Ólafía kláraði á tíu undir pari eftir skrautlegan lokadag Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. júlí 2017 19:45 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir átti rysjóttan dag. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, lauk leik á tíu höggum undir pari á Thornberry Creek Classic-mótinu í Wisconsin í Bandaríkjunum í dag en mótið er hluti af PGA-mótaröðinni. Ólafía var á tíu höggum undir fyrir lokahringinn. Dagurinn byrjaði vel hjá Ólafíu sem fékk fugl á annarri braut en það tók að halla undan fæti þegar hún fékk þrjá skolla á fjórum holum og var allt í einu komin átta höggum undir par. Hún lét þetta ekki á sig fá og nældi í fugl á níundu holu og var þá einum yfir pari eftir fyrri níu. Ólafía fékk fjórða skollann á tólftu holu en rétti sig við á 13. og 14. holu þar sem hún fékk fugla og endaði daginn á pari eftir nokkuð skrautlegan lokadag. Um tíma stefndi í að hún væri að bæta sinn besta árangur en svo verður ekki. Það kemur í ljós aðeins síðar í kvöld hver lokastaða hennar verður en hún er í kringum 40. sætið sem gefur henni um eina milljón króna í verðlaunafé.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, lauk leik á tíu höggum undir pari á Thornberry Creek Classic-mótinu í Wisconsin í Bandaríkjunum í dag en mótið er hluti af PGA-mótaröðinni. Ólafía var á tíu höggum undir fyrir lokahringinn. Dagurinn byrjaði vel hjá Ólafíu sem fékk fugl á annarri braut en það tók að halla undan fæti þegar hún fékk þrjá skolla á fjórum holum og var allt í einu komin átta höggum undir par. Hún lét þetta ekki á sig fá og nældi í fugl á níundu holu og var þá einum yfir pari eftir fyrri níu. Ólafía fékk fjórða skollann á tólftu holu en rétti sig við á 13. og 14. holu þar sem hún fékk fugla og endaði daginn á pari eftir nokkuð skrautlegan lokadag. Um tíma stefndi í að hún væri að bæta sinn besta árangur en svo verður ekki. Það kemur í ljós aðeins síðar í kvöld hver lokastaða hennar verður en hún er í kringum 40. sætið sem gefur henni um eina milljón króna í verðlaunafé.
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira