Fótbolti

Guðbjörg hélt hreinu í þriðja leiknum í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðbjörg hefur haldið hreinu í helmingi þeirra deildarleikja sem hún hefur spilað á tímabilinu.
Guðbjörg hefur haldið hreinu í helmingi þeirra deildarleikja sem hún hefur spilað á tímabilinu. vísir/getty
Guðbjörg Gunnarsdóttir, Hallbera Gísladóttir og stöllur þeirra í sænska úrvalsdeildarliðinu Djurgården unnu 2-0 sigur á Kopparbergs/Göteborg í dag.

Þetta var þriðji sigur Djurgården í röð en Guðbjörg hefur haldið hreinu í þeim öllum. Eftir sigurinn í dag er Djurgården komið upp í 4. sæti deildarinnar.

Michaela van den Bulk og Johanna Rytting Kaneryd skoruðu mörk Djurgården í leiknum í dag.

Guðbjörg og Hallbera voru á sínum stað í byrjunarliði Djurgården og léku allan leikinn.

Hallbera hefur leikið alla 10 deildarleiki Djurgården á tímabilinu og lagt upp eitt mark. Guðbjörg hefur leikið átta leiki og haldið hreinu í fjórum þeirra.

Hallbera og Guðbjörg eru að sjálfsögðu í íslenska EM-hópnum sem var tilkynntur í dag.


Tengdar fréttir

EM-hópurinn valinn: Harpa fer með til Hollands

Framherjinn Harpa Þorsteinsdóttir úr Stjörnunni fer með íslenska landsliðinu á EM í Hollandi en EM-hópurinn var tilkynntur á blaðamannafundi í Laugardalnum rétt í þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×