Sigurður Hannesson ráðinn framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. júní 2017 16:14 Sigurður Hannesson. Samtök Iðnaðarins Sigurður Hannesson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Hann tekur við starfinu af Almari Guðmundssyni sem lét af störfum fyrir skömmu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Samtökum iðnaðarins. Vísir greindi frá því fyrr í dag að Sigurður hefði látið af störfum sem framkvæmdastjóri eignastýringar Kviku banka en þar hafði hann starfað í tíu ár. Í fréttatilkynningunni frá Samtökum iðnaðarins kemur einnig fram að Sigurður hafi sinnt margvíslegum störfum á fjármálamarkaði. Hann var varaformaður framkvæmdahóps um losun fjármagnshafta og kynnti áætlun stjórnvalda um losun þeirra árið 2015. Þá var Sigurður formaður sérfræðingahóps um Leiðréttinguna 2013. Auk starfa á fjármálamarkaði hefur Sigurður meðal annars verið prófdómari við verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands og stundað kennslu við Háskóla Íslands og Oxford háskóla. Sigurður er stærðfræðingur að mennt með doktorspróf frá Oxford háskóla og er með próf í verðbréfamiðlun. „Samtök iðnaðarins bjóða Sigurð Hannesson velkominn til starfa. Við erum ánægð að fá svo öflugan liðsmann sem Sigurður er í hóp kraftmikilla starfsmanna SI og væntum mikils af samstarfi okkar við hann. Starf SI hefur verið öflugt og ljóst að næg verkefni eru framundan. Sigurður býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu á íslensku efnahagslífi og þekkir því vel hvernig umhverfi íslensks atvinnulífs þarf að vera til að hér megi margvíslegur iðnaður skapa verðmæti til hagsbóta fyrir land og þjóð,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins um ráðningu Sigurðar. „Ég hef í langan tíma fylgst með starfi SI úr fjarlægð og er sannfærður um að reynsla mín geti nýst vel í þeim fjölbreyttu verkefnum sem þar þarf að kljást við frá degi til dags. Öflugt og samkeppnishæft atvinnulíf skiptir landsmenn alla miklu máli. Samtök iðnaðarins spanna breitt svið atvinnulífsins, mannvirkjagerð, framleiðslu og hagnýtingu hugvits. Allt eru þetta mikilvægar uppsprettur verðmæta í samfélaginu sem leggja sín lóð á vogarskálar lífsgæða í landinu og eftirsóknarvert er að starfa við. Ég hlakka til að starfa með stjórn, starfsmönnum og félagsmönnum Samtaka iðnaðarins og vinna að því að auka vöxt og viðgang íslensks iðnaðar,“ segir Sigurður Hannesson nýráðinn framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Ráðningar Tengdar fréttir Almar látinn fara sem framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins Stjórn Samtaka iðnaðarins (SI) hefur ákveðið að segja Almari Guðmundssyni, sem hefur verið framkvæmdastjóri Samtaka iðnarins síðastliðin þrjú ár, upp störfum hjá samtökunum. Var Almari tilkynnt um þessa ákvörðun stjórnar SI fyrr í dag, samkvæmt heimildum Vísis. 30. maí 2017 15:24 Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Sjá meira
Sigurður Hannesson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Hann tekur við starfinu af Almari Guðmundssyni sem lét af störfum fyrir skömmu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Samtökum iðnaðarins. Vísir greindi frá því fyrr í dag að Sigurður hefði látið af störfum sem framkvæmdastjóri eignastýringar Kviku banka en þar hafði hann starfað í tíu ár. Í fréttatilkynningunni frá Samtökum iðnaðarins kemur einnig fram að Sigurður hafi sinnt margvíslegum störfum á fjármálamarkaði. Hann var varaformaður framkvæmdahóps um losun fjármagnshafta og kynnti áætlun stjórnvalda um losun þeirra árið 2015. Þá var Sigurður formaður sérfræðingahóps um Leiðréttinguna 2013. Auk starfa á fjármálamarkaði hefur Sigurður meðal annars verið prófdómari við verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands og stundað kennslu við Háskóla Íslands og Oxford háskóla. Sigurður er stærðfræðingur að mennt með doktorspróf frá Oxford háskóla og er með próf í verðbréfamiðlun. „Samtök iðnaðarins bjóða Sigurð Hannesson velkominn til starfa. Við erum ánægð að fá svo öflugan liðsmann sem Sigurður er í hóp kraftmikilla starfsmanna SI og væntum mikils af samstarfi okkar við hann. Starf SI hefur verið öflugt og ljóst að næg verkefni eru framundan. Sigurður býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu á íslensku efnahagslífi og þekkir því vel hvernig umhverfi íslensks atvinnulífs þarf að vera til að hér megi margvíslegur iðnaður skapa verðmæti til hagsbóta fyrir land og þjóð,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins um ráðningu Sigurðar. „Ég hef í langan tíma fylgst með starfi SI úr fjarlægð og er sannfærður um að reynsla mín geti nýst vel í þeim fjölbreyttu verkefnum sem þar þarf að kljást við frá degi til dags. Öflugt og samkeppnishæft atvinnulíf skiptir landsmenn alla miklu máli. Samtök iðnaðarins spanna breitt svið atvinnulífsins, mannvirkjagerð, framleiðslu og hagnýtingu hugvits. Allt eru þetta mikilvægar uppsprettur verðmæta í samfélaginu sem leggja sín lóð á vogarskálar lífsgæða í landinu og eftirsóknarvert er að starfa við. Ég hlakka til að starfa með stjórn, starfsmönnum og félagsmönnum Samtaka iðnaðarins og vinna að því að auka vöxt og viðgang íslensks iðnaðar,“ segir Sigurður Hannesson nýráðinn framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Ráðningar Tengdar fréttir Almar látinn fara sem framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins Stjórn Samtaka iðnaðarins (SI) hefur ákveðið að segja Almari Guðmundssyni, sem hefur verið framkvæmdastjóri Samtaka iðnarins síðastliðin þrjú ár, upp störfum hjá samtökunum. Var Almari tilkynnt um þessa ákvörðun stjórnar SI fyrr í dag, samkvæmt heimildum Vísis. 30. maí 2017 15:24 Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Sjá meira
Almar látinn fara sem framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins Stjórn Samtaka iðnaðarins (SI) hefur ákveðið að segja Almari Guðmundssyni, sem hefur verið framkvæmdastjóri Samtaka iðnarins síðastliðin þrjú ár, upp störfum hjá samtökunum. Var Almari tilkynnt um þessa ákvörðun stjórnar SI fyrr í dag, samkvæmt heimildum Vísis. 30. maí 2017 15:24