Viðskipti innlent

Tekjur Íslendinga: Ragnar Jónasson tekjuhæsti listamaðurinn

Samúel Karl Ólason skrifar
Tekjuhæstu listamenn Íslands í fyrra.
Tekjuhæstu listamenn Íslands í fyrra. Vísir
Ragnar Jónasson, rithöfundur og lögfræðingur, var tekjuhæsti íslenski listamaðurinn í fyrra með tæpar tvær milljónir króna á mánuði. Þetta kemur fram í Tekjublaði Frjálsar verslunar sem kom út í morgun. Óskar Magnússon, rithöfundur og bóndi er í öðru sæti með 1,69 milljón krónur á mánuði.

Í því þriðja er Baltasar Kormákur Baltasarsson, leikstjóri, með 1,68 milljón krónur.

Einar Örn Benediktsson, tónlistarmaður, er í því fjórða með 1,3 milljónir og Sigríður Beinteinsdóttir, söngkona, er í því fimmta með 1,28 milljónir króna.

Sigurjón B. Sigurðsson, eða Sjón, rithöfundur, er í sjötta sæti með 1,27 milljónir króna og Eggert Pétursson, myndlistamaður, er næstur með 1,26 milljónir.

Því næst er Jakob Frímann Magnússon, tónlistarmaður, með 1,22 milljónir króna á mánuði og Rúnar Freyr Gíslason, leikari, er í níunda sæti með 1,2 milljónir. Í því tíunda er Huldar Freyr Arnarson, kvikmyndagerðarmaður, með 1,9 milljónir.

Vert er að taka fram að könnun Frjálsar verslunar byggir á útsvari eins og það birtist í álagningarskrám. Í einhverjum tilvikum kann að vera að skattstjóri hafi áætlað tekjur. Þá þurfa tölurnar ekki að endurspegla föst laun í fyrra þar sem allar tekjur ákvarða útsvar. Þær gætu verið fyrir setu í nefndum, önnur aukastörf og vegna kaupréttarsamninga. Jafnvel hafa margir tekið út séreignarsparnað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×