Bensínverð Costco hefur lækkað enn frekar og er nú líterinn af díselolíu 155,9 kr. og líterinn af bensíni er 164,9 kr. Verð á dísel hefur því lækkað um níu krónur frá opnun verslunarinnar 23. maí og verð á bensíni hefur lækkað um fimm krónur.
Upphaflegt verð á díselolíu var 164,9 kr. og bensínlíterinn var á 169,9 kr.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Costco lækkar verð á eldsneyti. Aðeins tveimur dögum eftir opnun lækkaði verðið á díselolíu um þrjár krónur. Rúmlega tveimur vikum seinna var verðið lækkað aftur um þrjár krónur.
