Breyttar neysluvenjur ferðamanna bitni á landsbyggðinni Þorbjörn Þórðarson skrifar 9. júlí 2017 12:53 Edward Huijbens, prófessor við Háskólann á Akureyri og sérfræðingur við rannsóknarmiðstöð ferðamála, segir að ferðamenn munu neyðast til að stytta dvöl sína hérlendis vegna verðlags og þar af leiðandi takmarka heimsóknarstaði innanlands. Edward hefur stundað rannsóknir á íslenskri ferðaþjónustu um árabil en hann var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Talið barst að háu verðlagi hér innalands en greint hefur verið frá því að hærra verðlag vegna styrkingar krónu hafi haft neikvæð áhrif á upplifun erlendra ferðamanna sem hingað koma. Edward segir að verðlag sé ekki aðal áhrifaþátturinn þegar ferðamenn taka ákvörðun um að koma hingað. Verðlag hafi fyrst og fremst áhrif á neyslumynstrið.Edward H. Huijbens.„Auðvitað blöskrar fólki þegar það sér reikninginn á veitingastaðnum en það sem gerist er það að fólk rýkur ekki úr landi og segir „Það þýðir ekkert að fara til Íslands, það er of dýrt,“ segir Edward. Fólk er hins vegar líklegra til að eyða minna þegar hingað er komið. „Fólk dvelur skemur því hér er dýrt að vera. Það hugsar: „Ég tek þetta bara á nokkrum dögum og flýti mér.“ Menn velja aðra gistimöguleika, fara heldur í airbnb eða Kúkú Campers-bíla sem menn sjá nú um allar koppagrundir því það er ódýrara en að vera á hóteli og menn versla meira í Bónus en að fara út að borða,“ segir Edward. Honum hefur verið tjáð af hóteleigendum að gestir séu „hættir að fá sér vínglas með matnum“ eins og þeir gerðu fyrr þegar verðlagið var ódýrara. Fólk muni þó halda áfram að koma. Edward segir að það sem er einna verst við að fólk breyti neyslumynstrinu er að dvöl þess verður skemmri. „Það hefur afgerandi áhrif fyrir restina af landinu utan suðvesturhornsins. Það er vegna þess að allir túristar sem hingað koma fara í gegnum Keflavík og þaðan komast þeir nær ekkert nema á einkabíl,“ sagði Edward Huijbens prófessor við Háskólann á Akureyri í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Dregur úr fjölgun erlendra ferðamanna Um milljón ferðamenn hafa komið til landsins það sem af er ári. 8. júlí 2017 14:14 Ferðamenn óánægðari með dvöl sína á Íslandi Frakkar og Bretar eru óánægðastir. 8. júlí 2017 07:56 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Fleiri fréttir Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Sjá meira
Edward Huijbens, prófessor við Háskólann á Akureyri og sérfræðingur við rannsóknarmiðstöð ferðamála, segir að ferðamenn munu neyðast til að stytta dvöl sína hérlendis vegna verðlags og þar af leiðandi takmarka heimsóknarstaði innanlands. Edward hefur stundað rannsóknir á íslenskri ferðaþjónustu um árabil en hann var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Talið barst að háu verðlagi hér innalands en greint hefur verið frá því að hærra verðlag vegna styrkingar krónu hafi haft neikvæð áhrif á upplifun erlendra ferðamanna sem hingað koma. Edward segir að verðlag sé ekki aðal áhrifaþátturinn þegar ferðamenn taka ákvörðun um að koma hingað. Verðlag hafi fyrst og fremst áhrif á neyslumynstrið.Edward H. Huijbens.„Auðvitað blöskrar fólki þegar það sér reikninginn á veitingastaðnum en það sem gerist er það að fólk rýkur ekki úr landi og segir „Það þýðir ekkert að fara til Íslands, það er of dýrt,“ segir Edward. Fólk er hins vegar líklegra til að eyða minna þegar hingað er komið. „Fólk dvelur skemur því hér er dýrt að vera. Það hugsar: „Ég tek þetta bara á nokkrum dögum og flýti mér.“ Menn velja aðra gistimöguleika, fara heldur í airbnb eða Kúkú Campers-bíla sem menn sjá nú um allar koppagrundir því það er ódýrara en að vera á hóteli og menn versla meira í Bónus en að fara út að borða,“ segir Edward. Honum hefur verið tjáð af hóteleigendum að gestir séu „hættir að fá sér vínglas með matnum“ eins og þeir gerðu fyrr þegar verðlagið var ódýrara. Fólk muni þó halda áfram að koma. Edward segir að það sem er einna verst við að fólk breyti neyslumynstrinu er að dvöl þess verður skemmri. „Það hefur afgerandi áhrif fyrir restina af landinu utan suðvesturhornsins. Það er vegna þess að allir túristar sem hingað koma fara í gegnum Keflavík og þaðan komast þeir nær ekkert nema á einkabíl,“ sagði Edward Huijbens prófessor við Háskólann á Akureyri í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Dregur úr fjölgun erlendra ferðamanna Um milljón ferðamenn hafa komið til landsins það sem af er ári. 8. júlí 2017 14:14 Ferðamenn óánægðari með dvöl sína á Íslandi Frakkar og Bretar eru óánægðastir. 8. júlí 2017 07:56 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Fleiri fréttir Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Sjá meira
Dregur úr fjölgun erlendra ferðamanna Um milljón ferðamenn hafa komið til landsins það sem af er ári. 8. júlí 2017 14:14