Fótbolti

Glódís Perla og Sif skiptu stigunum á milli sín

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Glódís Perla og stöllur hennar eru búnar að misstíga sig illa í titilbaráttunni.
Glódís Perla og stöllur hennar eru búnar að misstíga sig illa í titilbaráttunni. mynd/eskilstuna united
Glódís Perla Viggósdóttir og Sif Atladóttir, landsliðsmiðverðir Íslands í fótbolta, skiptu stigunum bróðurlega á milli sín þegar Eskilstuna og Kristianstad mættust í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Liðin skildu jöfn, 1-1, en Glódís og stöllur hennar í Eskilstuna komust yfir á 40. mínútu með sjálfsmarki gestanna. Stelpurnar hennar Elísabetar Gunnarsdóttur jöfnuðu metin á 55. mínútu, 1-1.

Eskilstuna er að missa Linköping alltof langt frá sér í baráttunni um sænska meistaratitilinn en liðið er nú aðeins búið að innbyrða eitt stig af síðustu níu og er sjö stigum frá toppliðinu.

Eskilstuna er í öðru sæti en getur misst það vinni Rosengård sigur á Limhamn á morgun.

Kristianstad er í sjöunda sæti með ellefu stig en liðið hefur verið að rífa sig í gang eftir erfiða byrjun. Það er búið að vinna tvo leiki af síðustu fjórum og tapa aðeins einum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×