Meirihluti stjórnar Neytendasamtakanna vill losna við formanninn Heimir Már Pétursson skrifar 9. júlí 2017 19:15 Stefán Hrafn Jónsson, varaformaður Neytendasamtakanna. Visir/GVA Meirihluti stjórnar Neytendasamtakanna skorar á formann samtakanna að segja af sér og sakar hann um að hafa komið samtökunum á kaldan klaka með óhóflegum fjárútlátum án samráðs við stjórn samtakanna. Varaformaður samtakanna segir stjórnina ekki telja að formaðurinn hafi gerst sekur um lögbrot í starfi. Ólafur Arnarson hagfræðingur var kjörinn formaður Neytendasamtakanna hinn 22. október í fyrra. Hann tók einnig fljótlega við starfi framkvæmdastjóra samtakanna en var sagt upp störfum í byrjun maí. Skýringin sem var gefin var ráðningarsamningur hans hafi ekki verið borinn undir stjórnina og skuldbindingar varðandi rekstur bifreiðar hafi verið án vitneskju stjórnar. Hinn 30 júní var síðan öllum sjö starfsmönnum Neytendasamtakanna sagt upp störfum og endurskipulagning boðuð. Í dag birtist svo yfirlýsing á heimasíðu Neytendasamtakanna þar sem alvarlegar ásaknir eru settar fram á formanninn og hann hvattur til að segja af sér formennskunni. Stefán Hrafn Jónsson varaformaður segir þetta hafa verið samþykkt á stjórnarfundi samtakanna í vikunni. „Þessi staða er að mestu leyti tilkomin vegna óhóflegra útgjalda sem formaður samtakanna, Ólafur Arnarson, hefur efnt til án aðkomu stjórnar. Þegar stjórn varð ljóst hver staðan var lýsti hún yfir vantrausti á formanninn og skoraði á hann að stíga til hliðar. Þá hefur starfsfólk samtakanna einnig lýst yfir vantrausti á formann og biðlað til hans að segja af sér. Þrátt fyrir að formanni hafi verið gerð grein fyrir alvarleika málsins, sem hann ber að miklu leyti ábyrgð á, situr hann sem fastast,“ segir m.a. í yfirlýsingu meirihluta stjórnarinnar á vef Neytendasamtakanna. Grípa þurfi til aðgerða til að bjarga Neytendasamtökunum sem ekki verði gert með formanninn innanborðs. Stefán Hrafn Jónsson varaformaður Neytendasamtakanna segir stjórnina ekki telja formanninn hafa brotið lög í starfi. „Ég sé það ekki. Nei ég get ekki séð það,“ segir Stefán Hrafn. Ólafur formaður sem og öll stjórn Neytendasamtakanna eru kjörin til tveggja ára og því spurning hvort ekki sé eðlilegt að formaður sitji fram að næsta þingi á næsta ári eða boðað til aukaþings. „Það eru einhver ákvæði um að það megi efna til aukaþings. En það er ekki ljóst hvað sé hægt að gera á því aukaþingi,“ segir varaformaðurinn. Hins vegar hafi verið ákveðið að boða til félagsfundar í ágúst. „Þá ætlum við að heyra í fólki. En það eru mörg þúsund félagsmenn. Það er mjög erfitt að fá einhverja þversniðsmynd af hug allra félagsmanna,“ segir Stefán Hrafn. Ólafur sé ekki grunað um að taka sér fé í eigin þágu. „Nei þetta voru náttúrlega verkefni á vegum samtakanna vissulega. En eins og í öllum rekstri þarf alltaf að gæta að jafnvægi á milli útgjalda og tekna. Það var greinilega alltaf væntingar um auknar tekjur í framtíðinni. En þegar þær væntingar standast ekki og búið er að efna til útgjaldanna þá þarf náttúrlega að grípa einhvern veginn inn i,“ segir Stefán Hrafn Jónsson. Tengdar fréttir Segja uppsagnirnar megi rekja til „óhóflegra útgjalda“ Ólafs Stjórn Neytendasamtakanna skora á formann sinn að segja af sér. 9. júlí 2017 13:39 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Sjá meira
Meirihluti stjórnar Neytendasamtakanna skorar á formann samtakanna að segja af sér og sakar hann um að hafa komið samtökunum á kaldan klaka með óhóflegum fjárútlátum án samráðs við stjórn samtakanna. Varaformaður samtakanna segir stjórnina ekki telja að formaðurinn hafi gerst sekur um lögbrot í starfi. Ólafur Arnarson hagfræðingur var kjörinn formaður Neytendasamtakanna hinn 22. október í fyrra. Hann tók einnig fljótlega við starfi framkvæmdastjóra samtakanna en var sagt upp störfum í byrjun maí. Skýringin sem var gefin var ráðningarsamningur hans hafi ekki verið borinn undir stjórnina og skuldbindingar varðandi rekstur bifreiðar hafi verið án vitneskju stjórnar. Hinn 30 júní var síðan öllum sjö starfsmönnum Neytendasamtakanna sagt upp störfum og endurskipulagning boðuð. Í dag birtist svo yfirlýsing á heimasíðu Neytendasamtakanna þar sem alvarlegar ásaknir eru settar fram á formanninn og hann hvattur til að segja af sér formennskunni. Stefán Hrafn Jónsson varaformaður segir þetta hafa verið samþykkt á stjórnarfundi samtakanna í vikunni. „Þessi staða er að mestu leyti tilkomin vegna óhóflegra útgjalda sem formaður samtakanna, Ólafur Arnarson, hefur efnt til án aðkomu stjórnar. Þegar stjórn varð ljóst hver staðan var lýsti hún yfir vantrausti á formanninn og skoraði á hann að stíga til hliðar. Þá hefur starfsfólk samtakanna einnig lýst yfir vantrausti á formann og biðlað til hans að segja af sér. Þrátt fyrir að formanni hafi verið gerð grein fyrir alvarleika málsins, sem hann ber að miklu leyti ábyrgð á, situr hann sem fastast,“ segir m.a. í yfirlýsingu meirihluta stjórnarinnar á vef Neytendasamtakanna. Grípa þurfi til aðgerða til að bjarga Neytendasamtökunum sem ekki verði gert með formanninn innanborðs. Stefán Hrafn Jónsson varaformaður Neytendasamtakanna segir stjórnina ekki telja formanninn hafa brotið lög í starfi. „Ég sé það ekki. Nei ég get ekki séð það,“ segir Stefán Hrafn. Ólafur formaður sem og öll stjórn Neytendasamtakanna eru kjörin til tveggja ára og því spurning hvort ekki sé eðlilegt að formaður sitji fram að næsta þingi á næsta ári eða boðað til aukaþings. „Það eru einhver ákvæði um að það megi efna til aukaþings. En það er ekki ljóst hvað sé hægt að gera á því aukaþingi,“ segir varaformaðurinn. Hins vegar hafi verið ákveðið að boða til félagsfundar í ágúst. „Þá ætlum við að heyra í fólki. En það eru mörg þúsund félagsmenn. Það er mjög erfitt að fá einhverja þversniðsmynd af hug allra félagsmanna,“ segir Stefán Hrafn. Ólafur sé ekki grunað um að taka sér fé í eigin þágu. „Nei þetta voru náttúrlega verkefni á vegum samtakanna vissulega. En eins og í öllum rekstri þarf alltaf að gæta að jafnvægi á milli útgjalda og tekna. Það var greinilega alltaf væntingar um auknar tekjur í framtíðinni. En þegar þær væntingar standast ekki og búið er að efna til útgjaldanna þá þarf náttúrlega að grípa einhvern veginn inn i,“ segir Stefán Hrafn Jónsson.
Tengdar fréttir Segja uppsagnirnar megi rekja til „óhóflegra útgjalda“ Ólafs Stjórn Neytendasamtakanna skora á formann sinn að segja af sér. 9. júlí 2017 13:39 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Sjá meira
Segja uppsagnirnar megi rekja til „óhóflegra útgjalda“ Ólafs Stjórn Neytendasamtakanna skora á formann sinn að segja af sér. 9. júlí 2017 13:39