Dæmdur fyrir að ráðast á lögreglumenn með hnífi Atli Ísleifsson skrifar 22. júní 2017 23:15 Maðurinn á að baki sakaferil og játaði sök samkvæmt ákæru. vísir/hari Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt þrítugan karlmann í átta mánaða fangelsi fyrir brot gegn valdstjórninni og fyrir að ráðast gegn lögreglumönnum með hnífi á heimili sínu í Reykjavík á síðasta ári. Þá var maðurinn einnig dæmdur fyrir akstur undir áhrifum áfengis. Í ákæru kom fram að maðurinn hafi aðfaranótt 10. ágúst síðastliðinn veist með ofbeldi og hótunum að tveimur lögreglumönnunum sem þar voru við skyldustörf, en samkvæmt heimildum Vísis var um sérsveitarmenn að ræða. Segir að maðurinn hafi komið út af baðherbergi íbúðarinnar vopnaður hnífi með fimmtán sentimetra löngu blaði, gengið í átt að lögreglumönnunum og otað að þeim hnífnum og þannig hótað þeim líkamsmeiðingum og lífláti. Þá hafi maðurinn ítrekað hótað öðrum lögreglumanninum lífláti og elt hann inn í stofu með hnífinn á lofti, sveiflað hnífnum í átt að honum og gert tilraun til að stinga hann. Lögreglumanninum tókst þó að verjast árásinni með lögregluskyldi sínum auk þess að slá í hönd mannsins með lögreglukylfu.Játaði sök Í dómnum kemur fram að unnusta mannsins hafi hringt á lögreglu og hleypt lögreglumönnunum inn eftir að hinn dæmdi hafi ætlað að „kála sér“, en hann hafi þarna verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Maðurinn á að baki sakaferil og játaði sök samkvæmt ákæru. Hann hefur í þrígang verið dæmdur fyrir brot gegn umferðarlögum, auk þess að hafa í tvígang gengist undir sáttir fyrir umferðarlagabrot. „Brot ákærða í máli þessu eru mjög alvarleg, en hann hefur verið sakfelldur fyrir brot gegn valdstjórninni og tilraun til sérstaklega hættulegrar líkamsárásar gagnvart lögreglumönnum. Var mildi að verulegt líkamstjón hlaust ekki af, en framferði ákærða með hnífinn var stórháskalegt. Með hliðsjón af háttsemi ákærða er refsing hans ákveðin fangelsi í 8 mánuði, sem í ljósi háttseminnar þykir ekki fært að skilorðsbinda. Ákærði er sviptur ökurétti ævilangt,“ segir í niðurstöðu dómsins. Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt þrítugan karlmann í átta mánaða fangelsi fyrir brot gegn valdstjórninni og fyrir að ráðast gegn lögreglumönnum með hnífi á heimili sínu í Reykjavík á síðasta ári. Þá var maðurinn einnig dæmdur fyrir akstur undir áhrifum áfengis. Í ákæru kom fram að maðurinn hafi aðfaranótt 10. ágúst síðastliðinn veist með ofbeldi og hótunum að tveimur lögreglumönnunum sem þar voru við skyldustörf, en samkvæmt heimildum Vísis var um sérsveitarmenn að ræða. Segir að maðurinn hafi komið út af baðherbergi íbúðarinnar vopnaður hnífi með fimmtán sentimetra löngu blaði, gengið í átt að lögreglumönnunum og otað að þeim hnífnum og þannig hótað þeim líkamsmeiðingum og lífláti. Þá hafi maðurinn ítrekað hótað öðrum lögreglumanninum lífláti og elt hann inn í stofu með hnífinn á lofti, sveiflað hnífnum í átt að honum og gert tilraun til að stinga hann. Lögreglumanninum tókst þó að verjast árásinni með lögregluskyldi sínum auk þess að slá í hönd mannsins með lögreglukylfu.Játaði sök Í dómnum kemur fram að unnusta mannsins hafi hringt á lögreglu og hleypt lögreglumönnunum inn eftir að hinn dæmdi hafi ætlað að „kála sér“, en hann hafi þarna verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Maðurinn á að baki sakaferil og játaði sök samkvæmt ákæru. Hann hefur í þrígang verið dæmdur fyrir brot gegn umferðarlögum, auk þess að hafa í tvígang gengist undir sáttir fyrir umferðarlagabrot. „Brot ákærða í máli þessu eru mjög alvarleg, en hann hefur verið sakfelldur fyrir brot gegn valdstjórninni og tilraun til sérstaklega hættulegrar líkamsárásar gagnvart lögreglumönnum. Var mildi að verulegt líkamstjón hlaust ekki af, en framferði ákærða með hnífinn var stórháskalegt. Með hliðsjón af háttsemi ákærða er refsing hans ákveðin fangelsi í 8 mánuði, sem í ljósi háttseminnar þykir ekki fært að skilorðsbinda. Ákærði er sviptur ökurétti ævilangt,“ segir í niðurstöðu dómsins.
Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira