Reiði í Þýskalandi vegna óeirðanna í Hamborg Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. júlí 2017 19:33 Donald Trump og Angela Merkel á góðri stundu um helgina. Vísir/Getty Þjóðverjar eru ósáttir og reiðir vegna þess ofbeldis sem braust út í Hamborg um helgina þegar til átaka kom á milli mótmælenda og lögreglu í Hamborg þar sem leiðtogafundur G20 ríkjanna fór fram. Um 20 þúsund lögreglumenn voru staddir í Hamborg og máttu þeir hafa sig alla við til að halda uppi lögum og reglu vegna hundruð mótmælenda sem frömdu eignaspjöll með því að kveikja í bílum, ræna búðir og kasta eldsprengjum í áttina að lögreglumönnum. Alls meiddust 476 lögreglumenn við störf sín í Hamborg um helgina og hlutu flestir skurðsár og brunasár. Samkvæmt upplýsingum lögreglu voru 186 manns handteknir og 225 færðir til yfirheyrslu. Þýskir fjölmiðlar voru æfir vegna vandræðanna í Hamborg og mátti sjá fyrirsagnir líkt og „Skammarlegt fyrir Þýskaland“ á forsíðu þýska dagblaðsins Tagesspiegel. Kannanir sýna að meirihluti Þjóðverja, eða 59 prósent, telur að óeirðirnar hafi skaðað ímynd Þýskalands. Óeirðirnar hafa komið sér afar illa fyrir Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, en hún átti sjálf þátt í að velja Hamborg sem fundarstað fyrir leiðtogafundinn. Minna en þrír mánuðir eru þar til að gengið verður til kosninga í landinu. Í Hamborg hefur allajafna verið mikil vinstrisveifla meðal íbúa og hefð fyrir róttækum stjórnmálaskoðunum. Segir í frétt Reuters að Merkel hafi með þessum fundarstað vilja sýna leiðtogum líkt og Vladimír Pútín, Rússlandsforseta og Tayyip Erdogan, Tyrklandsforseta, að skuldbinding hennar við tjáningarfrelsið væri algjört. Forsvarsmenn þýska Sósíaldemókrataflokksins hafa harðlega gagnrýnt Merkel fyrir staðarval sitt og segja þeir að hún beri alla ábyrgð á því hvernig til hafi tekist að halda fundinn í Hamborg. Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Þjóðverjar eru ósáttir og reiðir vegna þess ofbeldis sem braust út í Hamborg um helgina þegar til átaka kom á milli mótmælenda og lögreglu í Hamborg þar sem leiðtogafundur G20 ríkjanna fór fram. Um 20 þúsund lögreglumenn voru staddir í Hamborg og máttu þeir hafa sig alla við til að halda uppi lögum og reglu vegna hundruð mótmælenda sem frömdu eignaspjöll með því að kveikja í bílum, ræna búðir og kasta eldsprengjum í áttina að lögreglumönnum. Alls meiddust 476 lögreglumenn við störf sín í Hamborg um helgina og hlutu flestir skurðsár og brunasár. Samkvæmt upplýsingum lögreglu voru 186 manns handteknir og 225 færðir til yfirheyrslu. Þýskir fjölmiðlar voru æfir vegna vandræðanna í Hamborg og mátti sjá fyrirsagnir líkt og „Skammarlegt fyrir Þýskaland“ á forsíðu þýska dagblaðsins Tagesspiegel. Kannanir sýna að meirihluti Þjóðverja, eða 59 prósent, telur að óeirðirnar hafi skaðað ímynd Þýskalands. Óeirðirnar hafa komið sér afar illa fyrir Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, en hún átti sjálf þátt í að velja Hamborg sem fundarstað fyrir leiðtogafundinn. Minna en þrír mánuðir eru þar til að gengið verður til kosninga í landinu. Í Hamborg hefur allajafna verið mikil vinstrisveifla meðal íbúa og hefð fyrir róttækum stjórnmálaskoðunum. Segir í frétt Reuters að Merkel hafi með þessum fundarstað vilja sýna leiðtogum líkt og Vladimír Pútín, Rússlandsforseta og Tayyip Erdogan, Tyrklandsforseta, að skuldbinding hennar við tjáningarfrelsið væri algjört. Forsvarsmenn þýska Sósíaldemókrataflokksins hafa harðlega gagnrýnt Merkel fyrir staðarval sitt og segja þeir að hún beri alla ábyrgð á því hvernig til hafi tekist að halda fundinn í Hamborg.
Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira