðinÞað er ekki aðeins í loftslagsmálum þar sem gjá hefur myndast á milli bandarískra stjórnvalda og evrópskra. Undir forystu Donalds Trump forseta hafa Bandaríkin dregið sinn í skel sína á alþjóðavettvangi og talað gegn frjálsum alþjóðlegum viðskiptum. „Hver sá sem telur að hægt sé að leysa vandamál heimsins með einangrunar- og verndarstefnu veður í villu og svima,“ segir Merkel. G-20-fundurinn fer fram í þýsku borginni Hamborg dagana 7. og 8. júlí.
Loftslagsmál Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira