Öll úrslit frá Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 8. júlí 2017 17:30 Ari Bragi Kárason var í eldlínunni í dag. mynd/frí Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum hófst á Selfossi í dag. Kolbeinn Höður Gunnarsson sigraði 100 metra hlaup karla, en hann kom á sama tíma í mark og Ari Bragi Kárason sem setti nýtt Íslandsmet í greininni fyrir tæpri viku síðan.Ásdís Hjálmsdóttir fékk enn ein gullverðlaunin í spjótkasti þegar hún kastaði 56,75 metra.Vigdís Jónsdóttir hreppti fyrstu verðlaun dagsins þegar hún sigraði sleggjukast kvenna með því að fleygja sleggjunni 55,67 metra. Í 110 metra grindahlaupi karla varð Ísak Óli Traustason úr UMSS hlutskarpastur þegar hann hljóp á 15,26 sekúndum. Þetta var hans besti árangur í sumar.Arna Stefanía Guðmundsdóttir (til hægri).visir/epaHilmar Örn Jónsson, FH, kastaði sleggjunni lengst allra karla í dag. Besta kast hans var 69,16 metrar. Arna Stefanía Guðmundsdóttir hljóp í dag í 100 metra grindahlaupi og kom fyrst í mark á 14,13 sekúndum. Hennar aðal grein er hins vegar 400 metra grindahlaup og fer það hlaup fram á morgun. FH-ingurinn Arna Stefanía hljóp líka í 100 metra spretthlaupi kvenna, en þar varð hún í öðru sæti á persónulegu meti, 12,04 sekúndum. Sigurvegari 100 metra hlaupsins var ÍR-ingurinn Tiana Ósk Whitworth sem hljóp á 12,02 sekúndum. Í 3000 metra hindrunarhlaupi karla var Arnar Pétursson úr ÍR fyrstur í mark á 9:43,73 mínútum. Karen Sif Ársælsdóttir úr Breiðabliki stökk hæst allra kvenna í stangarstökki í dag. Hún fór hæst yfir 2,92 metra. Bjarki Rúnar Kristinsson, Breiðabliki, varð Íslandsmeistari í hástökki þegar hann stökk yfir 1,90 metra. Í 400 metra hlaupi karla var það Kormákur Ari Hafliðason sem fór með sigur af hólmi. Hann hleypur fyrir FH og kom í mark á 48,87 sekúndum. Heimakonan Guðrún Heiða Bjarnadóttir úr HSK/Selfossi var hlutskörpust í langstökki kvenna, en hún stökk 5,78 metra í dag og er það hennar besti árangur frá upphafi. Karlameginn í langstökkinu var það Kristinn Torfason úr FH sem fór heim með gullið. Hann stökk 7,18 metra í dag. Vilhelmína Þór Óskarsdóttir, Fjölni, hljóp hraðast allra í 400 metra hlaupi kvenna. Hún fór vegalengdina á 59,25 sekúndum. Í 1500 metra hlaupi karla sigraði Kristinn Þór Kristinsson úr HSK/Selfossi á 4:00,40 mínútum. Hjá konunum hljóp Andrea Kolbeinsdóttir hraðast 1500 metrana. ÍR-ingurinn hljóp á 4:54,87 mínútum. Dagbjartur Daði Jónsson, ÍR, hlaut Íslandsmeistaratitilinn í spjótkasti karla eftir að hafa kastað spjótinu 68,97 metra.Ari Bragi og Kolbeinn Höður voru í boðhlaupssveit FH í dagVísir/Facebook-síða FRÍBoðhlaupssveit FH var hlutskörpust í 4x100 metra spretthlaupi karla. Sveitina skipuðu Dagur Andri Einarsson, Kolbeinn Höður Gunnarsson, Ari Bragi Kárason og Kristófer Þorgrímsson. Þeir fóru sprettina á 41,15 sekúndum. Sveit Breiðabliks varð í öðru sæti. Sveit ÍR bar sigur úr bítum í 4x100 metra boðhlaupi kvenna. Tiana Ósk Whitworth, Katrín Steinunn Antonsdóttir, Helga Margrét Haraldsdóttir og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir hlupu fyrir íR. Tími þeirra var 46,42 sekúndur. Sveit FH hreppti silfurverðlaunin. Mótinu á Selfossi lýkur svo á morgun, með úrslitum meðal annars úr 200 metra hlaupum karla og kvenna og 400 metra grindahlaupum, sem og úrslit stigakeppni liðanna munu ráðast. Frjálsar íþróttir Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sport Fleiri fréttir Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri NFL stjarna lést í fangaklefa Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Sjá meira
Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum hófst á Selfossi í dag. Kolbeinn Höður Gunnarsson sigraði 100 metra hlaup karla, en hann kom á sama tíma í mark og Ari Bragi Kárason sem setti nýtt Íslandsmet í greininni fyrir tæpri viku síðan.Ásdís Hjálmsdóttir fékk enn ein gullverðlaunin í spjótkasti þegar hún kastaði 56,75 metra.Vigdís Jónsdóttir hreppti fyrstu verðlaun dagsins þegar hún sigraði sleggjukast kvenna með því að fleygja sleggjunni 55,67 metra. Í 110 metra grindahlaupi karla varð Ísak Óli Traustason úr UMSS hlutskarpastur þegar hann hljóp á 15,26 sekúndum. Þetta var hans besti árangur í sumar.Arna Stefanía Guðmundsdóttir (til hægri).visir/epaHilmar Örn Jónsson, FH, kastaði sleggjunni lengst allra karla í dag. Besta kast hans var 69,16 metrar. Arna Stefanía Guðmundsdóttir hljóp í dag í 100 metra grindahlaupi og kom fyrst í mark á 14,13 sekúndum. Hennar aðal grein er hins vegar 400 metra grindahlaup og fer það hlaup fram á morgun. FH-ingurinn Arna Stefanía hljóp líka í 100 metra spretthlaupi kvenna, en þar varð hún í öðru sæti á persónulegu meti, 12,04 sekúndum. Sigurvegari 100 metra hlaupsins var ÍR-ingurinn Tiana Ósk Whitworth sem hljóp á 12,02 sekúndum. Í 3000 metra hindrunarhlaupi karla var Arnar Pétursson úr ÍR fyrstur í mark á 9:43,73 mínútum. Karen Sif Ársælsdóttir úr Breiðabliki stökk hæst allra kvenna í stangarstökki í dag. Hún fór hæst yfir 2,92 metra. Bjarki Rúnar Kristinsson, Breiðabliki, varð Íslandsmeistari í hástökki þegar hann stökk yfir 1,90 metra. Í 400 metra hlaupi karla var það Kormákur Ari Hafliðason sem fór með sigur af hólmi. Hann hleypur fyrir FH og kom í mark á 48,87 sekúndum. Heimakonan Guðrún Heiða Bjarnadóttir úr HSK/Selfossi var hlutskörpust í langstökki kvenna, en hún stökk 5,78 metra í dag og er það hennar besti árangur frá upphafi. Karlameginn í langstökkinu var það Kristinn Torfason úr FH sem fór heim með gullið. Hann stökk 7,18 metra í dag. Vilhelmína Þór Óskarsdóttir, Fjölni, hljóp hraðast allra í 400 metra hlaupi kvenna. Hún fór vegalengdina á 59,25 sekúndum. Í 1500 metra hlaupi karla sigraði Kristinn Þór Kristinsson úr HSK/Selfossi á 4:00,40 mínútum. Hjá konunum hljóp Andrea Kolbeinsdóttir hraðast 1500 metrana. ÍR-ingurinn hljóp á 4:54,87 mínútum. Dagbjartur Daði Jónsson, ÍR, hlaut Íslandsmeistaratitilinn í spjótkasti karla eftir að hafa kastað spjótinu 68,97 metra.Ari Bragi og Kolbeinn Höður voru í boðhlaupssveit FH í dagVísir/Facebook-síða FRÍBoðhlaupssveit FH var hlutskörpust í 4x100 metra spretthlaupi karla. Sveitina skipuðu Dagur Andri Einarsson, Kolbeinn Höður Gunnarsson, Ari Bragi Kárason og Kristófer Þorgrímsson. Þeir fóru sprettina á 41,15 sekúndum. Sveit Breiðabliks varð í öðru sæti. Sveit ÍR bar sigur úr bítum í 4x100 metra boðhlaupi kvenna. Tiana Ósk Whitworth, Katrín Steinunn Antonsdóttir, Helga Margrét Haraldsdóttir og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir hlupu fyrir íR. Tími þeirra var 46,42 sekúndur. Sveit FH hreppti silfurverðlaunin. Mótinu á Selfossi lýkur svo á morgun, með úrslitum meðal annars úr 200 metra hlaupum karla og kvenna og 400 metra grindahlaupum, sem og úrslit stigakeppni liðanna munu ráðast.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sport Fleiri fréttir Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri NFL stjarna lést í fangaklefa Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Sjá meira