Repúblikanar byrja að afhjúpa heilbrigðistryggingafrumvarp sitt Kjartan Kjartansson skrifar 22. júní 2017 15:50 Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, (í pontu) hefur verið gagnrýndur fyrir að reyna að lauma heilbrigðistryggingafrumvarpinu í gegnum þingið. Vísir/AFP Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins birtu í dag drög að frumvarpi að nýjum heilbrigðistryggingalögum eftir nokkurra vikna baktjaldamakk. Demókratar eru ósáttir við hversu skamman tíma þingmenn fá til að fara yfir frumvarpið. Mikil leynd hefur hvílt yfir vinnu öldungadeildarþingmanna við heilbrigðistryggingafrumvarpið sem á að koma í staðinn fyrir lögin sem Barack Obama, fyrrverandi forseti, setti og hafa verið kennd við. Þannig hefur meirihluti þingmanna flokksins sjálfs ekki fengið að vita hvað það felur í sér nákvæmlega.Leiðtogi demókrata kallar frumvarpið „illkvittið og miskunnarlaust“Fyrstu fréttir af drögunum sem lögð voru fram í dag benda til þess að framlög til Medicaid, opinberra sjúkratrygginga, verði skert enn meira en í frumvarpi fulltrúadeildarinnar, fjárveitingar til fóstureyðinga verði afnumdar í eitt ár nema í einstaka undantekningartilfellum og skattur sem lagður var á til að fjármagna Obamacare verði afnuminn frá og með áramótum. Fulltrúar demókrata hafa þegar gagnrýnt frumvarpið harkalega. Nancy Pelosi, leiðtogi þeirra í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, segir frumvarpið „illkvittið og miskunnarlaust“ samkvæmt Washington Post. Milljónir Bandaríkjamanna muni missa sjúkratryggingu sína verði það samþykkt. Útlit er fyrir að mat fjármálaskrifstofu Bandaríkjaþings á kostnaði og áhrifum frumvarpsins gæti legið fyrir strax á morgun. Mat þess á frumvarpinu sem fulltrúadeildin samþykkti í síðasta mánuði var að 23 milljónir Bandaríkjamanna til viðbótar yrðu án trygginga árið 2026.Nancy Pelosi, leiðtogi demókrata í fulltrúadeildinni, vitnaði til orða sem voru höfð eftir Donald Trump forseta um að frumvarp repúblikana væri illkvittið.Vísir/AFPGríðarlega óvinsælt á meðal BandaríkjamannaÞó að enginn hafi vitað hvað væri nákvæmlega í nýjustu útgáfu frumvarpsins fram að þessu er það afar óvinsælt á meðal Bandaríkjamanna. Skoðanakannanir sem New York Times tók saman leiða meðal annars í ljós að ekki er meirihlutastuðningur við það í neinu ríkja Bandaríkjanna. Meðferð þingmeirihluta repúblikana á málinu hefur sætt harðri gagnrýni. Farið hefur verið með innihald frumvarpsdraganna sem mannsmorð fram að þessu. Engin vitni hafa verið kölluð fyrir þingnefndir til að leggja mat á innihald þess né hafa demókratar fengið tækifæri til að ræða það í þinginu. Það eru ekki aðeins stjórnarandstæðingar sem gagnrýna framferði repúblikana. Lisa Murkowski, öldungadeildarþingmaður flokksins frá Alaska, sagði við blaðamann í morgun að hún hefði ekki séð texta frumvarpsins vegna þess að hún væri „hvorki blaðamaður né fulltrúi þrýstihóps“.I just asked Lisa Murkowski if she's seen any bill text this morning. "I am not a reporter, and I am not a lobbyist, so I've seen nothing."— Haley Byrd (@byrdinator) June 22, 2017 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Frumvarpið ekki í samræmi við loforð forsetans og fyrri gagnrýni Þingmenn Repúblikanaflokksins samþykktu í gær nýtt heilbrigðisfrumvarp með naumum meirihluta á neðri deild þingsins í Bandaríkjunum. 5. maí 2017 11:30 Bandaríska fulltrúadeildin samþykkti nýtt heilbrigðisfrumvarp Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í dag nýtt heilbrigðisfrumvarp með naumindum. 4. maí 2017 20:00 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent Fleiri fréttir Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Sjá meira
Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins birtu í dag drög að frumvarpi að nýjum heilbrigðistryggingalögum eftir nokkurra vikna baktjaldamakk. Demókratar eru ósáttir við hversu skamman tíma þingmenn fá til að fara yfir frumvarpið. Mikil leynd hefur hvílt yfir vinnu öldungadeildarþingmanna við heilbrigðistryggingafrumvarpið sem á að koma í staðinn fyrir lögin sem Barack Obama, fyrrverandi forseti, setti og hafa verið kennd við. Þannig hefur meirihluti þingmanna flokksins sjálfs ekki fengið að vita hvað það felur í sér nákvæmlega.Leiðtogi demókrata kallar frumvarpið „illkvittið og miskunnarlaust“Fyrstu fréttir af drögunum sem lögð voru fram í dag benda til þess að framlög til Medicaid, opinberra sjúkratrygginga, verði skert enn meira en í frumvarpi fulltrúadeildarinnar, fjárveitingar til fóstureyðinga verði afnumdar í eitt ár nema í einstaka undantekningartilfellum og skattur sem lagður var á til að fjármagna Obamacare verði afnuminn frá og með áramótum. Fulltrúar demókrata hafa þegar gagnrýnt frumvarpið harkalega. Nancy Pelosi, leiðtogi þeirra í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, segir frumvarpið „illkvittið og miskunnarlaust“ samkvæmt Washington Post. Milljónir Bandaríkjamanna muni missa sjúkratryggingu sína verði það samþykkt. Útlit er fyrir að mat fjármálaskrifstofu Bandaríkjaþings á kostnaði og áhrifum frumvarpsins gæti legið fyrir strax á morgun. Mat þess á frumvarpinu sem fulltrúadeildin samþykkti í síðasta mánuði var að 23 milljónir Bandaríkjamanna til viðbótar yrðu án trygginga árið 2026.Nancy Pelosi, leiðtogi demókrata í fulltrúadeildinni, vitnaði til orða sem voru höfð eftir Donald Trump forseta um að frumvarp repúblikana væri illkvittið.Vísir/AFPGríðarlega óvinsælt á meðal BandaríkjamannaÞó að enginn hafi vitað hvað væri nákvæmlega í nýjustu útgáfu frumvarpsins fram að þessu er það afar óvinsælt á meðal Bandaríkjamanna. Skoðanakannanir sem New York Times tók saman leiða meðal annars í ljós að ekki er meirihlutastuðningur við það í neinu ríkja Bandaríkjanna. Meðferð þingmeirihluta repúblikana á málinu hefur sætt harðri gagnrýni. Farið hefur verið með innihald frumvarpsdraganna sem mannsmorð fram að þessu. Engin vitni hafa verið kölluð fyrir þingnefndir til að leggja mat á innihald þess né hafa demókratar fengið tækifæri til að ræða það í þinginu. Það eru ekki aðeins stjórnarandstæðingar sem gagnrýna framferði repúblikana. Lisa Murkowski, öldungadeildarþingmaður flokksins frá Alaska, sagði við blaðamann í morgun að hún hefði ekki séð texta frumvarpsins vegna þess að hún væri „hvorki blaðamaður né fulltrúi þrýstihóps“.I just asked Lisa Murkowski if she's seen any bill text this morning. "I am not a reporter, and I am not a lobbyist, so I've seen nothing."— Haley Byrd (@byrdinator) June 22, 2017
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Frumvarpið ekki í samræmi við loforð forsetans og fyrri gagnrýni Þingmenn Repúblikanaflokksins samþykktu í gær nýtt heilbrigðisfrumvarp með naumum meirihluta á neðri deild þingsins í Bandaríkjunum. 5. maí 2017 11:30 Bandaríska fulltrúadeildin samþykkti nýtt heilbrigðisfrumvarp Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í dag nýtt heilbrigðisfrumvarp með naumindum. 4. maí 2017 20:00 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent Fleiri fréttir Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Sjá meira
Frumvarpið ekki í samræmi við loforð forsetans og fyrri gagnrýni Þingmenn Repúblikanaflokksins samþykktu í gær nýtt heilbrigðisfrumvarp með naumum meirihluta á neðri deild þingsins í Bandaríkjunum. 5. maí 2017 11:30
Bandaríska fulltrúadeildin samþykkti nýtt heilbrigðisfrumvarp Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í dag nýtt heilbrigðisfrumvarp með naumindum. 4. maí 2017 20:00