Íbúðalánasjóður vill selja sveitarfélögunum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 23. júní 2017 07:00 Íbúðalánasjóður átti 102 fasteignir á höfuðborgarsvæðinu í lok aprílmánaðar. Fréttablaðið/Anton Brink Íbúðalánasjóður bauð í byrjun mánaðarins fjölmörgum sveitarfélögum á landinu til viðræðna um kaup á fasteignum í eigu sjóðsins. Eiga umrædd sveitarfélög kost á því að kaupa eignirnar, áður en þær verða boðnar til sölu á almennum markaði, með það í huga að þær verði til dæmis nýttar sem félagslegt húsnæði. Samtals fengu 27 sveitarstjórnir bréf frá sjóðnum, en í viðkomandi sveitarfélögum á sjóðurinn 509 eignir. Alls á sjóðurinn 539 eignir og eru 319 þeirra í útleigu eða um sextíu prósent. Það er mikill munur frá því sem áður var, á árunum eftir hrun, en alls hefur sjóðurinn selt tæplega 3.500 eignir á síðustu fimm árum. Þar af hafa um 2.900 eignir verið seldar til almennings á frjálsum markaði með milligöngu fasteignasala. Ásgeir Kr. Björnsson, forstöðumaður fullnustueigna hjá Íbúðalánasjóði, segir að þetta sé í annað sinn sem Íbúðalánasjóður bjóði sveitarfélögum til viðræðna um kaup á eignum, en í sambærilegu átaki fyrir um ári seldi sjóðurinn um sextíu eignir til sveitarfélaga. Ásgeir segir að komið hafi reglulega fram í fjölmiðlum að skortur sé á félagslegu húsnæði í mörgum sveitarfélögum og því hafi sjóðurinn viljað kanna á ný hvort áhugi væri hjá sveitarstjórnum á því að kaupa eignir til að nýta í slík úrræði. „Helstu ástæður þess að Íbúðalánasjóður sendi sveitarfélögunum bréf nú er að skortur er á eignum til leigu og sölu víðast hvar um land og verð fasteigna hefur farið hækkandi. Margar af eignum sjóðsins á landsbyggðinni hafa verið í eigu hans um árabil án þess að ásættanleg tilboð hafi borist í þær,“ segir hann. Í bréfi sjóðsins er einmitt rakið að vegna stöðunnar á fasteignamarkaði undanfarið hafi mörgum sveitarfélögum reynst erfitt að kaupa fasteignir til þess að uppfylla skyldu sína til að útvega húsnæði fyrir þá sem þess þurfa. Ásgeir bætir því við að það sé ekki hlutverk Íbúðalánasjóðs að eiga eða leigja eignir til langs tíma. Sú skylda hvíli á sjóðnum að hámarka virði eigna hans og því beri honum að selja fullnustueignir um leið og það telst hagkvæmt. Geti það meðal annars falist í því að selja fleiri eignir í einu til sveitarfélaga. Alls hefur sjóðurinn selt eignir fyrir um sextíu milljarða króna á síðustu árum. Sveitarfélögunum var gefinn frestur til 23. júní til þess að svara erindi sjóðsins. Ásgeir segir mörg þeirra hafa sýnt erindinu áhuga og hefur Snæfellsbær til að mynda þegar ákveðið að ganga til samninga um kaup á nokkrum eignum í bænum. Ljóst er að fjárhagslegt bolmagn sveitarfélaganna til slíkra kaupa er afar mismunandi. Þó bendir Ásgeir á að almennt séð hafi hagur þeirra vænkast að undanförnu í takt við bætta stöðu efnahagslífsins. Húsnæðismál Snæfellsbær Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Íbúðalánasjóður bauð í byrjun mánaðarins fjölmörgum sveitarfélögum á landinu til viðræðna um kaup á fasteignum í eigu sjóðsins. Eiga umrædd sveitarfélög kost á því að kaupa eignirnar, áður en þær verða boðnar til sölu á almennum markaði, með það í huga að þær verði til dæmis nýttar sem félagslegt húsnæði. Samtals fengu 27 sveitarstjórnir bréf frá sjóðnum, en í viðkomandi sveitarfélögum á sjóðurinn 509 eignir. Alls á sjóðurinn 539 eignir og eru 319 þeirra í útleigu eða um sextíu prósent. Það er mikill munur frá því sem áður var, á árunum eftir hrun, en alls hefur sjóðurinn selt tæplega 3.500 eignir á síðustu fimm árum. Þar af hafa um 2.900 eignir verið seldar til almennings á frjálsum markaði með milligöngu fasteignasala. Ásgeir Kr. Björnsson, forstöðumaður fullnustueigna hjá Íbúðalánasjóði, segir að þetta sé í annað sinn sem Íbúðalánasjóður bjóði sveitarfélögum til viðræðna um kaup á eignum, en í sambærilegu átaki fyrir um ári seldi sjóðurinn um sextíu eignir til sveitarfélaga. Ásgeir segir að komið hafi reglulega fram í fjölmiðlum að skortur sé á félagslegu húsnæði í mörgum sveitarfélögum og því hafi sjóðurinn viljað kanna á ný hvort áhugi væri hjá sveitarstjórnum á því að kaupa eignir til að nýta í slík úrræði. „Helstu ástæður þess að Íbúðalánasjóður sendi sveitarfélögunum bréf nú er að skortur er á eignum til leigu og sölu víðast hvar um land og verð fasteigna hefur farið hækkandi. Margar af eignum sjóðsins á landsbyggðinni hafa verið í eigu hans um árabil án þess að ásættanleg tilboð hafi borist í þær,“ segir hann. Í bréfi sjóðsins er einmitt rakið að vegna stöðunnar á fasteignamarkaði undanfarið hafi mörgum sveitarfélögum reynst erfitt að kaupa fasteignir til þess að uppfylla skyldu sína til að útvega húsnæði fyrir þá sem þess þurfa. Ásgeir bætir því við að það sé ekki hlutverk Íbúðalánasjóðs að eiga eða leigja eignir til langs tíma. Sú skylda hvíli á sjóðnum að hámarka virði eigna hans og því beri honum að selja fullnustueignir um leið og það telst hagkvæmt. Geti það meðal annars falist í því að selja fleiri eignir í einu til sveitarfélaga. Alls hefur sjóðurinn selt eignir fyrir um sextíu milljarða króna á síðustu árum. Sveitarfélögunum var gefinn frestur til 23. júní til þess að svara erindi sjóðsins. Ásgeir segir mörg þeirra hafa sýnt erindinu áhuga og hefur Snæfellsbær til að mynda þegar ákveðið að ganga til samninga um kaup á nokkrum eignum í bænum. Ljóst er að fjárhagslegt bolmagn sveitarfélaganna til slíkra kaupa er afar mismunandi. Þó bendir Ásgeir á að almennt séð hafi hagur þeirra vænkast að undanförnu í takt við bætta stöðu efnahagslífsins.
Húsnæðismál Snæfellsbær Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent