Fleiri en Mourinho sakaðir um skattsvik Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. júní 2017 07:00 Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, er sakaður um að hafa vanrækt að gefa upp tekjur. Hann hefur ekkert tjáð sig. vísir/afp Spánn Jose Mourinho, knattspyrnustjóri enska liðsins Manchester United, er sakaður um að hafa stungið 3,3 milljónum evra, andvirði 376 milljóna króna, undan skatti á Spáni á tímabilinu 2011 til 2012. Starfaði hann þá sem knattspyrnustjóri Real Madrid. Mun málið væntanlega fara fyrir rétt á næstunni, að sögn saksóknara. BBC greindi frá því í gær að Mourinho væri sakaður um að hafa vanrækt að gefa upp tekjur vegna notkunar ímyndar hans í auglýsingum. Sjálfur hefur Mourinho ekki enn tjáð sig um málið. En sá sérstaki, eins og Mourinho er oft kallaður, er langt frá því að vera einstakur þegar að þessu máli kemur. Undanfarin misseri hafa skærustu stjörnur spænsku deildarinnar verið sakaðar um sams konar háttsemi, jafnvel sakfelldar. Þeirra á meðal er Lionel Messi, leikmaður Barcelona og af mörgum talinn besti leikmaður heims. Hann hlaut nýverið 21 mánaðar skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir skattsvik. Faðir hans, sem er jafnframt umboðsmaður hans, var líka dæmdur í skilorðsbundið fangelsi. Samherjar hans, Javier Mascherano og Neymar hafa sömuleiðis komist í kast við lögin. Var Mascherano dæmdur í skilorðsbundið árslangt fangelsi fyrir skattsvik en Neymar sætir rannsókn fyrir félagaskipti hans til Barcelona árið 2013. Þeir sem telja Messi ekki bestan í heimi telja flestir að Cristiano Ronaldo, leikmaður Real Madrid, sé sá besti. Í síðustu viku kom hins vegar í ljós að Ronaldo er sakaður um að hafa stungið 14,7 milljónum evra undan skatti, andvirði 1,7 milljarða króna. BBC segir að ástæðuna fyrir aðgerðum saksóknara nú megi rekja til svokallaðrar Beckham-löggjafar sem komið var á árið 2003 þegar David Beckham gekk til liðs við Real Madrid. Var erlendum leikmönnum á Spáni þá gert að greiða helmingi minni skatt en innfæddum. Sú lög voru hins vegar afnumin árið 2010 og í kjölfarið hafa rannsakendur komist á snoðir um aflandsfélög sem leikmenn og umboðsmenn þeirra nota til þess að komast hjá því að greiða skatt. Fæstar knattspyrnustjörnur munu þó þurfa að sitja inni fyrir brot sín. Óskrifuð regla er á Spáni að fangelsisdómar undir tveimur árum séu skilorðsbundnir. Hins vegar er aðra sögu að segja um Ronaldo. Þrír ákæruliðir af fjórum í máli hans bera tveggja ára lágmarksrefsingu. Verði hann því dæmdur sekur fyrir fleiri en einn ákærulið gæti hann þurft að sitja inni.Hundeltir skjólstæðingar ofurumbans Fáir umboðsmenn knattspyrnumanna eru jafnstórtækir og umdeildir og Portúgalinn Jorge Mendes. Á meðal skjólstæðinga hans eru Cristiano Ronaldo, Ángel Di María, Falcao og hinn dularfulli Bebé. Nú virðist sem skjólstæðingar Mendes séu sérstök skotmörk spænskra saksóknara. Hafa meðal annars Pepe, Ronaldo, Jose Mourinho, Fabio Coentrao og Falcao verið sakaðir um skattsvik. Falcao hefur sjálfur sagt Mendes aðalsprautuna á bak við skattsvikin. Í desember síðastliðnum greindu blaðamenn Der Spiegel, El Mundo, Sunday Times og NRC frá því að þeir hefðu undir höndum skjöl sem sýndu fram á að Mendes hefði stungið milljörðum undan skatti fyrir skjólstæðinga sína. Því hefur Mendes þó neitað. Fótbolti Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Sjá meira
Spánn Jose Mourinho, knattspyrnustjóri enska liðsins Manchester United, er sakaður um að hafa stungið 3,3 milljónum evra, andvirði 376 milljóna króna, undan skatti á Spáni á tímabilinu 2011 til 2012. Starfaði hann þá sem knattspyrnustjóri Real Madrid. Mun málið væntanlega fara fyrir rétt á næstunni, að sögn saksóknara. BBC greindi frá því í gær að Mourinho væri sakaður um að hafa vanrækt að gefa upp tekjur vegna notkunar ímyndar hans í auglýsingum. Sjálfur hefur Mourinho ekki enn tjáð sig um málið. En sá sérstaki, eins og Mourinho er oft kallaður, er langt frá því að vera einstakur þegar að þessu máli kemur. Undanfarin misseri hafa skærustu stjörnur spænsku deildarinnar verið sakaðar um sams konar háttsemi, jafnvel sakfelldar. Þeirra á meðal er Lionel Messi, leikmaður Barcelona og af mörgum talinn besti leikmaður heims. Hann hlaut nýverið 21 mánaðar skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir skattsvik. Faðir hans, sem er jafnframt umboðsmaður hans, var líka dæmdur í skilorðsbundið fangelsi. Samherjar hans, Javier Mascherano og Neymar hafa sömuleiðis komist í kast við lögin. Var Mascherano dæmdur í skilorðsbundið árslangt fangelsi fyrir skattsvik en Neymar sætir rannsókn fyrir félagaskipti hans til Barcelona árið 2013. Þeir sem telja Messi ekki bestan í heimi telja flestir að Cristiano Ronaldo, leikmaður Real Madrid, sé sá besti. Í síðustu viku kom hins vegar í ljós að Ronaldo er sakaður um að hafa stungið 14,7 milljónum evra undan skatti, andvirði 1,7 milljarða króna. BBC segir að ástæðuna fyrir aðgerðum saksóknara nú megi rekja til svokallaðrar Beckham-löggjafar sem komið var á árið 2003 þegar David Beckham gekk til liðs við Real Madrid. Var erlendum leikmönnum á Spáni þá gert að greiða helmingi minni skatt en innfæddum. Sú lög voru hins vegar afnumin árið 2010 og í kjölfarið hafa rannsakendur komist á snoðir um aflandsfélög sem leikmenn og umboðsmenn þeirra nota til þess að komast hjá því að greiða skatt. Fæstar knattspyrnustjörnur munu þó þurfa að sitja inni fyrir brot sín. Óskrifuð regla er á Spáni að fangelsisdómar undir tveimur árum séu skilorðsbundnir. Hins vegar er aðra sögu að segja um Ronaldo. Þrír ákæruliðir af fjórum í máli hans bera tveggja ára lágmarksrefsingu. Verði hann því dæmdur sekur fyrir fleiri en einn ákærulið gæti hann þurft að sitja inni.Hundeltir skjólstæðingar ofurumbans Fáir umboðsmenn knattspyrnumanna eru jafnstórtækir og umdeildir og Portúgalinn Jorge Mendes. Á meðal skjólstæðinga hans eru Cristiano Ronaldo, Ángel Di María, Falcao og hinn dularfulli Bebé. Nú virðist sem skjólstæðingar Mendes séu sérstök skotmörk spænskra saksóknara. Hafa meðal annars Pepe, Ronaldo, Jose Mourinho, Fabio Coentrao og Falcao verið sakaðir um skattsvik. Falcao hefur sjálfur sagt Mendes aðalsprautuna á bak við skattsvikin. Í desember síðastliðnum greindu blaðamenn Der Spiegel, El Mundo, Sunday Times og NRC frá því að þeir hefðu undir höndum skjöl sem sýndu fram á að Mendes hefði stungið milljörðum undan skatti fyrir skjólstæðinga sína. Því hefur Mendes þó neitað.
Fótbolti Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Sjá meira