Íslenski boltinn

Markaleikur í Fjarðabyggðarhöllinni | Úrslitin í Inkasso deildinni

Elías Orri Njarðarson skrifar
Jeppe Hansen skoraði fyrir Keflavík
Jeppe Hansen skoraði fyrir Keflavík visir/anton
Tveimur leikjum er nú lokið Í Inkasso-deildinni í knattspyrnu.

Keflvíkingar mættu Þórsurum á heimavelli og unnu góðan 1-0 sigur í tíðindalitlum leik, með marki frá Jeppe Hansen á 57. mínútu.

Þróttarar gerðu sér ferð austur á land og mættu Leikni Fáskrúðsfirði í Fjarðarbyggðahöllinni. Leikurinn var spennandi og endaði með 3-2 sigri Leiknis.

Þróttarar voru ekki lengi í gang því að strax á 3. mínútu leiksins skoraði að Viktor Jónsson auðvelt mark eftir fyrirgjöf frá Hlyni Haukssyni.

Rúmlega tveimur mínútum síðar jöfnuðu heimamenn en þar var á ferðinni Kristófer Páll Viðarsson eftir að hafa fengið boltann í auðveldu færi eftir misheppnaða hreinsun frá Grétari Sigfinni. Leiknismenn voru ekki hættir og á 6. mínútu leiksins voru þeir komnir yfir eftir mark frá Kristni Snjólfssyni. Mikil skemmtun strax á fyrstu 10 mínútum leiksins.

Eftir hálftíma leik jafnaði Viktor Jónsson metin með sínu öðru marki í leiknum. En rétt áður en fyrri hálfleikur var flautaður af kom Kristinn Snjólfsson Leikni aftur yfir með sínu öðru marki í leiknum.

Ekki voru skoruð fleiri mörk í leiknum og Leiknismenn taka þrjú stig úr stórskemmtilegum leik.



Markaskorarar voru fengnir af fótbolta.net




Fleiri fréttir

Sjá meira


×