Akureyringar skipta um nýjan reiðveg öðru sinni á stuttum tíma Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. júní 2017 06:00 Glerbrot og naglar voru í nýjum reiðvegi á Akureyri. vísir/sveinn Vinna er hafin við að skipta öðru sinni um jarðveg í glænýjum reiðvegi á Akureyri. Jarðvegur sá sem notaður var í upphafi reyndist ófullnægjandi. Vegurinn, sem liggur sunnan við golfvöll bæjarins, var lagður í vor. Snemma kom í ljós að efnið var mengað af alls konar úrgangi. Meðal annars mátti þar finna postulín, glerrusl og málma. Skipt var um efnið um leið. Nýja efni reyndist einnig ófullnægjandi. Fundir hafa farið fram vegna málsins allan mánuðinn og botn fékkst í það fyrir helgi í kjölfar þess að hestur fékk nagla í hófbotn. Niðurstaðan varð sú að skipta þurfti um jarðveg öðru sinni. „Við höfðum bent á hættuna á að þetta gæti gerst allan mánuðinn. Því miður þá fór þetta svona,“ segir Sigfús Helgason, framkvæmdastjóri hestamannafélagsins Léttis á Akureyri. Sigfús segir að knapar og fulltrúar Léttis hafi gert athugasemdir við veginn strax í upphafi. Reynt var að finna ódýrustu leiðina til að tækla vandann.Naglinn í hófbotni hestsins.„Við höfum verið í mjög góðu samstarfi við umhverfis- og mannvirkjaráð. Það sáu allir strax að eitthvað þurfti að gera en það voru skiptar skoðanir um hvaða leið væri best. Við settum velferð knapa og hrossa ofar peningunum,“ segir Sigfús. Líkt og áður segir var vegurinn glænýr en hann var tekinn í notkun í lok maí. Ingibjörg Isaksen, formaður umhverfis- og mannvirkjaráðs, segir að það hafi verið mikil vonbrigði þegar það uppgötvaðist hvernig efni fékkst í seinna skiptið. „Þetta var efni sem við fengum og hafði farið í meðhöndlun og átti að uppfylla alla staðla. Við töldum að það væri í lagi en annað kom í ljós,“ segir Ingibjörg. Meðal annarra möguleika sem kannaðir voru var að gá hvort unnt væri að ná ruslinu burt með því að fara með öflugan segul yfir veginn. Þar sem segullinn var bilaður var ekki unnt að nota hann. Því var ákveðið að fjarlægja efnið. „Við fengum efnið án kostnaðar og borguðum aðeins fyrir flutninginn á því. Kostnaðurinn felst í vinnunni við að fjarlægja það og að finna efni sem uppfyllir þær kröfur sem gerðar eru til reiðvega,“ segir Ingibjörg. Birtist í Fréttablaðinu Hestar Tengdar fréttir Nýr reiðvegur fullur af gleri og postulíni Mikil mistök voru gerð við lagningu nýs reiðvegar við Kjarnaskóg. Gler og postulín í miklu magni að finna í jarðveginum. Stórhættulegt að mati framkvæmdastjóra hestamannafélags. Sviðsstjóri Akureyrar segir málið til skammar. 1. júní 2017 07:00 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Vinna er hafin við að skipta öðru sinni um jarðveg í glænýjum reiðvegi á Akureyri. Jarðvegur sá sem notaður var í upphafi reyndist ófullnægjandi. Vegurinn, sem liggur sunnan við golfvöll bæjarins, var lagður í vor. Snemma kom í ljós að efnið var mengað af alls konar úrgangi. Meðal annars mátti þar finna postulín, glerrusl og málma. Skipt var um efnið um leið. Nýja efni reyndist einnig ófullnægjandi. Fundir hafa farið fram vegna málsins allan mánuðinn og botn fékkst í það fyrir helgi í kjölfar þess að hestur fékk nagla í hófbotn. Niðurstaðan varð sú að skipta þurfti um jarðveg öðru sinni. „Við höfðum bent á hættuna á að þetta gæti gerst allan mánuðinn. Því miður þá fór þetta svona,“ segir Sigfús Helgason, framkvæmdastjóri hestamannafélagsins Léttis á Akureyri. Sigfús segir að knapar og fulltrúar Léttis hafi gert athugasemdir við veginn strax í upphafi. Reynt var að finna ódýrustu leiðina til að tækla vandann.Naglinn í hófbotni hestsins.„Við höfum verið í mjög góðu samstarfi við umhverfis- og mannvirkjaráð. Það sáu allir strax að eitthvað þurfti að gera en það voru skiptar skoðanir um hvaða leið væri best. Við settum velferð knapa og hrossa ofar peningunum,“ segir Sigfús. Líkt og áður segir var vegurinn glænýr en hann var tekinn í notkun í lok maí. Ingibjörg Isaksen, formaður umhverfis- og mannvirkjaráðs, segir að það hafi verið mikil vonbrigði þegar það uppgötvaðist hvernig efni fékkst í seinna skiptið. „Þetta var efni sem við fengum og hafði farið í meðhöndlun og átti að uppfylla alla staðla. Við töldum að það væri í lagi en annað kom í ljós,“ segir Ingibjörg. Meðal annarra möguleika sem kannaðir voru var að gá hvort unnt væri að ná ruslinu burt með því að fara með öflugan segul yfir veginn. Þar sem segullinn var bilaður var ekki unnt að nota hann. Því var ákveðið að fjarlægja efnið. „Við fengum efnið án kostnaðar og borguðum aðeins fyrir flutninginn á því. Kostnaðurinn felst í vinnunni við að fjarlægja það og að finna efni sem uppfyllir þær kröfur sem gerðar eru til reiðvega,“ segir Ingibjörg.
Birtist í Fréttablaðinu Hestar Tengdar fréttir Nýr reiðvegur fullur af gleri og postulíni Mikil mistök voru gerð við lagningu nýs reiðvegar við Kjarnaskóg. Gler og postulín í miklu magni að finna í jarðveginum. Stórhættulegt að mati framkvæmdastjóra hestamannafélags. Sviðsstjóri Akureyrar segir málið til skammar. 1. júní 2017 07:00 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Nýr reiðvegur fullur af gleri og postulíni Mikil mistök voru gerð við lagningu nýs reiðvegar við Kjarnaskóg. Gler og postulín í miklu magni að finna í jarðveginum. Stórhættulegt að mati framkvæmdastjóra hestamannafélags. Sviðsstjóri Akureyrar segir málið til skammar. 1. júní 2017 07:00