Rudolph: Fæ að heyra það ef ég skila ekki fantasy-stigum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. júní 2017 14:30 Kyle Rudolph fann sig vel í Kórnum. Hinn magnaði innherji Minnesota Vikings, Kyle Rudolph, segir það ekki alltaf vera auðvelt að ganga um götur Minneapolis ef hann skilar ekki fantasy-stigum fyrir aðdáendur sína. Flestir sem fylgjast með NFL-deildinni spila Fantasy football sem er draumaliðsleikur. Þú velur leikmenn í lið og þeir fá stig fyrir að standa sig vel. „Það er miklu skemmtilegra fyrir mig er ég skila stórum fantasy-tölum en mitt starf snýst samt um meira,“ segir Rudolph í viðtali við Vísi í Kórnum en hann var þar að hjálpa til á æfingu hjá Einherjum fyrr í vikunni. Þessi afar geðþekki drengur virtist njóta þess í botn og var hvers manns hugljúfi. Þessi sjarmi dugar honum samt skammt ef hann skilar lélegum fantasy-tölum. „Þá fæ ég að heyra það. Ég er kannski að labba í bænum eða úti að borða og fólk er í fýlu af því það fékk ekki nógu mörg fantasy-stig frá mér. Það er alltaf fyndið og maður reynir að hlæja að þessu,“ segir Rudolph léttur. „Fantasy-leikirnir eru risastórir í Bandaríkjunum. Fólk hefur ekki lengur eins mikinn metnað fyrir liðunum og er farið að halda með leikmönnum út af þessu í staðinn fyrir að halda með liðum í deildinni.“ Rudolph spilaði mjög vel síðasta vetur. Greip 83 bolta fyrir 840 jördum og skoraði 7 snertimörk. Árið áður greip hann 49 bolta fyrir 495 jördum og 5 snertimörkum. Mikil bæting milli ára en við hverju má búast í vetur. „Vonandi stórum hlutum eins og í fyrra. Starf okkar innherja er að blokka og tækla ásamt því að grípa boltann og skora. Það er mikilvægt að gera báða hluti vel.“ NFL Tengdar fréttir Washington Redskins vill fá Hafþór Júlíus á æfingar Lið í NFL-deildinni halda áfram að bera víurnar í kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson og hann staðfesti við Vísi í gær að hafa verið í sambandi við Washington Redskins. 21. júní 2017 14:30 Bandaríski víkingurinn fékk treyju íslensku víkinganna Daniel Hunter, varnarmaður Minnesota Vikings, fór heim með íslenska Víkingatreyju. 21. júní 2017 12:00 Við gætum notað Fjallið hjá Vikings Leikmenn NFL-liðsins Minnesota Vikings voru hér á landi í gær og heimsóttu meðal annars Fjallið Hafþór Júlíus Björnsson og rifu í járnin með honum. 21. júní 2017 19:00 Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fleiri fréttir Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Sjá meira
Hinn magnaði innherji Minnesota Vikings, Kyle Rudolph, segir það ekki alltaf vera auðvelt að ganga um götur Minneapolis ef hann skilar ekki fantasy-stigum fyrir aðdáendur sína. Flestir sem fylgjast með NFL-deildinni spila Fantasy football sem er draumaliðsleikur. Þú velur leikmenn í lið og þeir fá stig fyrir að standa sig vel. „Það er miklu skemmtilegra fyrir mig er ég skila stórum fantasy-tölum en mitt starf snýst samt um meira,“ segir Rudolph í viðtali við Vísi í Kórnum en hann var þar að hjálpa til á æfingu hjá Einherjum fyrr í vikunni. Þessi afar geðþekki drengur virtist njóta þess í botn og var hvers manns hugljúfi. Þessi sjarmi dugar honum samt skammt ef hann skilar lélegum fantasy-tölum. „Þá fæ ég að heyra það. Ég er kannski að labba í bænum eða úti að borða og fólk er í fýlu af því það fékk ekki nógu mörg fantasy-stig frá mér. Það er alltaf fyndið og maður reynir að hlæja að þessu,“ segir Rudolph léttur. „Fantasy-leikirnir eru risastórir í Bandaríkjunum. Fólk hefur ekki lengur eins mikinn metnað fyrir liðunum og er farið að halda með leikmönnum út af þessu í staðinn fyrir að halda með liðum í deildinni.“ Rudolph spilaði mjög vel síðasta vetur. Greip 83 bolta fyrir 840 jördum og skoraði 7 snertimörk. Árið áður greip hann 49 bolta fyrir 495 jördum og 5 snertimörkum. Mikil bæting milli ára en við hverju má búast í vetur. „Vonandi stórum hlutum eins og í fyrra. Starf okkar innherja er að blokka og tækla ásamt því að grípa boltann og skora. Það er mikilvægt að gera báða hluti vel.“
NFL Tengdar fréttir Washington Redskins vill fá Hafþór Júlíus á æfingar Lið í NFL-deildinni halda áfram að bera víurnar í kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson og hann staðfesti við Vísi í gær að hafa verið í sambandi við Washington Redskins. 21. júní 2017 14:30 Bandaríski víkingurinn fékk treyju íslensku víkinganna Daniel Hunter, varnarmaður Minnesota Vikings, fór heim með íslenska Víkingatreyju. 21. júní 2017 12:00 Við gætum notað Fjallið hjá Vikings Leikmenn NFL-liðsins Minnesota Vikings voru hér á landi í gær og heimsóttu meðal annars Fjallið Hafþór Júlíus Björnsson og rifu í járnin með honum. 21. júní 2017 19:00 Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fleiri fréttir Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Sjá meira
Washington Redskins vill fá Hafþór Júlíus á æfingar Lið í NFL-deildinni halda áfram að bera víurnar í kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson og hann staðfesti við Vísi í gær að hafa verið í sambandi við Washington Redskins. 21. júní 2017 14:30
Bandaríski víkingurinn fékk treyju íslensku víkinganna Daniel Hunter, varnarmaður Minnesota Vikings, fór heim með íslenska Víkingatreyju. 21. júní 2017 12:00
Við gætum notað Fjallið hjá Vikings Leikmenn NFL-liðsins Minnesota Vikings voru hér á landi í gær og heimsóttu meðal annars Fjallið Hafþór Júlíus Björnsson og rifu í járnin með honum. 21. júní 2017 19:00
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti