Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur ítrekar að engin hætta er á því að mengun berist að útivistarsvæðinu í Nauthólsvík þegar neyðarlúgur eru opnar í fráveitudælustöðinni í Faxaskjóli.
Vísir greindi frá því í gær að saurgerlamagn austan megin í fjörunni við Ægissíðu hafi verið yfir viðmiðunarmörkum í gær. Gerlamagnið var hins vegar undir viðmiðunarmörkum vestan megin við stöðina.
Heilbrigðiseftirlitið tók sýni í sjónum þann 6. júlí og samkvæmt staðfestum niðurstöðum frá Mæliþjónustu Matís ohf. voru saurgerlar 1/100 ml. Heilbrigðiseftirlitið tók einnig sýni í gær, 7. júlí. og bráðabirgðaniðurstaða úr því er sú sama.
Um er að ræða alvarlegustu og lengstu bilun sem orðið hefur á skólphreinsikerfinu frá upphafi. Allt að 750 lítrar af óhreinsuðu skólpi höfðu í sjóinn á hverri sekúndu frá því að bilunin gerði vart við sig þann 26. júní síðastliðinn. Rennsli úr dælustöðinni í Faxaskjóli var stöðvað tímabundið á fimmtudaginn.
Óttinn við saur í Nauthólsvík ennþá ástæðulaus

Tengdar fréttir

Óhreinsað skólp flæðir út í sjó við Faxaskjól
Um er að ræða alvarlegustu og lengstu bilun sem orðið hefur á skólphreinsikerfinu frá upphafi.

Búið að stöðva rennsli úr skólplögn í Faxaskjóli
Um bráðabirgðarlausn er að ræða. Notast er við keðjutalíu á neyðarlúguna sem nýtast á fram á mánudag.

Skólpið væri tæpa klukkustund að fylla Laugardalslaug
Bilun í skólhreinsistöð í Faxaskjóli hefur varað í 11 sólarhringa. Fylla hefði mátt Laugardalslaugina 150 þúsund sinnum með óhreinsaða skólpinu.