Hafþór Júlíus kveðst ekki hafa beitt neinar konur ofbeldi Atli Ísleifsson skrifar 24. júní 2017 19:03 Hafþór Júlíus segir að frásögn barnsmóður sinnar sé fyrst og fremst lituð af hatri í hans garð. Vísir/Valli Aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson kveðst ekki hafa beitt barnsmóður sína né aðrar konur ofbeldi og biður fólk um halda ró sinni og sýna stillingu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í Facebook-færslu Hafþórs Júlíusar þar sem hann bregst við viðtali við barnsmóður hans, Thelmu Björk Steimann, sem birtist í Fréttablaðinu og Vísi í morgun. Í viðtalinu segir Thelma Björk Hafþór hafa beitt sig ofbeldi á þeim tíma sem þau áttu í sambandi. Sagðist hún vilja segja sína sögu eftir að hafa fengið bréf frá barnaverndaryfirvöldum um að lögregla hafi verið kölluð að heimili Hafþórs vegna heimiliserja hans og þáverandi kærustu, en dóttir Hafþórs og Thelmu hafi á þessum tíma verið í heimsókn hjá föður sínum yfir hátíðarnar. Thelma Björk segist þá hafa gert sér grein fyrir því að hún væri ekki sú eina sem Hafþór hafi beitt ofbeldi og því ákveðið að stíga fram. Hafþór Júlíus hafnar ásökunum Thelmu Bjarkar í Facebook-færslunni og segist búast við að kærumál á hendur honum muni upplýsast hjá lögreglu. „Ég held að ég bíði því með að tjá mig um það frekar í bili. Ég vil þó taka fram strax að ég hef aldrei beitt Andreu [fyrrverandi kærasta Hafþórs] ofbeldi, ekki fremur en aðrar konur. Ég ætla einnig að taka fram strax að engin áverkavottorð frá Andreu liggja fyrir og samkvæmt lögregluskýrslu voru engir áverkar sjáanlegir á henni.“Frásögn lituð af hatri í hans garð Hann segir enn fremur að viðtalið sem birtist í Fréttablaðinu sé „þyngra en tárum taki“ og að frásögn barnsmóður sinnar sé fyrst og fremst lituð af hatri í hans garð. Segir hann Thelmu Björk aldrei hafa komist yfir að hann hafi slitið sambandinu á sínum tíma. Hafþór Júlíus biður fólk um halda ró sinni og sýna stillingu. Hann segir að kærumálið sem nú sé til meðferðar hjá íslenskri lögreglu, og krafa Hafþórs um umgengni við dóttur sína, sem sé til meðferðar hjá yfirvöldum í Kaupmannahöfn þar sem Thelma Björk býr, muni leysast á næstu vikum. „Ég hef ekkert að fela hvorki gagnvart þessum tveimur konum né öðrum,“ segir Hafþór Júlíus.Lesa má Facebook-færslu hans í heild sinni að neðan. Tengdar fréttir Barnsmóðir Fjallsins stígur fram: Óttaðist um líf sitt við fyrstu árás Thelma Björk Steimann hönnuður er barnsmóðir og fyrrverandi kærasta Hafþórs Júlíusar Björnssonar aflraunamanns. Hún er ein þeirra kvenna sem lýsa ofbeldi af hendi Hafþórs. 24. júní 2017 07:00 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Fleiri fréttir Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Sjá meira
Aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson kveðst ekki hafa beitt barnsmóður sína né aðrar konur ofbeldi og biður fólk um halda ró sinni og sýna stillingu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í Facebook-færslu Hafþórs Júlíusar þar sem hann bregst við viðtali við barnsmóður hans, Thelmu Björk Steimann, sem birtist í Fréttablaðinu og Vísi í morgun. Í viðtalinu segir Thelma Björk Hafþór hafa beitt sig ofbeldi á þeim tíma sem þau áttu í sambandi. Sagðist hún vilja segja sína sögu eftir að hafa fengið bréf frá barnaverndaryfirvöldum um að lögregla hafi verið kölluð að heimili Hafþórs vegna heimiliserja hans og þáverandi kærustu, en dóttir Hafþórs og Thelmu hafi á þessum tíma verið í heimsókn hjá föður sínum yfir hátíðarnar. Thelma Björk segist þá hafa gert sér grein fyrir því að hún væri ekki sú eina sem Hafþór hafi beitt ofbeldi og því ákveðið að stíga fram. Hafþór Júlíus hafnar ásökunum Thelmu Bjarkar í Facebook-færslunni og segist búast við að kærumál á hendur honum muni upplýsast hjá lögreglu. „Ég held að ég bíði því með að tjá mig um það frekar í bili. Ég vil þó taka fram strax að ég hef aldrei beitt Andreu [fyrrverandi kærasta Hafþórs] ofbeldi, ekki fremur en aðrar konur. Ég ætla einnig að taka fram strax að engin áverkavottorð frá Andreu liggja fyrir og samkvæmt lögregluskýrslu voru engir áverkar sjáanlegir á henni.“Frásögn lituð af hatri í hans garð Hann segir enn fremur að viðtalið sem birtist í Fréttablaðinu sé „þyngra en tárum taki“ og að frásögn barnsmóður sinnar sé fyrst og fremst lituð af hatri í hans garð. Segir hann Thelmu Björk aldrei hafa komist yfir að hann hafi slitið sambandinu á sínum tíma. Hafþór Júlíus biður fólk um halda ró sinni og sýna stillingu. Hann segir að kærumálið sem nú sé til meðferðar hjá íslenskri lögreglu, og krafa Hafþórs um umgengni við dóttur sína, sem sé til meðferðar hjá yfirvöldum í Kaupmannahöfn þar sem Thelma Björk býr, muni leysast á næstu vikum. „Ég hef ekkert að fela hvorki gagnvart þessum tveimur konum né öðrum,“ segir Hafþór Júlíus.Lesa má Facebook-færslu hans í heild sinni að neðan.
Tengdar fréttir Barnsmóðir Fjallsins stígur fram: Óttaðist um líf sitt við fyrstu árás Thelma Björk Steimann hönnuður er barnsmóðir og fyrrverandi kærasta Hafþórs Júlíusar Björnssonar aflraunamanns. Hún er ein þeirra kvenna sem lýsa ofbeldi af hendi Hafþórs. 24. júní 2017 07:00 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Fleiri fréttir Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Sjá meira
Barnsmóðir Fjallsins stígur fram: Óttaðist um líf sitt við fyrstu árás Thelma Björk Steimann hönnuður er barnsmóðir og fyrrverandi kærasta Hafþórs Júlíusar Björnssonar aflraunamanns. Hún er ein þeirra kvenna sem lýsa ofbeldi af hendi Hafþórs. 24. júní 2017 07:00