iglo + indi í samstarf við Kærleiksbirnina Ritstjórn skrifar 23. júní 2017 09:30 Glamour Íslenska barnafatamerkið iglo + indi kynnti samstarf sitt við Kærleiksbirnina á barnatískusýningunni Pitti Bimbo í Flórens. Það kannast flestir við Kærleiksbirnina (e. Care Bears) en þættirnir boðuðu endurkomu sína fyrir þremur árum á Netflix. Það er alltaf gaman þegar íslensk fatamerki fá góða athygli á erlendri grundu en eigendur Kærleiksbjarnanna, American Greetings, höfðu samband eftir að þau sáu fatamerkið í Milk Magazine. ,,Ég á góðar minningar frá því að hafa horft á þættina með yngri systur minni og þykir mjög vænt um samstarfið,” segir Helga Ólafsdóttir, eigandi iglo + indi. Ástæðan fyrir samstarfinu er 35 ára afmæli Kærleiksbjarnanna og valdi fyrirtækið sex alþjóðleg barnatískumerki til að taka þátt. Vörurnar verða framleiddar í takmörkuðu upplagi og verður afmælinu fagnað á Pitti Bimbo. Fötin koma í verslarnir í byrjun næsta árs, og mun hluti af ágóðanum renna til styrktar góðagerðafélagsins Oxfam. Þða er óhætt að segja að hér er á ferðinni eitt krúttlegt samstarf! 'Að geta unnið við tísku á Íslandi finnst mér vera forréttindi,' segir hin hörkuduglega @helga_olafsdottir hjá @igloindi opnar litríkan og skemmtilegan fataskáp sinn í nýjasta tölublaði Glamour Ekki missa af ! #glamouriceland #igloindi A post shared by Glamour Iceland (@glamouriceland) on Jan 4, 2017 at 1:34am PST Mest lesið Þrjátíu ár á milli auglýsinga og mæðgurnar eru alveg eins Glamour Nú er rétti tíminn til að byrja jólagjafahugleiðingar Glamour Síðasta sería Girls frumsýnd Glamour Dress helgarinnar: Látum veðrið ekki hafa áhrif Glamour Vinsælasti liturinn í Kaupmannahöfn Glamour Klæðumst bleiku í dag Glamour Vetrartískan á götum Mílanó Glamour Hárið á þér er farið í eftirpartí Glamour Fleiri vilja hætta á samfélagsmiðlum heldur en reykingum Glamour Stjörnurnar skemmtu sér á Wimbeldon Glamour
Íslenska barnafatamerkið iglo + indi kynnti samstarf sitt við Kærleiksbirnina á barnatískusýningunni Pitti Bimbo í Flórens. Það kannast flestir við Kærleiksbirnina (e. Care Bears) en þættirnir boðuðu endurkomu sína fyrir þremur árum á Netflix. Það er alltaf gaman þegar íslensk fatamerki fá góða athygli á erlendri grundu en eigendur Kærleiksbjarnanna, American Greetings, höfðu samband eftir að þau sáu fatamerkið í Milk Magazine. ,,Ég á góðar minningar frá því að hafa horft á þættina með yngri systur minni og þykir mjög vænt um samstarfið,” segir Helga Ólafsdóttir, eigandi iglo + indi. Ástæðan fyrir samstarfinu er 35 ára afmæli Kærleiksbjarnanna og valdi fyrirtækið sex alþjóðleg barnatískumerki til að taka þátt. Vörurnar verða framleiddar í takmörkuðu upplagi og verður afmælinu fagnað á Pitti Bimbo. Fötin koma í verslarnir í byrjun næsta árs, og mun hluti af ágóðanum renna til styrktar góðagerðafélagsins Oxfam. Þða er óhætt að segja að hér er á ferðinni eitt krúttlegt samstarf! 'Að geta unnið við tísku á Íslandi finnst mér vera forréttindi,' segir hin hörkuduglega @helga_olafsdottir hjá @igloindi opnar litríkan og skemmtilegan fataskáp sinn í nýjasta tölublaði Glamour Ekki missa af ! #glamouriceland #igloindi A post shared by Glamour Iceland (@glamouriceland) on Jan 4, 2017 at 1:34am PST
Mest lesið Þrjátíu ár á milli auglýsinga og mæðgurnar eru alveg eins Glamour Nú er rétti tíminn til að byrja jólagjafahugleiðingar Glamour Síðasta sería Girls frumsýnd Glamour Dress helgarinnar: Látum veðrið ekki hafa áhrif Glamour Vinsælasti liturinn í Kaupmannahöfn Glamour Klæðumst bleiku í dag Glamour Vetrartískan á götum Mílanó Glamour Hárið á þér er farið í eftirpartí Glamour Fleiri vilja hætta á samfélagsmiðlum heldur en reykingum Glamour Stjörnurnar skemmtu sér á Wimbeldon Glamour