Pils fyrir karlmenn á tískupallinum í París Ritstjórn skrifar 27. júní 2017 10:00 Glamour/Getty Hönnuðir í dag setja enn og aftur spurningamerki við staðalímyndir og klæðnað kynjanna. Þegar Thom Browne var spurður út í þá hugmynd að setja karlmenn í pils og kjóla, svaraði hann einfaldlega ,,hví ekki?" Innblásturinn af línunni fékk hann frá barnaskóm sem hann fékk í gjöf þegar hann fæddist, kynlausar mokkasíur eins og hann kallaði þær. Hann er auðvitað ekki fyrsti hönnuðurinn sem gerir þetta, en þessi sýning snerist nær eingöngu um karlmannspilsið. Skilaboð hans voru nokkuð einföld. ,,Þegar við vorum börn þá klæddumst við sömu fötum og bræður okkar og systur. Klæðnaður og stíll hvers og eins myndast mikið frá umhverfi og menningu, en væri ekki frábært ef hver og einn gæti valið fyrir sig?" sagði hann í viðtali við Vogue. Mestu athyglina fékk flíkin sem voru jakkaföt að framan, en brúðarkjóll að aftan! Skemmtileg sýning og spurning hvort að karlmannspilsið nái fótfestu sem trend ársins 2018? Mest lesið ZARA opnar í Smáralind á ný Glamour Er Adidas að verða vinsælla en Nike? Glamour Þessi voru verst klædd á Brit Awards Glamour Svona gera stjörnurnar sig til fyrir Met Gala Glamour Auglýsing Zara vekur hörð viðbrögð Glamour Dress vikunnar - hver flík undir 10 þúsund krónum Glamour Stálu senunni á tískuvikunni í París Glamour Er augabrúna„bling“ næsta trendið? Glamour Ricardo Tisci á leiðinni til Versace? Glamour Forskot á haustið Glamour
Hönnuðir í dag setja enn og aftur spurningamerki við staðalímyndir og klæðnað kynjanna. Þegar Thom Browne var spurður út í þá hugmynd að setja karlmenn í pils og kjóla, svaraði hann einfaldlega ,,hví ekki?" Innblásturinn af línunni fékk hann frá barnaskóm sem hann fékk í gjöf þegar hann fæddist, kynlausar mokkasíur eins og hann kallaði þær. Hann er auðvitað ekki fyrsti hönnuðurinn sem gerir þetta, en þessi sýning snerist nær eingöngu um karlmannspilsið. Skilaboð hans voru nokkuð einföld. ,,Þegar við vorum börn þá klæddumst við sömu fötum og bræður okkar og systur. Klæðnaður og stíll hvers og eins myndast mikið frá umhverfi og menningu, en væri ekki frábært ef hver og einn gæti valið fyrir sig?" sagði hann í viðtali við Vogue. Mestu athyglina fékk flíkin sem voru jakkaföt að framan, en brúðarkjóll að aftan! Skemmtileg sýning og spurning hvort að karlmannspilsið nái fótfestu sem trend ársins 2018?
Mest lesið ZARA opnar í Smáralind á ný Glamour Er Adidas að verða vinsælla en Nike? Glamour Þessi voru verst klædd á Brit Awards Glamour Svona gera stjörnurnar sig til fyrir Met Gala Glamour Auglýsing Zara vekur hörð viðbrögð Glamour Dress vikunnar - hver flík undir 10 þúsund krónum Glamour Stálu senunni á tískuvikunni í París Glamour Er augabrúna„bling“ næsta trendið? Glamour Ricardo Tisci á leiðinni til Versace? Glamour Forskot á haustið Glamour