Trump segir stórkostlegan viðskiptasamning við Breta í bígerð Heimir Már Pétursson skrifar 8. júlí 2017 13:21 Theresa May og Donald Trump takast hér í hendur á fundinum í dag. Vísir/getty Leiðtogar G20-fundarins í Hamborg hafa náð saman um allt í yfirlýsingu fundarins nema loftlagsmálin þar sem Bandaríkjaforseti þrýstir á ákvæði um notkun jarðefnaeldsneytis. Forsetinn segir öflugan viðskiptasamning við Breta í burðarliðnum og gengið verði frá honum bráðlega. Mjög róstursamt hefur verið í Hamborg í Þýskalandi vegna leiðtogafundarins. Mótmælendur hafa hindrað umferð um götur eins nálægt fundarstaðnum og þeir geta með því að setjast þvert yfir þær eða með því að kveikja elda. Á annan tug bifreiða voru brenndar í gær og fyrrinótt en fjölmennt lögreglulið hefur meðal annars beitt öflugum vatnsbyssum á mótmælendur. Á annað hundrað manns hafa slasast í átökum mótmælenda og lögreglu og hátt í hundrað manns verið handteknir. Í morgun leitaði lögregla að vopnum á mótmælendum í búðum þeirra í Altona almenningsgarðinum. Leiðtogarnir hafa notað tækifærið og átt fjölmarga hliðarfundi með öðrum leiðtogum. Angela Merkel kanslari Þýskalands, Vladimir Putin forseti Rússlands og Emmanuel Macron forseti Frakklands funduðu í morgun um ástandið í austurhluta Úkraínu og sammældust um að koma þyrfti á vopnahléi þar á grundvelli Minsk-friðarsamkomulagsins. Donald Trump Bandaríkjaforseti og Theresa May forsætisráðherra Bretlands áttu tvíhliða viðræður og mættu leiðtogarnir með all stóran hóp með sér eins og viðskiptaráðherra landanna. Trump sagði viðræður þeirra hafa verið stórkostlegar og engin lönd hefðu í langan tíma staðið nær hvort öðru en Bandaríkin og Bretland. Hann og May væru að vinna að viðskiptasamningi milli ríkjanna, sem yrði mjög, mjög stór og öflugur, frábær fyrir bæði ríkin og hann teldi að samningurinn yrði mjög fljótlega að veruleika. Bretar geta hins vegar ekki gert fríverslunarsamninga við önnur ríki á meðan þeir eru enn innan Evrópusambandsins þar sem sambandið fer með samningsumboð aðildarríkjanna. En ef Bandaríkin og Bretland ná að gera samning fyrr sem ekki tæki gildi fyrr en að lokinni útgöngu gæti slíkur samningur reynst May tromp í samningum við Evrópusambandið um aðgang að innri markaði þess eftir útgönguna. Donald Trump Tengdar fréttir Sammæltust um nauðsyn friðar í Úkraínu Leiðtogafundi 19 helstu iðnríkja heims og Evrópusambandsins, G20, verður framhaldið í Hamborg í Þýskalandi í dag. 8. júlí 2017 09:23 Á annað hundrað slasaðir og tugir handteknir vegna leiðtogafundar Hátt á annað hundrað manns hafa slasast í pústrum mótmælenda og lögreglu í vegna leiðtogafundar helstu iðnríkja heims í Hamborg og tugir manna hafa verið handteknir. Forsetar Rússlands og Bandaríkjanna hittust í fyrsta skipti á fundi í dag og sagði Trump hann og Putin hafa mikið að ræða og það væri heiður að hitta Rússlandsforseta. 7. júlí 2017 19:15 Þrýsta á Trump að skipta um skoðun „Parísarsáttmálinn er til marks um mikilvæga samstöðu sem náðist ekki auðveldlega. Við megum ekki tapa henni auðveldlega.“ 7. júlí 2017 14:49 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Sjá meira
Leiðtogar G20-fundarins í Hamborg hafa náð saman um allt í yfirlýsingu fundarins nema loftlagsmálin þar sem Bandaríkjaforseti þrýstir á ákvæði um notkun jarðefnaeldsneytis. Forsetinn segir öflugan viðskiptasamning við Breta í burðarliðnum og gengið verði frá honum bráðlega. Mjög róstursamt hefur verið í Hamborg í Þýskalandi vegna leiðtogafundarins. Mótmælendur hafa hindrað umferð um götur eins nálægt fundarstaðnum og þeir geta með því að setjast þvert yfir þær eða með því að kveikja elda. Á annan tug bifreiða voru brenndar í gær og fyrrinótt en fjölmennt lögreglulið hefur meðal annars beitt öflugum vatnsbyssum á mótmælendur. Á annað hundrað manns hafa slasast í átökum mótmælenda og lögreglu og hátt í hundrað manns verið handteknir. Í morgun leitaði lögregla að vopnum á mótmælendum í búðum þeirra í Altona almenningsgarðinum. Leiðtogarnir hafa notað tækifærið og átt fjölmarga hliðarfundi með öðrum leiðtogum. Angela Merkel kanslari Þýskalands, Vladimir Putin forseti Rússlands og Emmanuel Macron forseti Frakklands funduðu í morgun um ástandið í austurhluta Úkraínu og sammældust um að koma þyrfti á vopnahléi þar á grundvelli Minsk-friðarsamkomulagsins. Donald Trump Bandaríkjaforseti og Theresa May forsætisráðherra Bretlands áttu tvíhliða viðræður og mættu leiðtogarnir með all stóran hóp með sér eins og viðskiptaráðherra landanna. Trump sagði viðræður þeirra hafa verið stórkostlegar og engin lönd hefðu í langan tíma staðið nær hvort öðru en Bandaríkin og Bretland. Hann og May væru að vinna að viðskiptasamningi milli ríkjanna, sem yrði mjög, mjög stór og öflugur, frábær fyrir bæði ríkin og hann teldi að samningurinn yrði mjög fljótlega að veruleika. Bretar geta hins vegar ekki gert fríverslunarsamninga við önnur ríki á meðan þeir eru enn innan Evrópusambandsins þar sem sambandið fer með samningsumboð aðildarríkjanna. En ef Bandaríkin og Bretland ná að gera samning fyrr sem ekki tæki gildi fyrr en að lokinni útgöngu gæti slíkur samningur reynst May tromp í samningum við Evrópusambandið um aðgang að innri markaði þess eftir útgönguna.
Donald Trump Tengdar fréttir Sammæltust um nauðsyn friðar í Úkraínu Leiðtogafundi 19 helstu iðnríkja heims og Evrópusambandsins, G20, verður framhaldið í Hamborg í Þýskalandi í dag. 8. júlí 2017 09:23 Á annað hundrað slasaðir og tugir handteknir vegna leiðtogafundar Hátt á annað hundrað manns hafa slasast í pústrum mótmælenda og lögreglu í vegna leiðtogafundar helstu iðnríkja heims í Hamborg og tugir manna hafa verið handteknir. Forsetar Rússlands og Bandaríkjanna hittust í fyrsta skipti á fundi í dag og sagði Trump hann og Putin hafa mikið að ræða og það væri heiður að hitta Rússlandsforseta. 7. júlí 2017 19:15 Þrýsta á Trump að skipta um skoðun „Parísarsáttmálinn er til marks um mikilvæga samstöðu sem náðist ekki auðveldlega. Við megum ekki tapa henni auðveldlega.“ 7. júlí 2017 14:49 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Sjá meira
Sammæltust um nauðsyn friðar í Úkraínu Leiðtogafundi 19 helstu iðnríkja heims og Evrópusambandsins, G20, verður framhaldið í Hamborg í Þýskalandi í dag. 8. júlí 2017 09:23
Á annað hundrað slasaðir og tugir handteknir vegna leiðtogafundar Hátt á annað hundrað manns hafa slasast í pústrum mótmælenda og lögreglu í vegna leiðtogafundar helstu iðnríkja heims í Hamborg og tugir manna hafa verið handteknir. Forsetar Rússlands og Bandaríkjanna hittust í fyrsta skipti á fundi í dag og sagði Trump hann og Putin hafa mikið að ræða og það væri heiður að hitta Rússlandsforseta. 7. júlí 2017 19:15
Þrýsta á Trump að skipta um skoðun „Parísarsáttmálinn er til marks um mikilvæga samstöðu sem náðist ekki auðveldlega. Við megum ekki tapa henni auðveldlega.“ 7. júlí 2017 14:49
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent